Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 26
TÓNLIST Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmónikuleikari og Guðný Einarsdóttir orgelleikari fluttu blandaða dagskrá í Hallgrímskirkju laugardaginn 30. júlí Í brandara á Facebook má sjá umsátur um kastala. Árásarherinn hendir harmóniku yfir virkisvegg­ inn. Þá f lýja allir út æpandi, líka dýrin. Ef Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur yrði hent yfir vegginn á eftir harm­ ónikunni, þá myndi enginn f lýja úr kastalanum. Hún kom fram á hádegistónleikum í Hallgríms­ kirkju, ásamt Guðnýju Einarsdóttur orgelleikara, og spilaði undurvel á harmónikuna. Lágstemmd dagskrá Tónleikarnir voru skemmtilegir, þótt þeir væru allan tímann fremur lágstemmdir. Engin rismikil tónlist var flutt. „Gamall fjallakofasálmur“ eftir Oskar Lindberg sótti samt í sig veðrið eftir því sem á leið. Það gerð­ ist líka ýmislegt í prelúdíu og litlum keðjusöng í þremur spunum eftir Nadiu Boulanger. Framvindan var spennuþrungin og litrík. En maður hefur oft orðið vitni að tryllingslegri hápunktum þegar risaorgelið í Hall­ grímskirkju er annars vegar. Dagskráin hófst á tveimur dans­ þáttum úr franskri svítu nr. 5 eftir Johann Sebastian Bach. Hvor þáttur, Allemande og Courante, skiptist í tvo hluta. Þeir eru báðir endurteknir eftir fyrirmælum tónskáldsins. Þær Guðný og Ásta skiptu endurtekn­ ingunum á milli sín og það kom ótrúlega vel út. Stærðarmunurinn á hljóðfærunum er auðvitað gríðar­ legur, en samt var samtalið á milli þeirra afar heillandi. Hið litla og stóra bætti hvort annað upp, heild­ armyndin var falleg og ljúf. Það var eins og lítið barn ætti í samtali við afa gamla, sem var náið og þrungið kærleika og hlýju. Eins og ástaratlot Í næsta atriði var meira samspil, það er leikið var á hljóðfærin á sama tíma, en ekki sitt á hvað. Þetta var Kvöldkyrrð eftir Jónatan Ólafsson. Samtal hljóðfæranna hér var enn þá nánara, kannski eins og ástaratlot. Þau voru dálítið fínleg en samhljómurinn var samt full­ kominn. Harmónikuleikurinn var vandaður og nákvæmur, en líka brothættur, og orgelið umvafði hann án þess að trana sér fram. Saman mynduðu hljóðfærin blæ­ brigðaríka heildarmynd. Á eftir þessu flutti Ásta tónsmíð sem bar nafnið Sem ljúfur draumur eftir Vilhelmínu Baldvinsdóttur. Tónlistin var fremur slagarakennd, laglínurnar voru grípandi og sætar, og stemningin í heild innileg og sjarmerandi. Næstu tvo verkin lék Guðný ein, eftir Lindberg og Boulanger sem fyrr hefur verið minnst á. Þau voru prýðilega flutt, raddvalið var sannfærandi og leikurinn agaður og nostursamlegur. Tónlistin var tignarleg og innihaldsrík, og einlæg túlkun Guðnýjar, full af tilfinningu, kom henni ágætlega til skila. Innhverft og dreymandi Maður bjóst kannski við f lugelda­ sýningu í lokin, eins og oft á tón­ leikum, en svo var ekki. Nei, boðið var upp á innhverft og dreymandi lag eftir tangókónginn Astor Piaz­ zolla, Tanti Anni Prima eða Endur fyrir löngu. Tónlistin einkennd­ ist af ljúfsárri nostalgíu, og aftur blönduðust hljóðfærin fullkom­ lega saman. Raddval orgelleikarans hentaði harmónikunni prýðilega, svo jafnvægið á milli hljóðfæranna var eins og best verður á kosið. Ég hef ekki áður heyrt þessi tvö hljóðfæri saman á tónleikum og verður að segjast eins og er að við­ burðurinn kom ánægjulega á óvart. Þetta var einfaldlega frábært. n JÓNAS SEN NIÐURSTAÐA: Magnaðir tónleik- ar sem einkenndust af smekkvísi og fagmennsku. Hið litla og stóra í fullkomnu sambandi Guðný Einarsdóttir lék á hádegistónleikum á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Heyra mátti samspil harmóniku og orgels í Hallgrímskirkju. ragnarjon@frettabladid.is Sunnudaginn 7. ágúst verður fjöl­ breytileikanum fagnað í Árbæjar­ safni með f lugdrekasmiðju en gestum safnsins stendur til boða að útbúa flugdreka í öllum regnbogans litum. Þátttaka verður gestum að kostnaðarlausu og verður allt hrá­ efni til f lugdrekasmíða útvegað á staðnum. Þá mun húsfreyjan í Árbæ bjóða upp á nýbakaðar lummur og í smiðj­ unni mun eldsmiðurinn hamra járnið. Í safnhúsi sem nefnist Þing­ holtsstræti verður svo gullsmiður að störfum. Aðspurður segir Sigurlaugur Ingólfsson, verkefnastjóri Árbæjar­ safns, að f lugdrekasmiðjan hafi áður verið haldin en þetta sé í fyrsta sinn sem hún sé með þessu sniði. „Við erum að tengja við Hin­ segin daga og lýsa yfir stuðningi,“ segir hann og segir að Árbæjarsafn hafi lengi vel haft breytta dagskrá í tengslum við Hinsegin daga „Það hefur verið til siðs um þessa helgi að starfsmenn skipta um búninga. Að konur fara í karlmannsbúninga og öfugt. En það fer fram á laugardeg­ inum þegar gleðigangan á sér stað. Svo flöggum við einnig regnboga­ fánanum á þeim degi.“ Flugdrekasmiðjan hefst klukkan 13.00 og mun standa til 16.00. n Fjölbreyttir flugdrekar á sveimi í Árbæjarsafni ragnarjon@frettabladid.is  Miðvikudaginn 4. ágúst byrjar Listasafn Reykjavíkur með vikuleg­ ar leiðsagnir í hádeginu á íslensku um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsinu. Sýningin sem haldin er í tengslum við níutíu ára afmæli Errós byggir að mestu á listaverkagjöf listamannsins til Reykjavíkurborgar og spannar hún sjö áratuga vinnu listamanns­ ins. Leiðsögnin, sem veitt verður klukkan 12.15 á hverjum fimmtu­ degi fram til 29. september, er ætlað að veita gestum betri aðgang að sýningunni sem inniheldur allt frá gjörningum, vídeólist, grafík, fjöl­ feldi og klippimyndum til stórra verka í almannarými og málverka á öllum skala. „Þetta er hugsað sem inngangur að sýningunni sem er gríðarlega stór og umfangsmikil, eitthvað sem hjálpar við að leiða fólk betur inn í hana,“ segir Nathalía Druzin Hall­ dórsdóttir, kynningar­ og markaðs­ stjóri Listasafns Reykjavíkur. Starfs­ menn Listasafnsins munu sjá um leiðasögn gesta um sýninguna. Á sýningunni má sjá hvernig myndir eftir aðra og úr kunnugleg­ um myndheimi dægurmenningar hafa alla tíð fóðrað ímyndunarafl listamannsins Errós og hans list­ sköpun. Sýningin mun standa til 29. september á þessu ári. n Vikulegar leiðsagnir um listasýningu Errós Leiðsögnin mun hjálpa gestum að skoða þessa gríðarlega yfirgripsmiklu sýningu sem spannar sjö ára- tuga starf Erró. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Listasýningin Erró: Sprengikraftur mynda var opnuð í apríl og stendur fram í september á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef vindskilyrði verða góð verður hægt að sjá flugdreka í öllum regnbogans litum á Árbæjarsafninu um helgina. MYND/AÐSEND 22 Menning 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.