Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 21
Ég elska hvernig þau halda bæði algjörlega í gildi sín. Þau spila rokk og ról-fótbolta hérna á Íslandi og þora líka að gera það í Evrópu. Jóhann Már Helgason MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2022 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ Víkingur Reykjavík og Breiðablik hefja á morgun leik í þriðju umferð Sam- bandsdeildar UEFA. Bæði lið mæta þar ógnarsterkum and- stæðingum. Þau hafa þó áður sannað að þau geti staðið í ansi öflugum liðum utan úr Evrópu. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Annað kvöld mæta Vík- ingur Reykjavík og Breiðablik til leiks í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA. Liðin hafa staðið sig með miklum sóma það sem af er leiktíð í Evrópukeppnun- um. Andstæðingarnir eru þó ekki af lakari endanum á þessu stigi keppn- innar. Víkingur mætir pólska stór- liðinu Lech Poznan á meðan Breiða- blik mætir Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Fréttablaðið fékk Jóhann Má Helgason sparkspeking til að hita upp fyrir leikina á morgun. „Fræðilega séð ættu þau ekki að eiga séns, en ég held að þessi lið séu á þannig skriði núna, með það mikið sjálfstraust, að það er mjög erfitt að mæta þeim. Ég er hreinlega allt of bjartsýnn miðað við hvað þetta eru sterk lið,“ segir Jóhann. Hann leggur áherslu á hversu erf- iðir andstæðingar Víkinga og Blika eru. „Ég held að það átti sig ekki allir á því hversu stór lið þetta eru, hvað þau eru með ofboðslega mikla fjárhagslega yfirburði. Ég held því miður að þetta verði of stór biti fyrir þessi tvö lið, en að sama skapi veit maður aldrei.“ Basaksehir er enn á sínu undir- búningstímabili, þar sem deildin í Tyrklandi er ekki farin af stað. Pólska efsta deildin er hins vegar nýfarin að rúlla. „Það er spurning hvernig Tyrkirnir koma til okkar. Liðið þeirra er ekkert tilbúið. Þeir eiga örugglega eftir að taka inn þrjá til fimm leikmenn áður en glugg- inn lokar. Svo ég held að Blikar eigi meiri séns en Víkingur, af því Istanbul-liðið er ekki alveg tilbúið. Þeir eru náttúrlega á undirbúnings- tímabili en við á miðju tímabili. Okkar möguleikar liggja svolítið þar. Ef bestu leikmenn Blika, Ísak (Snær Þorvaldsson) og Jason (Daði Svanþórsson), eru í stuði og vörnin heldur, þá eiga þeir séns. En Vík- ingar með Lech Poznan, ég held að það verði alveg rosalega erfitt. Þetta verða spennandi einvígi en auð- vitað smá Davíð á móti Golíat,“ segir Jóhann, en tekur fram að hann hafi trú á því að bæði íslensku liðin geti gefið andstæðingum sínum verðuga mótspyrnu. Nokkrar gamlar stjörnur eru á mála hjá Basaksehir. Sú langstærsta er án efa Mesut Özil, sem er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arse- nal og Real Madrid. Þessi fyrrum þýski landsliðsmaður er kominn stutt á veg með undirbúning sinn fyrir næsta tímabil, auk þess að vera að glíma við smávægileg meiðsli. Hann verður því ekki með annað kvöld. Fleiri þekktir leikmenn, eins og Nacer Chadli, sem áður var á mála hjá Tottenham og Lucas Biglia, fyrr- um leikmaður AC Milan og Lazio, eru einnig á mála hjá Basaksehir. Jóhann hefur heillast mikið af framgöngu Víkings og Breiðabliks í Evrópukeppnunum í ár. „Ég elska það hvernig þau halda bæði algjör- lega í gildi sín. Þau spila rokk og ról- fótbolta hérna á Íslandi og þau þora að gera það líka í Evrópu, eins og Víkingar á móti Malmö.“ Víkingur tapaði naumlega gegn sænska stór- liðinu. „Það að þora að fara á móti svona stóru liði sýnir svo mikið hugrekki, líka að geta framkvæmt þá leikáætlun á þessi lið, án þess að vera tekin í bakaríið, það heillar mig mikið. Þessi fótbolti, sem Arnar annars vegar og Óskar Hrafn hins vegar eru að spila, að íslensk lið geti framkvæmt þetta á þessu stigi, það er of boðslega aðdáunarvert og í raun svolítið merkilegt. Miðað við hvað við erum fjárhagslega veikburða miðað við þessi lið, að við getum spilað þennan kampa- vínsfótbolta á móti þessum sterku liðum, mér finnst það frábært. Þau eru búin að vera ótrúlega góð fyrirmynd fyrir íslensk lið í Evr- ópu. Maður vonar að fleiri lið fylgi í kjölfarið, þori að halda í boltann og sækja á mörgum leikmönnum þegar tækifæri gefast.“ Þó svo að Jóhann haldi að Lech Poznan og Basaksehir verði of stór- ir bitar fyrir íslensku liðin nú hefur hann trú á að íslenskt lið komist í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á næstu árum. „Ég vonast til þess, ef við höldum áfram að taka þessi framfaraskref, að við náum þessu á næstu þremur til fjórum árum, að fara alla leið. En við þurfum auð- vitað að vera heppin með dráttinn, lenda á réttum stað.“ Jóhann telur mikla möguleika felast í Sambandsdeildinni fyrir íslensk félög. „Sambandsdeildin var algjör snilld fyrir okkur á Íslandi. Það sýndi sig í fyrra að það var ekki neinn brjálæðislegur munur á henni og Evrópudeildinni. Að sjá Jose Mourinho fella tárin með Roma (sem varð meistari í fyrra), þetta er alvöru Evrópukeppni. Ef við horfum líka á þessar fjárhæðir sem Víkingar og Blikar eru búin að taka úr Evrópukeppninni í ár. Þetta er peningur sem er fáránlega gott fyrir íslenska fótboltahagkerfið að fá inn.“ n Andstæðingarnir risastórir en vonin er til staðar Leikmenn Víkings Reykjavíkur mæta Lech Poznan annað kvöld. Hér fagna þeir marki í Evrópuleik á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FRÉTTAVAKTIN KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA Fréttavaktin býðum landsmönnum upp á fjölbreytta fréttaumfjöllun í opinni dagskrá. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti að ræða helstu mál líðandi stundar. Fréttavaktin er á dagskrá alla virka daga á Hringbraut og frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.