Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 22
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Björn Baldvinsson Stórateig 25, Mosfellsbæ, lést á Líknardeild Landspítalans, Landakoti, sunnudaginn 17. júlí sl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sara Elíasdóttir Baldvin Björnsson Ívar Björnsson Súsanna Stefánsdóttir Birgir Björnsson Guðbjörg Magnúsdóttir Elsa Lillian, Egill og Katla Okkar elskaða eiginkona, móðir, systir, tengdamóðir og amma, Sandra May Ericson listfræðingur, lést á Líknardeild Landspítalans þann 28. júlí sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju 8. ágúst, kl. 15. Leonard Frederick Ashford Magdalena Bergmann Gunnarsdóttir Kristmann Ericson Paul Templin Ashford Stephanie Templin Ashford Noah Templin Ashford Maeve Templin Ashford Nina Christine Campagna Christopher Campagna Duncan Campagna Holden Campagna Martin Campagna Elskulegi bróðir okkar og vinur, Hjörtur Óskarsson Jacobsen lést á Landspítala þann 27. júlí 2022. Útför fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 11.00. Kolbeinn Magnússon Sigurbjörg Guðjónsdóttir Esther Terrazas Joe Terrazas Óskar Óskarsson May Margrét Zapanta Elsa Óskarsdóttir Sæmundur Þór Jónsson Helga Óskarsdóttir Guðmundur Friðriksson Sylvía Marta Borgþórsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Þorgerðar Brynjólfsdóttur hjúkrunarfræðings, sem jarðsett var 21. júlí síðastliðinn. Ævar Harðarson Gerður Tómasdóttir Gunnar Örn Harðarson Anna Kristinsdóttir Birgir Harðarson Sif Hauksdóttir Hörður Már Harðarson Guðfinna Dröfn Aradóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Valdimarsdóttir lést á dvalarheimilinu Sólvöllum sunnudaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 14. Valdimar Þorsteinsson Guðrún A. Sveinsdóttir Sjöfn Jónsdóttir Erlingur Þorsteinsson Hlín Daníelsdóttir Trausti Þorsteinsson Anna Bára Hjaltadóttir Guðfinna Þorsteinsdóttir Jens Uwe Friðriksson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Formin í náttúrunni eru í for- grunni á sýningu Sævars Karls sem opnuð verður á laugardag, en hann hefur haldið fjölda einka- sýninga frá því hann söðlaði um í lífinu, hætti kaupmennsku og byrjaði að mála. ser@frettabladid.is Sævar Karl Ólason er í óðaönn að undir- búa sýningu á myndverkum sínum í SÍM- salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík, en hún verður opnuð á laugardag – og mynd- efnið sækir hann ekki langt. „Ég mála abstrakt, fæst við formin í náttúrunni, í þetta skiptið í garðinum mínum,“ segir hann á boðskortinu sem komið er í dreifingu, en í samtali við blaðamann bætir hann því við að hann sé undir áhrifum af íslenska sumrinu, sem verki einkar sterkt á hann eftir margra ára veru úti í Þýskalandi þar sem hann hefur búið um árabil. „Sumarið á Íslandi er einstakt, dagarnir eru langir,“ segir hann á boðskortinu og vill meina að náttúran um hásumarið virðist vera önnur að morgni en að kvöldi. Heima á sumrin „Ég reyni að vera heima á Íslandi á sumr- in, enda þykir mér svo vænt um íslensku birtuna á þessum árstíma,“ segir Sævar Karl og kveðst hreinlega forðast hásum- arið á meginlandinu sem sé allt of mollu- kennt fyrir hann. Hann flutti til Þýskalands árið 2008 eftir farsælan kaupmannsferil á Íslandi um áratugaskeið, en hann rak rómaða herrafataverslun undir eigin nafni á Laugavegi og í Kringlunni þar sem hann stimplaði þýska fatamerkið Boss inn í huga landsmanna með þeim orðum að einfaldur smekkur fælist í því að velja aðeins það besta. „Ástæða þessa umsnúnings í lífi mínu má rekja til þess að ég fékk svo gott til- boð í verslun mína sem ég gat ekki hafn- að. Og þá fór ég náttúrlega að hugsa um hvað ég ætti að fara að gera,“ rifjar Sævar Karl upp og kveðst hafa spurt sig hvað hann langaði mest af öllu að gera í lífinu. „Og svarið var myndlistin,“ segir hann, alsæll með ákvörðunina. „Mig langaði að fara að njóta lífsins og vissi að það væri best að njóta þess með pensil í hendi,“ bætir hann við. Listin blundaði Listnám sitt byrjaði hann raunar miklu fyrr, í Myndlistaskólanum í Reykjavík upp úr miðjum níunda áratugnum, svo kúnstverkið hefur alltaf blundað í honum. Síðar varð hann gestanemandi við Listaháskóla Íslands um aldamótin, en röskum áratug seinna var komið að því að læra abstraktmálun úti í Þýska- landi við Kunstakademie BadReichen- hall og Kunstakademie Kolbermoor um þriggja ára skeið. „Ég hef aldrei fest mig í einni gerð málverka,“ segir Sævar Karl. „Ég er bara þeirrar gerðar að mig langar að prófa hvaðeina í myndlistinni, svo milli þess sem ég mála stórar abstraktmyndir, vinn ég minni uppstillingar og fígúrur, en ég er mjög hrifinn af mannslíkamanum og nektinni sem heillar mig sem málara. Annars er ég bara spontant málari og fylgi huganum. Núna er ég til dæmis að mála íslenska náttúru eftir að hafa farið um hálendið í sumar. Ég sé ekkert annað en fossa í huganum og þeir munu rata á léreftið,“ segir Sævar Karl að lokum, síkvikur með pensilinn á lofti. n Sævar Karl í garðinum heima Sævar Karl spurði sjálfan sig á tímamót- um í lífinu hvað hann langaði mest að gera. „Og svarið var myndlistin,“ segir hann. MYND/AÐSEND Eitt verka Sævars Karls á sýningunni, en öll verkin eru máluð í sumar. Annars er ég bara spont- ant málari og fylgi hug- anum. Kristófer Kólumbus sigldi af stað frá Palos á Suður-Spáni þennan dag árið 1492 með það að markmiði að finna vesturleiðina til Indlands en í för með honum voru þrjú lítil skip, Niña, Pinta og Santa María. Kólumbus fæddist árið 1451 í Genúa á Ítalíu og giftist hann Felipu Pere- strello á Spáni árið 1479 og eignaðist með henni einn son. Árið 1484 fór Kólumbus á stúfana til þess að finna fjármagn fyrir Atlantshafssiglingar sínar en varð lítið ágengt. Konungshjónin á Spáni, Isabella og Ferdinand, fjármögnuðu fyrstu Atlants- hafssiglingu Kólumbusar eftir að hafa neitað honum tvisvar. Kólumbus var fullur sjálfstrausts enda hafði hann ný- lega verið skipaður aðmíráll. Skipin þrjú héldu af stað frá Spáni og í stað þess að sigla vestur fyrir Azor-eyjar var siglt suður fyrir Kanaríeyjar þar sem flotinn dvaldi í mánuð. Eftir að hafa siglt um höfin í rúman mánuð kom hann loks að landi, að talið er í San Salvador. Þaðan var siglt til Kúbu og síðan til Haítí þar sem dvalið var fram í janúar og eftir erfiða heimferð kom flotinn til Spánar um miðjan mars. Kólumbus fór fjórum sinnum yfir Atlantshafið á árunum 1492 til 1504 og opnaði leið Evrópumanna að landa- fundum, nýlendustofnun og arðráni Ameríku. Hann hefur lengi verið talinn sá sem uppgötvaði Ameríku en margir halda því þó fram að Leifur heppni hafi orðið fyrri til þegar hann fór til Vínlands fimm öldum áður. n Þetta gerðist: 3. ágúst 1492 Kólumbus ýtir úr vör á Spáni Kristófer Kólumbus, landkönnuður. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.