Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2022 Fólk ætti að fara varlega þegar það verslar á netinu og þekkir ekki verslunina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Samkvæmt könnun sem gerð var í Svíþjóð hafa fjórir af hverjum tíu Svíum sem verslað hafa á netinu ekki fengið vöruna sem þeir pöntuðu, fengið ranga vöru eða voru blekktir af fölsuðum netversl- unum. Þótt netverslun sé jafnan afar jákvætt fyrirkomulag eru til brestir þar eins og annars staðar. Fólk veit yfirleitt ekki hvert það á að leita verði það fyrir því að versla við falsaða netverslun og situr því uppi með skaðann. Ef verslunin er óþekkt ætti fólk að skoða heimasíðu hennar og athuga hvort notaðar eru þekktar greiðsluleiðir. Sömuleiðis skal skoða umsagnir viðskiptavina, til dæmis á Facebook og hvort fylgjendur séu margir. Ganga skal úr skugga um hvort auðvelt sé að hafa samband við netverslunina. Allar netverslanir eiga að gefa upp heimilisfang, símanúmer og netfang. Auk þess eiga þær að hafa upplýsingar um sögu fyrirtækisins aðgengilegar. Of gott verð Viðvörunarbjöllur ættu að klingja ef ekki er mikið vöruúrval í verslun- inni og ef tilboð eða verð er of gott til að vera satt. Ef tungumálið á síðunni lítur skringilega út ætti fólk að vera sérstaklega varkárt. Falsaðar netverslanir eru oft reknar með mikilli markaðssetningu á samfélagsmiðlum í stuttan tíma áður en þær hverfa. Ef síðan hefur bara verið til í nokkrar vikur eða mánuði er ástæða til að efast. ■ Blekktir á netinu Farsæl leið að efri árum Janus heilsuefling byggir starfsemi sína á einstaklega áhugaverðum niðurstöðum úr doktors verkefni Janusar Guðlaugssonar, PhD íþrótta- og heilsufræðings. Rannsóknin sýndi greinilegan ávinning eldri borgara af heilsueflingu og fræðslu um næringu. Janus Guðlaugsson (annar frá vinstri) er hér ásamt fríðum hópi starfsfólks Janusar heilsueflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR JÓHANNSSON Janus heilsuefling er ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki sem hefur það að markmiði að stuðla að bættri heilsu og betri lífsgæðum eldri borgara. Verkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ - Leið að farsælum efri árum hófst árið 2017 í Reykjanesbæ og byggir á doktorsverkefni Janusar sem hann vann á árunum 2007-2014. „Megin- markmið doktorsverkefnisins var að sýna fram á að hægt væri að færa ýmsar heilsufarslegar breytur til betri vegar hjá eldri einstaklingum með markvissri þjálfun. Hnitmiðuð fræðsla um æskilega næringu fyrir þennan aldurshóp var einnig lykil- þáttur í þessu ferli,“ segir dr. Janus Guðlaugsson. Ótvíræðar niðurstöður Doktorsverkefni Janusar var ætlað að sýna fram á að snúa mætti öldrunarferlinu við um tíma með markvissum heilsutengdum forvörnum. Enda kom það í ljós að heilsa hinna eldri batnaði til muna, afkastageta þeirra efldist og hreyfigetan varð betri. Vöðva- massinn jókst og fitumassinn minnkaði auk þess sem blóð- þrýstingur lækkaði verulega og blóðgildi færðust til betri vegar. Rannsóknin stóð yfir í eitt og hálft ár og voru niðurstöðurnar ótvíræðar. Þátttakendur voru 115 talsins og meðalaldur um 80 ár. „Helmingur hópsins tók fyrst þátt sem viðmiðunarhópur og breytti ekki daglegum venjum sínum í 6 mánuði á meðan hinn helmingur- inn, þjálfunarhópurinn, hlaut þjálfun í 6 mánuði. Áður en þjálfun hófst voru báðir hópar mældir. Engan mun var að finna milli hópanna í upphafi. Eftir sex mánaða þjálfun var marktækur munur á flestum mælibreytum. Á sama tíma stóð viðmiðunarhópur í stað eða niðurstöður færðust til verri vegar og munur milli hópanna kom í ljós. Þegar viðmiðunarhópur fékk sömu þjálfun 6 mánuðum síðar færðust niðurstöður hjá þeim til betri vegar á sama hátt og hjá þjálfunarhópi. Þegar sömu hópar voru mældir þremur árum síðar kom í ljós að flestar breyturnar höfðu færst til baka í upphaflegt horf eða versnað. Við greiningu kom í ljós að um 50% þátttakenda höfðu hætt styrktarþjálfuninni og veru- lega dró úr daglegri hreyfingu. Þetta sagði okkur að sex mánaða þjálfun væri of stutt heilsufarsferli til að breyta lífsstíl eldri einstakl- inga. Þess vegna bjóðum við upp á tveggja ára þjálfunarferli hjá Janus heilsueflingu sem skipt er upp í fjögur sex mánaða stigvaxandi þrep með fjórum markvissum fræðsluerindum í hverju þrepi þar sem næring er ráðandi þáttur.“ B Ä S T A I T E S T Bäst-i-Test 2022.s e BESTA SÓLARVÖRNIN 7 ár Í RÖÐ Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni og víðar | nánar á evy.is og celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.