Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 11
 Við stefnum á að tífalda framleiðsluna á næstu fimm til tíu árum en viskí er lang- tíma verkefni. Edda Rún Ragnarsdóttir, verkefna- stjóri og innanhússarkitekt hjá ERR Design, segir að miklar breytingar séu í farvatninu hjá fyrirtækinu. Hún hefur gaman af hreyfingu og öllu sem tengist hönnun. Hver eru þín helstu áhugamál? Hreyfing, stuttar og lengri göngur og að ganga á fjöll, skíði og golf. Allt sem snýr að hönnun, innanhúss, arkitektúr og myndlist. Einnig hef ég mjög gaman af að elda góðan mat og ferðast. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Think like a Monk eftir Jay Shatty, dásamleg bók sem ég leita í aftur og aftur og veitir mér innblástur í að verða besta útgáfan af sjálfri mér. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Breyta fyrirkomulaginu í fyrirtækinu mínu ERR Design. Ég mun breyta til núna í byrjun ágúst og byrja í nýrri vinnu en mun halda áfram að taka að mér verkefni í ERR Design, því ég fæ aldrei nóg af sköpunargleðinni og hönnun. Ég fór líka í nám síðasta vetur með vinnu í verkefnastjórnun í opna háskólanum í HR sem var krefjandi en skemmtilegt og ég stækkaði um nokkur númer persónulega við það. Hvaða áskoranir eru fram undan? Nýtt starf í byrjun ágúst sem ég hlakka mikið til að takast á við, kynnast og vinna með frábæru fólki að þróun, greiningu og hönnun skrifstofurýma fyrir FSRE. Ég ætla líka að halda áfram að læra og fara í samningatækni í vetur í HR sem mun nýtast mér vel í starfi og lífi. Einnig mun ég sitja minn seinni vetur í stjórn FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) þar sem mörg spenn- andi verkefni eru á borðinu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Úff, þetta er erfið spurning, eftir tíu ár verð ég leiðtogi í mínu eigin lífi og starfi og ég sé mig sem fram- kvæmdastýru. Hamingjusöm, með styrka innri ró og kröftugan lífs- förunaut mér við hlið. Dætur mínar orðnar fullorðnar og sterkar stelpur með stóra drauma og mig langar að sjá marga góða vini og stóra fjöl- skyldu í kringum mig, gleði og ferðalög. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég myndi vilja vera kokkur, mig dreymir um að reka lítið hótel við ströndina í Algarve í Portúgal, þar sem ekkert herbergi yrði eins og ég hannaði allt sjálf. Dásamlegur matur, hugleiðsla, jóga og golf. Hver er uppáhaldsborgin þín? Ég á mér tvær og lærði innanhúss- arkitektúr í þeim báðum, bjó tvö ár í Barcelona og þrjú ár í London, finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég kem til Barcelona og London. ■ Finnst hún vera komin heim þegar hún fer til London og Barcelona Handverksbrugghúsið Eim- verk er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað með það markmið að selja íslenskt viskí úr íslensku hráefni. Meðeigandi fyrirtækisins fagnar nýju regluverki er snýr að sölu frá brugghúsum en segir að þó sé langt í land svo við séum á pari við regluverk sem þekkist víða í Evrópu. magdalena@frettabladid.is Sigrún Jenný Barðadóttir, stjórnar- formaður og meðeigandi hand- verksbrugghússins Eimverks, segir að nýja regluverkið þar sem sala frá brugghúsunum var heimiluð hafi mikla þýðingu fyrir Eimverk. „Fyrst og fremst gefur þetta okkur kost á að sinna heimamarkaðnum betur. Bæði gagnvart túristum og Íslendingum. Það hefur verið bein- línis bagalegt og kjánalegt að geta ekki sinnt einfaldri þörf eins og að selja viskí, sem er oft gefið sem gjöf, eða túristum sem vilja taka með sér heim og njóta á ferðalögum,“ segir Sigrún Jenný og bætir við að ÁTVR hafi engan veginn getað sinnt svona vöruflokkum með margar sérvörur og sérútgáfur og úrval af viskíi í ÁTVR er mjög takmarkað. Aðspurð hvort hún vilji sjá f leiri breytingar segir Sigrún Jenný að svo sé og það vanti töluvert upp á að Ísland verði á pari við þróun erlendis þegar kemur að stuðningi við staðbundna framleiðslu og smá- framleiðendur. „Eitt af megin baráttumálunum sem við munum berjast fyrir á næstunni í samstarfi við Samtök handverksbrugghúsa og samtök eimingarhúsa er að fá lækkun á áfengisgjöldum fyrir smáframleið- endur, EES-samningur gerir ráð fyrir þessu og í dag nýta öll lönd Evrópu þessa heimild nema Ísland og Svíþjóð.“ Eimverk er fjölskyldufyrirtæki, stofnað með þann tilgang að fram- leiða íslenskt viskí frá grunni úr íslensku hráefni. Hugmyndin að fyrirtækinu mótaðist og fyrstu próf- anir og tilraunir hófust 2009. Fyrir- tækið var síðan formlega stofnað 2011 en vöruþróun og uppbygging verksmiðju tók þrjú ár til viðbótar. Fyrsta varan okkar, Vor Gin, kom ekki á markað fyrr en 2014 og Flóki viskí ekki fyrr en 2018. Við seljum víða í dag en okkar stærstu mark- aðir eru Þýskaland, Bandaríkin, Kína og Japan. „Eftirspurn er góð og við sjáum fram á góðan áframhaldandi vöxt. Við notum í dag um 100 tonn af íslensku byggi árlega í framleiðslu á Flóka viskí, úr því fást um 100 þús- und flöskur sem í dag eru fluttar til 25 landa.“ Sigrún bætir við að byggið sem notað er í framleiðsluna komi frá bændum á Suðurlandi. „Við leggjum mikið upp úr því að nota þetta frá- bæra íslenska hráefni, það skapar okkur sérstöðu og er grunnurinn í árangri okkar. Sennilega er Flóki viskí grænasta viskí í heimi.“ Sigrún segir að tækifæri til kynn- inga og auglýsinga séu afar snúin fyrir innlenda framleiðendur á meðan erlendir framleiðendur koma sínum skilaboðum til Íslendinga með ýmsum hætti. „Vefverslun er ekki endilega lykil- mál fyrir okkur, en það er nokkuð ljóst að taka þarf á þeim málum og jafna rétt innlendra og erlendra aðila.“ Samhliða framleiðslu hefur mót- taka gesta í verksmiðjuheimsókn verið vaxandi þáttur í rekstrinum. „Distillery visit til viskíframleið- enda er þekkt víða og eftirspurn eftir heimsóknum til okkar er sterk. Við fáum um 5.000 gesti árlega í heim- sóknina sem er einn af vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigrún segir að rekstur Eimverks hafi gengið nokkuð vel. Fyrirtækið hafi skilað hagnaði frá upphafi ef frá er talið vandræðaárið 2020 vegna Covid. Félagið hafi komist nokkuð vel í gegnum það með þeirri aðstoð sem var í boði frá yfirvöldum og viskíið náði að eldast á meðan. Spurð hvert fyrirtækið stefni segir Sigrún Jenný að stefnan sé fyrst og fremst tekin á nýja markaði. „Við erum að vaxa, fórum nýlega inn á Kínamarkað og höfum tekið þar þátt í sýningu og kynningum undanfarin ár með stuðningi Íslandsstofu. Við stefnum á að tífalda framleiðsluna á næstu fimm til tíu árum en viskí er langtímaverkefni. Við erum líka að hugsa í kynslóðum og höfum plantað eikartrjám til að geta orðið sjálf bær um eikartunnur á næstu öld.“ ■ Nýja regluverkið haft mjög mikla þýðingu Nám: BA innanhússarkitekt frá London Guildhall University, MBA frá HR, verkefnastjórnun með alþjóðlegri D-vottun frá HR og PNG frá Key Habits. Störf: Innanhússarkitekt og verkefna- stjóri hjá ERR Design. Fjölskylduhagir: Ég og dætur mínar, Eva Silfá, 13 ára og Elísa Saga, 10 ára. ■ Svipmynd Edda Rún Ragnarsdóttir Edda Rún Ragnarsdóttir segir að bókin sem hafi haft hvað mest áhrif á hana sé Think Like a Monk eftir Jay Shetty. MYND/AÐSEND Sigrún Jenný Barðadóttir segir að nýtt regluverk muni fyrst og fremst hjálpa þeim að sinna heima- markaðnum betur. MYND/AÐSEND Flóki viskí er þekktasta varan sem Eimverk selur. MYND/AÐSEND MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.