Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 19
Lýðræði og mannrétt- indi voru bókstaflega strikuð út eftir að þessi misheppnaða bylting misheppnaðist. Eftir að hafa vonandi náð að kúpla okkur frá vinnunni og öllu sem henni fylgir í nokkrar vikur er komið að alvöru lífsins enn og aftur. Þessa dagana snýr stór hluti vinnandi fólks hér á landi aftur til starfa og þó að margir hlakki til að komast aftur í sína rútínu þá getur þetta verið stærra skref fyrir aðra. Kannski var búið að vera mikið álag fyrir fríið og þér vex í augum að takast á við verkefnin á nýjan leik. Hvað getum við gert til að endurkoman í vinnuna verði sem ánægjulegust? Farðu rólega af stað og stilltu verk- efnum þannig upp að þú drekkir þér ekki á fyrsta degi. Það getur verið gott að byrja ekki á mánu- degi ef þú hefur verið í lengra fríi. Gefðu þér tíma til að lenda. Byrjaðu á verkefnum dagsins og því sem fyrir liggur, þú átt eftir að ná utan um önnur verkefni smátt og smátt. Svaraðu nýjustu póstunum fyrst því annars gætir þú misst af svörum annarra við eldri póstum og farið að eyða tíma í að leysa mál sem aðrir hafa þegar náð að leysa. Leyfðu þér smá dekur s.s. að kaupa þér góðan kaffibolla á leiðinni í vinnuna eða farðu í göngutúr í hádeginu með skemmtilegum vinnufélaga sem þú hefur saknað. Skipuleggðu eitthvað skemmtilegt eftir fyrsta vinnudag- inn svo þú getir hlakkað til. Hvað geta stjórnendur gert? Stjórnendur geta stuðlað að því að starfsfólk haldi lengur „hleðslunni“ sem náðist í sumarleyfinu með því að: Taka vel á móti starfsfólki og gera því kleift að halda rólega af stað eftir fríið sé þess nokkur kostur verk- efnalega séð. Þetta getur til dæmis falist í því að gefa starfsfólki færi á að fara yfir póst og eldri óafgreidd mál áður en dagleg rútína hefst með fullum þunga. Leyfa heima- vinnu fyrsta daginn ef hægt er til að hjálpa viðkomandi að komast í gang aftur án þess að fara beint í sama farið ef mikil streita var í gangi fyrir fríið. Sýna þolinmæði fyrir minni af köstum fyrsta daginn/fyrstu dagana til að tryggja rólega endur- komu og áframhaldandi meiri orku eftir gott frí. Það er allra hagur að við náum að halda því orkustigi sem von- andi náðist í fríinu, þannig getum við bæði komið í veg fyrir streitu og aukið afköst. Á forvarnarvefsíðu VIRK, www.velvirk.is, má síðan finna ótal ráð til að stuðla að vel- líðan í starfi. n Er sumarleyfið að klárast og vinnan bíður? Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri for- varna hjá VIRK Laugardaginn 16. júlí birtist í Fréttablaðinu grein eftir Mevlüt Çavuşoğlu sem hefur verið utan- ríkisráðherra Tyrklands undanfarin sjö ár. Hann er nánasti samstarfs- maður Erdogans, forseta Tyrklands, og því í innsta hring stjórnare- lítunnar í því landi. Þar var reynd bylting fyrir réttum sex árum sem tókst ekki og síðan hefur Erdogan byggt upp einræðisríki þar sem mannréttindum og lýðræði hefur verið ýtt til hliðar að verulegu leyti. Ástand mannréttindamála í Tyrk- landi verður að teljast mjög ábóta- vant sem lesa má í fréttum fjölmiðla sem og  á internetinu. Grein utanríkisráðherrans nefn- ist: „Hryðjuverkastarfsemi ekki háð þjóðerni eða trú“ og er birt á mjög áberandi stað í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Það verður að segja sem er að greinin er rituð á nokkuð góðri íslensku þannig að utanríkisráðherrann hefur notið góðrar aðstoðar einhvers huldu- manns voð að koma hugsunum sínum til skila á okkar tungumáli. Íslenskan hefur reynst mörgum útlendingum býsna erfið að ná góðum tökum á. Fróðlegt væri að vita betur um þennan þátt og hvaða aðili hafi komið þar við sögu. Utanríkisráðherra Tyrklands er 54 ára að aldri, sagður vera vel menntaður sem sótti sína menntun til BNA þar sem hann lauk námi við Long Island-háskólann í New York. Um hríð starfaði hann í Evrópuráð- inu þar sem hann gegndi um hríð mjög háttsettu embætti. Sjá nánar: https://en.wikipedia.org//wiki/ Mevlüt_Çavuşoğlu Í grein tyrkneska utanríkisráð- herrans er sitthvað býsna einkenni- legt og jafnvel undarlegt þar sem margt er fullyrt sem ekki er alveg sannleikanum samkvæmt. Þannig er reynt að færa rök fyrir og réttlæta þjóðarmorð á Kúrdum. Stórfelldar herferðir á hendur þeim hafa tyrk- nesk yfirvöld komist upp með frá upphafi 20. aldar sem ekki virðast taka neinn enda. Kúrdar eru stærsta þjóðarbrotið innan landamæra Tyrklands og eru þeir taldir vera um 20% ríkisborgara landsins. Þeir eru þekktir fyrir að vera baráttuglaðir og láta ekki sinn hlut auðveldlega eftir. En þeir eru réttsýnir og hafa oft sýnt frumkvæði sem vafist hefur fyrir öðrum, samanber þátt þeirra í að steypa einræðisherranum Sad- dam Hussein af stóli í Írak á sínum tíma. Hér er eitt sýnishorn úr grein utanríkisráðherrans þar sem hann víkur að byltingartilrauninni 2016 í Tyrklandi: „Hefði valdaránstilraun- in tekist væri Tyrkland gerólíkt því sem nú er. Lýðræði hefði þá heyrt sögunni til og grundvallarmann- réttindi hefðu verið afnumin um óákveðinn tíma. Þjóðin hefði fallið í hendur ríkisstjórnar öfgamanna.“ Þarna er ýmsu snúið við. Lýðræði og mannréttindi voru bókstaf- lega strikuð út eftir að þessi mis- heppnaða bylting misheppnaðist. Varð tilefnið fyrir stjórn Erdogans að þrengja verulega að mann- réttindum f lestra landsmanna. Embættismenn eins og dómarar og kennarar sem stjórnin treysti ekki voru flæmdir burt úr störfum sínum, þúsundir handteknar og innleidd var ógnarstjórn sem enn virðist vera í landinu. Er þetta skiln- ingur vel menntaðs embættismanns sem skrifar í íslenskan fjölmiðil um framkvæmd lýðræðis í sínu heima- landi? Ég virði rétt utanríkisráðherra Tyrklands að setja fram skoð- anir sínar, jafnvel í íslenskum fjöl- miðli. En ég leyfi mér jafnframt að hafa þann rétt að fordæma þessi umdeildu sjónarmið hans enda eru þau byggð meira og minna á aug- ljósum blekkingum og til að afvega- leiða sannleikann sér í hag. n Athugasemdir við grein tyrkneska utanríkisráðherrans Guðjón Jensson eldri borgari, leiðsögumaður og tómstundablaða- maður í Mos- fellsbæ Það er allra hagur að við náum að halda því orkustigi sem vonandi náðist í fríinu, þannig getum við bæði komið í veg fyrir streitu og aukið afköst. Taktu blaðið með í fríið Blaðið með bollanum Fréttablaðs-appið gerir þér kleift að lesa blað dagsins í snjalltækinu þínu, þegar þér hentar. Opnaðu myndavélina á snjalltækinu og skannaðu QR kóðann Sæktu appið MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.