Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 14
Allavega botnum við hjónin alls ekki í þeim graut sem er aðferðafræði hæstvirts Alþingis við þessar ákvarðanir, enda ekki til þess ætlast. Né leyndi hún því að Brexit væri kveikjan að umsókn- inni – hún var alveg við það að missa stóran hluta rétt- inda sinna til ferða og dvalar innan Schengen- svæðisins, Ísland þar- meðtalið. Guð gefur og Guð tekur. Þegar á fólki dynur óhamingja, áfall eða hörmung spyr það gjarnan „Hvers vegna gerist svona lagað?“ Í alda­ raðir hefur svarið sem trúarbrögð benda á verið að Guð gefi og Guð taki. Maður á að sætta sig við þá skýringu og ekki velta þessu fyrir sér frekar, sama hversu handa­ hófskennt eldingunni lýstur niður. Leiðir Guðs eru dularfullar. Maður á að dýrka Guð, og kannski óttast líka. Guð „er á himnum“ eða „er alls staðar“, er almætti sem elskar okkur eða er miskunnarsamt eftir því hvað trúarkenningin segir til um. Það er hvorki í boði að banka upp á og ræða málin við Guð né er hægt að hringja heldur. Hægt er að ímynda sér einhliða samtal sem kallað er bæn – en Guð hefur hvorki heimilisfang né símanúmer. Kona nokkur sem heitir Marg­ aret, almennt kölluð Margrét meðal Íslendinga, hefur undanfarið upp­ lifað þetta miðaldafyrirbæri í raunheiminum. Hún er skosk, á áttræðisaldri, fagnar brátt 52 ára brúðkaupsafmæli með íslenskum eiginmanni sínum. Hann er uppal­ inn á Íslandi, gekk í skóla hér á landi allar götur til útskriftar frá Mennta­ skólanum að Laugarvatni og saman eiga þau tvo syni hvort sínum megin við fertugt sem hafa verið skráðir Íslendingar frá blautu barnsbeini. Þau kynntust þegar hann var við nám í Skotlandi fyrir óralöngu. Í september 2019 ákvað Margrét að sækja um íslenskan ríkisborgara­ rétt. Hún sótti um hjá Alþingi því hún talar ekki íslensku, en reglum samkvæmt var umsóknin lögð inn hjá Útlendingastofnun, öll sam­ skipti eiga að fara fram í gegnum hana. Í umsókninni fór Margrét ekkert leynt með að hún tali ekki málið. Hún leyndi því heldur ekki að hingað til hafði hún búið erlendis með manni sínum. Né leyndi hún því að Brexit væri kveikjan að umsókninni – hún var alveg við það að missa stóran hluta réttinda sinna til ferða og dvalar innan Schengen­ svæðisins, Ísland þar með talið. Hún mundi standa hvað það varðar miklu verr að vígi en íslenskur eigin­ maðurinn og synirnir tveir – hún yrði utangátta. Á útlensku er talað um fæðingarslysið sem visst hugtak – það er jú tilviljunarkennt í hvaða lífskringumstæður hver og einn fæðist. Hennar slys var að fæðast í breskt ríkisfang og lenda því í þeirri vitleysu sem Brexit veldur henni. Hún er Breti. Frá því er skemmst að segja að það kom að því að tilkynning var gefin út og við það tækifæri fengu hinir og þessir umsækjendur íslenskan ríkis­ borgararétt og, virkilega innilega, samgladdist Margrét. En hún fékk hins vegar synjun. Eins og fyrir fram var vitað, gaf Alþingi enga skýringu á ákvörðuninni. Auðvitað fóru strax af stað vanga­ velturnar um hvers vegna Margrét væri útilokuð. Gat það verið vegna aldurs, að Alþingi fyndist ekki taka því að veita réttinn einhverjum sem á frekar stutt eftir, eða vegna þess að hún er kona? Nei, það gat ekki verið, ekki síst vegna þess að það kom fyrir ekki svo löngu í fréttum að konu, sem fyrir áratugum hafði skilað sínum íslenska borgararétti þegar hún f lutti af landinu, var veittur hann aftur og sú var á níræðisaldri. Hún var því að líkindum komin nær gröfinni en Margrét er nú. Henni var reyndar, að sögn, gert að f lytjast búferlum til Íslands í eitt ár til þess að umsóknin næði í gegn. Flestir þeirra sem ræddu málið við Mar­ gréti og aðra töldu að búsetan væri mergurinn málsins. Nú, Margrét gerðist svo búsett á Íslandi í árslok 2020, nokkrum klukkustundum áður en Brexit gleypti hana. En svo örfáum vikum seinna gerðist nokkuð ansi merki­ legt. Tilkynnt var að manni, sem aldrei hefur verið búsettur á Íslandi né á hann nokkur fjölskyldutengsl á Íslandi, væri veittur íslenskur borgararéttur. Sem sagt, búseta skiptir nákvæmlega engu máli. Maðurinn hafði samkvæmt fréttum og frásögnum tekið sig til og, ásamt vinum sínum, skroppið á Austur­ völl og bankað upp á hjá Alþingi og sagst vilja verða Íslendingur. Hann fékk rausnarlegar móttökur, fékk leiðsögn þingmanns um húsið og mynd er að finna af honum í þingsal við þetta tækifæri. Þingmanninum leist vel á sveininn og kom á óvart að hann virtist vita hitt og þetta um Ísland. Sem sagt, í fyllingu tímans varð þessum Breta að ósk sinni og hann er nú Íslendingur. Stórkost­ legt, þetta gat bara ekki verið auð­ veldara – Margrét óskar honum sannarlega til hamingju. Þau vildu bæði f lýja Brexit­ áhrifin og honum tókst það en ekki henni. Margrét mundi aldrei lýsa sér öðruvísi en sem venjulegri manneskju, með öllu óþekktri nema meðal fólks í næsta umhverfi. Nýi Íslendingurinn nýtur hins vegar vissrar heimsfrægðar og telst nokkuð örugglega meðal fólks sem er betur stætt en meirihlutinn. Að fá ferða­, dvalar­ og umsvifafrelsi innan Schengen, af því tagi sem nú er útilokað Bretum, skiptir hann ótvírætt miklu meira máli en Margréti. Í hans tilfelli kemur það ekki bara fram í fyrirhafnar­ litlu viðskiptafrelsi (ímyndið ykkur alla pappírsvinnuna sem sparast) heldur ekki síður í peningum. Margrét fór að velta fyrir sér annarri umsókn um ríkisborgara­ réttinn. Hún gat ekki ímyndað sér að þingmaður tæki á móti henni á Austurvelli. Kæmist hún yfirleitt inn fyrir þröskuldinn mundi hún líklegast ekki hafa erindi sem erf­ iði. Svar við fyrirspurn um hvaða gögn þyrftu að fylgja umsókninni dróst en fékkst um síðir. Hún skyldi sýna fram á að tekjur næðu vissu lágmarki, annars ekkert nýtt. Ný umsókn með þessu var lögð inn í lok september á liðnu ári. Þá ákvað háttvirtur ráðherra að stokka svolítið upp í kerfinu. Hann lýsti því yfir að framvegis yrðu allar umsóknir um ríkisborgararétt afgreiddar í þeirri röð sem þær bær­ ust, umsóknir til Alþingis mundu ekki hafa sína sérmeðferð því borið hafi á að fólk væri að óþörfu að fara Alþingisleiðina til að koma sér fram fyrir almennu leiðina. Sumir þingmenn reiddust yfir þessari íhlutun ráðherrans. Margrét hafði vissa samúð með og skilning á mál­ staðnum – sanngirni skal viðhaldið. Fyrir bragðið var næsta veiting rík­ isborgararéttar ekki tilkynnt fyrr en snemma í apríl þessa árs. Mar­ grét var ekki á lista nýrra Íslendinga og um sinn beið hún eftir fréttum. Nokkru seinna (22.4. 22) fékkst svo sú frétt með fyrirspurn í síma að umsókn hennar væri í vinnslu. Næsta tilkynning Alþingis eftir það, um veitingu ríkisborgararéttar, barst svo um miðjan júní og enn var Margrét ekki á listanum. Í þetta skiptið veitti Alþingi ríkisborgara­ rétt manni, sem Útlendingastofnun hafði neitað um dvalarleyfi. Aftur samgladdist Margrét nýjum Íslend­ ingi. En þetta skýrði enn betur hvað skiptir máli, eða öllu heldur hvað ekki. Alþingi eitt ákveður og and­ staða Útlendingastofnunar skiptir jafnvel ekki máli, tekjur ekki heldur. Þessi maður var hælisleitandi, mátti ekki vinna hér og hefur þar af leið­ andi að líkindum ekki haft neinar tekjur nema ef vera skyldi ein­ hverja matar­ og húsnæðispeninga frá hinu opinbera til þess að halda í honum líftórunni þangað til hann yrði fluttur úr landi. Við fyrirspurn í síma tilkynn­ ingardaginn í júní (16.6. 22) og síðan viku seinna (22.6. 22) fékkst það svar að enn væri umsókn Margrétar í vinnslu. Fyrirspurn til Alþingis um hvernig innlagnardagur umsókna hafi farið saman við afgreiðslu á og svör við þeim uppskar svar þess efnis að öllum umsóknum sem bárust fyrir 1. október sl. árs hafi verið svarað í apríl, að þær sem voru afgreiddar í júní hafi borist eftir það. Að auki að þeim sem var synjað hafi verið sent bréf þess efnis við sama/sömu tækifæri. Aftur var spurst fyrir um í síma (8.7. 22) hvað væri að frétta af umsókn Margrétar. Svarið var að Alþingi væri að undirbúa svarbréf sem sent yrði í pósti, að það yrði gefið út þegar viðkomandi lög um júnílistann tækju gildi, sem sagt eftir 10. júlí. Væri það þá synjun var spurt frekar – að öllum líkindum var svarið. Þegar svo enn seinna var spurt í síma (11.7. 22) um hver staðan væri var skyndilega komið allt annað hljóð í strokkinn. Eftir óvenju fát­ kennd viðbrögð í fyrstu var svarið loks að bréf um synjun hafi verið sent frá Alþingi í apríl sl. Kötturinn er að leika sér að músinni. Nú í byrjun ágústmánaðar er meint synjunarbréf Alþingis frá apríl enn ókomið. Svör Útlend­ ingastofnunar við fyrirspurnum um hvernig þriðja umsóknin skuli útbúin eru misvísandi og óskýr. Þau má skilja þannig að málið sé komið í öngstræti og að viss endurtugga sé fram undan. Það stefnir í „Ground­ hog Day“ og kötturinn hefur greini­ lega yfirhöndina í leiknum. Þegar á reyndi sagði Útlendingastofnun að þau geti ekki veitt neinar upplýs­ ingar um hverra gagna sé þörf við þriðju umsókn. Nú sem aldrei fyrr spyr Margrét hvað ráði þessum hörmungum. Þeir sem þekkja til vita mæta vel hversu auðvelt er að finna Eng­ lendinga sem leggja fæð á Skota. Hún spyr sig: Gæti verið að þetta sé einfaldlega vegna þess að hún sé Skoti? Allavega botnum við hjónin alls ekki í þeim graut sem er aðferðafræði hæstvirts Alþingis við þessar ákvarðanir, enda ekki til þess ætlast. Ég sem hingað til stoltur Íslendingur er gáttaður á að Ísland búi yfir svona ásýnd. Hvaða til­ gangi þjónar svona meðferð á fólki, er ekki algjör óþarfi að hauga lítils­ virðingu og niðurlægingu stöðugt á sömu manneskjuna? Hagnast ein­ hver á þessu og þá á hvaða sjúklega hátt? Það er fnykur af þessu. Væri ekki fallegra að einfaldlega benda á eitthvað eða allt af eftirfarandi: Hún heitir Margaret, er skosk, er gömul, hefur í 52 ár átt sama íslenska eigin­ manninn sem heitir Karl, á með honum tvo íslenska syni, er ekki málamanneskja, hefur búið mest­ megnis erlendis, er ekki fræg, er ekki auðug, hefur ekki verið neitað um dvalarleyfi, er ekki þolandi ofbeldis né mansals – eða bara eitthvað sem hentar – og segja einfaldlega við hana „Við viljum þig ekki“? Alþingi er bæði með heimilisfang og símanúmer og Alþingi saman­ stendur af fólki skipuðu í störfin af landsmönnum. Er það dularfullur vilji þjóðarinnar sem er að koma fram í gjörðum Alþingis? Eins og á miðöldum og þar áður er okkar ekki að spyrja þó að maður freistist til þess. Alþingi gætir Íslands og Íslendinga, er æðsta valdið. Bera skal virðingu fyrir Alþingi. Alþingi veitir og Alþingi synjar. n Eru Skotar óalandi hyski ? Karl Ingvar Mooney borgari á eftir­ launum 14 Skoðun 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.