Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 17
Vissar fæðutegundir inni- halda efnið tryptófan en gleðihormónið serótónín er myndað úr tryptófani. Það er því spurning hvort hægt sé að bæta skapið með neyslu þessarar fæðu. sandragudrun@frettabladid.is Eins og flest vita er serótónín taugaboðefni sem talið er jafna skapsveiflur. Það er talið að það hjálpi til við að koma reglu á svefninn og létti lundina. Rann- sóknir hafa stutt þá kenningu að serótónínmagn hafi áhrif á skap og hegðun og efnið er almennt tengt því að líða vel og lifa lengur. Talið er að fólk sem glímir við þunglyndi hafi færri eða ónæmari serótónín- viðtaka og þess vegna er þunglyndi oft meðhöndlað með lyfjum sem auka áhrif serótóníns í heilanum. Serótónín myndast úr amínó- sýrunni tryptófani. Við meltingu er tryptófani breytt í serótónín og því er líklegt að fæðutegundir sem innihalda tryptófan auki magn serótóníns í heilanum. Það er því ekki úr vegi að auka neyslu matar sem inniheldur tryptófan til að létta lundina. Rannsóknir hafa sýnt að lítið magn af tryptófani í mataræði fólks lækkar serótónín- magn í heilanum. Það skal þó tekið fram að ekki eru komnar niður- stöður um hversu mikil áhrif þetta hefur og að borða tryptófanríkan mat er ekki lausn á alvarlegu þung- lyndi. Eftirfarandi matvæli gætu hjálpað til við að auka framleiðslu serótóníns: Fæðutegundir sem gætu aukið hamingjuna Egg, ostur, hnetur og fræ innihalda mikið af tryptófani sem eykur serótónín- framleiðslu og getur haft áhrif á skap og hegðun. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ananas inni- heldur mjög mikið tryptófan og er auk þess fullur af víta- mínum. Egg Samkvæmt rannsóknum frá árinu 2015 getur próteinið í eggjum aukið magn tryptófans í blóðinu verulega. Ostur Ostur er mjög góð uppspretta tryp- tófans. Það er tilvalið að búa til pastasósu sem inniheldur egg og ost þar sem mjólk inniheldur líka tryptófan. Ananas Ananas inniheldur mjög mikið tryptófan. Auk þess er ananas fullur af vítamínum og má borða hann ferskan eða nota í matargerð eða eftirrétti í stað sykurs. Mest af tryptófani er úr ferskum ananas. Tófú Sojavörur eru ríkar af tryptófani. Það er hægt að nota tófú í næstum hvaða uppskrift sem er í stað annarra prótíngjafa. Tófú er því tilvalinn tryptófangjafi fyrir græn- metisætur og grænkera. Hnetur og fræ Hnetur og fræ innihalda tryp- tófan. Rannsóknir sýna að lúka af hnetum á dag dregur úr líkum á dauðsföllum af völdum krabba- meins, hjartasjúkdóma og önd- unarfærasjúkdóma. Það er því til mikils að vinna að borða hnetur og fræ. Lax Flestir vita að lax er ríkur af ómega-3 fitusýrum og talinn mjög holl fæða. En lax er líka ríkur af tryptófani. Ofnbakaður lax með osti getur þess vegna verið upp- skrift að hamingju. Kalkúnn Kalkúnn inniheldur mikið magn tryptófans. Í 100 grömmum af kalkúni eru 252 milligrömm af tryptófani. Margir hafa talið að tryptófan í kalkúnum geri það að verkum að fólk verður syfjað eftir stóra kalkúnamáltíð en tryptófan hjálpar líka til með svefn. En aðrir segja að til þess að tryptófan hafi þau áhrif þurfi mun meira magn af því í fæðunni. Gott að borða kolvetni samhliða Það er ekki sannað að tryptófanið eitt og sér dugi til að auka serótónín í líkamanum. Líklegt er að neysla annarra matvæla samhliða þurfi að vera til staðar til að hjálpa til við það. Kolvetni valda því að líkaminn losar meira insúlín, það stuðlar að frásogi amínósýra og skilur tryptófan eftir í blóðinu. Neyti fólk matar sem er ríkur af tryptófani og jafnframt kolvetna samhliða því, þá gæti serótónínframleiðslan aukist. Það er samt vitað að tryptófanið í matvörum þarf að keppa við aðrar amínósýrur til að frásogast inn í heilann. Líklega mun neyslan á tryptófanríkum mat ekki hafa mjög mikil áhrif á serótónínmagn líkamans, ólíkt til dæmis bæti- efnum sem innihalda hreinsað tryptófan og hafa því meiri áhrif á serótónínmagnið. En með því að borða ofantaldar fæðutegundir reglulega ásamt hollum kolvetnum þá eykst möguleikinn á góðum árangri. n HEIMILD: HEALTHLINE.COM Ég tek eitt hylki á morgnana með vítamínunum og lýsinu. Einfaldara verður það ekki. Ég finn að þetta hefur áhrif á húðina, hárið og neglurnar og það kemur ekki til greina að hætta að taka þetta inn. Karólína Natalía Karólína Natalía Karlsdóttir hefur alla ævi glímt við þurra húð, þunnt og líflaust hár og lélegar neglur. Hún byrjaði að taka inn bætiefnið Húð, hár og neglur frá ICEHERBS og finnur gríðarlegan mun. „Þetta hefur alltaf fylgt mér. Ég hef alltaf verið með mjög þunnt og fíngert hár sem var lítið líf í. Það lá frekar flatt og var sleipt viðkomu. Ég fann það líka sérstaklega eftir að ég fór að eldast og hárlosið varð enn meira en áður,“ segir Karólína, sem er 41 árs og starfar við sölu- og markaðsmál hjá Sólar ræstingu. Karólína fór meðal annars í sér- staka hármeðferð sem hafði ekki þau áhrif sem hún vonaðist eftir. „Neglurnar voru að sama skapi alltaf lélegar. Þær tættust upp og ég þurfti alltaf að passa að hafa þær stuttklipptar og setja á þær nagla- lakk til að styrkja þær. Svo var ég líka alltaf þurr í framan. Maður finnur það sérstaklega þegar maður er að meika sig eða púðra, þá kemur gróf áferð og þurrka- blettirnir verða meira áberandi. Ég hafði prófað alls konar rakakrem en ekkert var nógu öflugt,“ segir Karólína. Það var ekki fyrr en Karólína byrjaði að taka inn Húð, hár og neglur bætiefnið frá ICEHERBS, sem hún fór að finna almenni- legan mun á húðinni, sem og hári og nöglum. „Ég sá þetta bara á sölustandi í búðinni og greip með mér. Þetta var eitthvað nýtt sem ég hafði ekki séð áður og ég ákvað að prófa,“ segir Karólína um Húð, hár og neglur frá ICEHERBS. Fann mun áður en glasið kláraðist „Það tók smá tíma fyrir mig að finna mun en ég man að þegar ég var búin með eitt glas af þessu þá hafði ég fundið nægan mun til að kaupa annað glas og halda áfram. Það er nú komið tæpt ár síðan ég keypti fyrsta pilluglasið og ég finn mjög mikinn mun á húðinni, en líka nöglum og hári. Ég er ekki þurr í framan í dag og fæ ekki lengur þurrkabletti. Ég nota sömu snyrti- vörur og áður og þær gefa mér núna jafna áferð á húðina. Neglurnar eru líka mun sterkari en áður og þær tætast ekki lengur upp. Svo er hárið mun þykkara og líflegra. Ég finn að ég fer minna úr hárum og hárgreiðslukonan mín segir mikinn mun á mér. Ég er að fá fullt af nýjum hárum, sérstaklega að framan. Ég finn það líka sjálf að hárið er heilbrigðara.“ Bætiefnið kemur í hylkjaformi og er einstaklega þægilegt inntöku. „Ég tek eitt hylki á morgnana með vítamínunum og lýsinu. Ein- faldara verður það ekki. Ég finn að þetta hefur áhrif á húðina, hárið og neglurnar og það kemur ekki til greina að hætta að taka þetta inn,“ segir Karólína. Náttúruleg blanda úr íslenskum þörungum Húð, hár og neglur er öflug og nátt- úruleg þarablanda úr íslenskum sæþörungum. Hylkin eru stútfull af steinefnum og vítamínum sem hafa ríkuleg áhrif á húð, hár og neglur. Sæþörungar eru þekkir sem ofurfæða hafsins. Þörungar eru þekktir fyrir virk áhrif sín á húð, hár og neglur. Þeir hafa gríðarlega hreinsandi áhrif á líkamann og innihalda ríkulegt magn steinefna og trefja ásamt joði. n Húð, hár & neglur frá ICEHERBS fæst í öllum apótekum og heilsu- vöruverslunum, Hagkaupum, Nettó og Fjarðarkaupum. Sjá nánar á iceherbs.is. Líflegra hár, sterkari neglur og mýkri húð Karólína sér ekki eftir að hafa prófað húð, hár og neglur, bætiefnið frá ICEHERBS. Hárið er nú þykkara, húðin mýkri og neglurnar mun sterkari. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.