Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.08.2022, Blaðsíða 2
Borð fyrir einn „Ha? Er ekki mávastell?“ gæti hann verið að hugsa fuglinn sem bauð sjálfum sér í mat á útiveitingastað við Austurvöll í gær. Það hafa kannski ekki verið kjöraðstæður í sumar í borginni til að sitja úti og nú spáir Veðurstofan að næstu daga verði hiti á bilinu tíu til þrettán gráður og að á skiptist skin og skúrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árni Tryggvason vildi upplifa skjálftana beint í æð og skellti því upp tjaldi hátt í hlíðum Grænudyngju þar sem fjörið var mikið. Hann svaf ágæt- lega og uppgötvaði margar nýjar sprungur og jarðföll við Grænavatnsegg. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta var fín nótt. Maður fann titringinn öðru hverju en ég hef upplifað ýmislegt á fjöll- um með allskonar fárviðrum sem hafa skekið tjaldið. Þá sefur maður miklu verr,“ segir Árni Tryggvason, sem var ekki á þeim buxunum að missa af skjálftafjöri næturinnar og vippaði sér með tjald og búnað upp Grænudyngju þar sem hann lagðist til hvílu – ef hvílu skyldi kalla. Margir komu þreyttir til vinnu í gær eftir skjálftanótt á Reykjanes- skaga þar sem fjölmargir skjálftar mældust, sá stærsti fimm á Richter. Jörðin lék á reiðiskjálfi við Reykja- nesið en 18 skjálftar mældust yfir þrír á Richter samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar. Árni hafði það þó fínt og kom sér fyrir á öruggum stað með fallegu útsýni yfir borgina. „Eflaust eru ein- hverjir sem fussa og sveia yfir þessu en við eigum bara þetta eina líf,“ segir hann. „Ég vissi að ekkert væri að fara að hrynja á mig eða yfir mig. Ég var ekkert beint undir klettum, með gott rými á milli og með fallegu útsýni yfir borgina. Þetta er gríðar- lega heillandi staður og mikið ævin- týralandslag.“ Hann segir að svæðið í hlíðum Grænudyngju sé vanmetið svæði en eini ókosturinn sé að þar sé engin lækjarspræna og því þurfi að ferja vatn í bakpokanum. „Þetta er staður sem ég gekk um fyrir mörgum árum þegar mátti veiða rjúpu þarna og hugsaði með sjálfum mér að þarna væri gaman að prófa að tjalda. Svo var þessi helgi komin og ég í bænum og ákvað að drífa mig af stað.“ Hann segir það ákveðna spennu að fara um svæðið og það sé ein- stakt að upplifa jarðskjálftana í svona mikilli nálægð. „Ég settist eitt sinn á stein til að kasta mæðinni og þá kom góður kippur og steinninn sem ég sat á vaggaði eins og bátur. Það var frábær stund. Maður heyrir stóru skjálftana koma. Það heyrast drunur í klettun- um og þá hugsar maður að einn stór sé að koma sem gerist svo tveimur sekúndum síðar,“ segir Árni. n Svaf vel í tjaldi skammt frá upptökum jarðskjálftanna Mynd sem Árni tók í sólarlaginu þegar sólin gyllti Fíflavallaháls, sem er fjalls- hryggurinn á milli Sveifluháls og Grænudyngju. MYND/ÁRNI TRYGGVASON Þegar Árni gekk til baka fór hann lengri leið heim og fór að Græna- vatnseggjum þar sem hann sá nýjar sprungur og sums staðar jarðfall, þar sem jörðin hafði gleypt örlítinn hluta af sjálfri sér. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið ragnarjon@frettabladid.is TAÍVAN Nancy Pelosi, forseti Banda- ríkjaþings lenti í Taívan í gær ásamt föruneyti sínu en þetta er fyrsta formlega heimsókn Bandaríkjanna þangað í 25 ár. Bandaríski hópurinn lenti á Songshan-flugvelli í miðborg Taípei en Joseph Wu, utanríkisráð- herra Taívan tók á móti þeim. „Heimsókn sendinefndar okkar til Taívan heiðrar þá skuldbindingu Bandaríkjanna að styðja við lýðræði í landinu“ sagði Pelosi í tilkynningu stuttu eftir lendingu. Heimsóknin hefur reitt Kínverja til mikillar reiði en Kína viðurkenn- ir ekki sjálfstæði Taívan. Aðeins þrettán ríki á heimsvísu viðurkenna sjálfstæði landsins og er Ísland ekki þar á meðal. Ísland hefur síðan 1997 viðurkennt yfirlýsingu Kínverja um að Taívan sé óaðskiljanlegur hluti af landsvæði Alþýðulýðveldis Kína. n Kínverjar eru æfir vegna heimsóknar Nancy Pelosi, forseti Bandaríkja- þings, ásamt Joseph Wu, utanríkis- ráðherra Taiwan. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA gar@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ Verulegar líkur eru nú sagðar á eldgosi í kringum Fagra- dalsfjall á næstu dögum eða vikum. „Niðurstöður af lögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradals- fjalli liggi mjög grunnt eða í kring- um 1 kílómetra undir yfirborðinu,“ sagði Veðurstofan síðdegis í gær. „Allt viðbragð á Suðurnesjum er reiðubúið til að takast á við eldgos,“ sögðu Almannavarnir í gær. „Ef við skoðum þessa aflögunar- mynd sem þeir gefa út þá er hún mjög svipuð þeirri sem kom út rétt fyrir síðasta gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldf jallaf ræðingur. „Þannig að það getur vel verið að atburðir síðasta árs séu að fara að endurtaka sig.“ Á síðu Almannavarna er leiðbeint um viðbrögð vegna jarðskjálfta. „Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að halda ró sinni, krjúpa, skýla höfði og halda sér. Mörg slys í kjölfar jarð- skjálfta verða þegar fólk hleypur um eða út úr byggingum. Ef hlaupið er um í óðagoti aukast líkurnar á því að verða fyrir hlutum sem falla úr hillum eða af veggjum og þess hátt- ar og oft er erfitt að halda jafnvægi. Glerbrot geta verið á gólfum ásamt ótal munum sem geta valdið slysi,“ segja Almannavarnir. n Ekki hlaupa um í óðagoti í jarðskjálfta Á gosslóðum í Geldingadölum. 2 Fréttir 3. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.