Rit Mógilsár - 2021, Page 5

Rit Mógilsár - 2021, Page 5
Rit Mógilsár 5 Veruleg hlunnindi voru laxveiðiréttindi eða önnur gæði sem skila umtalsverðum tekjum. Veiðivötn eða ár með minni háttar silungsveiði, reki, varp eða önnur hlunnindi sem skila óljósum eða litlum tekjum voru ekki talin veruleg hlunnindi. Vísitala neysluverðs án húsnæðis, grunnur frá 1981, var sótt á vef Hagstofu Íslands4. Vísitalan var notuð til að færa allt verð til verðlags í ágúst 2019. Landstærð (hektarar) var deilt í landverð og þannig reiknað hektara verð fyrir allar landeignir. Hektaraverð og land stærð var breytilegt og breytileikinn óx með hækkandi verði5. Tekinn var náttúrulegur lógri6 af öllum gildum til að hemja breytileikann og gera gögnin línuleg7. Til að kanna verðmun milli ára og áhrif fjarlægðar frá Reykjavík og landstærðar á landverð var gerð fervikagreining á lógragildum af hektaraverði eftir árum8 með fjarlægð frá Reykjavík og lógragildum af landstærð sem skýringabreytum9. Mismunur vegins meðalverðs10 milli áranna 1997 og 2019 var notaður til að meta raunverðshækkun á tímabilinu. Árleg raunverðshækkun r var reiknuð: r = ln(verð 2019/verð 1997)/22 ár. Verðlíkan Gögn um eyðijarðir án nýtilegra bygginga11 og hús- lausar landspildur voru notuð við gerð landverðs- líkans. Við greininguna voru gögn fyrir árin 2011, 2014 og 2019 sameinuð, því meðalverð árin 2011 og 2014 vék ekki marktækt (p = 0,05) frá meðalverði ársins 2019. Lógragildi af hektaraverði og lógragildi af landstærð voru felld að línulegu falli (jafna 1) og annars stigs margliðu (jafna 2): (2) (1) P er ásett verð (kr.) lands af flatarmáli A (ha), a, b og c (jafna 2) eru fastar, ln() er náttúrulegur lógri af stærðinni innan sviga og ε er óskýrður breytileiki. Fastinn a er hektaraverð (kr. á ha) án áhrifa land- stærðar, b er áhrif landstærðar á hektaraverð og c í jöfnu 2 er viðbótaráhrif vaxandi landstærðar á land- verð. Jafna 1 og 2 voru notaðar til að reikna hektara- verð fyrir allar jarðeignir í gagnagrunninum. Föstum í jöfnu 1 var endurraðað til að fá jöfnu hektaraverðs (jafna 3)12: Fyrir 150 póstnúmer var skráð vegalend milli póst- húss í viðkomandi póstnúmeri og Lækjartorgs í ( )Ab A Pa lnln −= (3) Reykja vík. Til að áætla vegalengd að ótilgreindum stað innan póstnúmerssvæðisins var 15 km bætt við fjar lægð pósthúss frá Reykjavík. Þessi fjarlægð var skráð fyrir allar jarðeignir í gagnagrunninum. Í gagnagrunn Þjóðskrár13 voru sótt gögn fyrir árin 1981 til 2019 um fermetraverð einbýlishúsa í 39 póstnúmers svæðum14. Einbýli var valið því fjölbýli er óalgengt víða á landsbyggðinni. Fyrir árin 2011-2019 var reiknað meðalfermetraverð fyrir öll póstnúmer og meðal verð fyrir landið allt. Hlutfallslegt fasteignaverð var reiknað með því að deila landsmeðaltalinu í meðaltal eigna í hverju póst númeri (Viðauki 1). Þar sem fermetraverð vant- aði í gögnum Þjóðskrár var verðhlutfallið metið út frá næstu svæðum eða metið með samanburði við svæði með svipaða efnahagslega stöðu. Reiknað hektaraverð fyrir landeignir samkvæmt jöfnu 2 var fellt að vegalengd frá Lækjartorgi með línulegu aðhvarfi og lógra af landstærð (jafna 4): 4 https://www.hagstofa.is/ 5 Í tölfræði nefnt „heteroscedastic variance“. 6 Lógri er einnig nefnt lógaritmi og er hugtak í stærðfræði. Náttúrulegur lógri er táknaður með ln. 7 Um þessa aðferð sjá t.d. Jónsson & Snorrason 2018. 8 Flokkunarbreyta „main effect“ í fervikagreiningu. 9 Skýringabreytur „covariate“ í fervikagreiningu. 10 Á verðlagi í ágúst 2019. 11 Allar byggingar mjög gamlar og með lágu fasteignamati. 12 Reiknað a-gildi var með óskýrðum breytileika a+ε 13 https://www.skra.is/ 14 Sjá töflu 2 í viðauka 1. 15 Meðalfermetraverð á svæðinu deilt með landsmeðaltali. ε+++= kHgKda (4) Hektaraverð lands (a) er samkvæmt jöfnu 2, K er fjarlægð eftir aðalleiðum til staðar 15 km frá póst- stöð í póstnúmeri jarðarinnar, H er hlutfallstala meðal fermetraverðs fasteigna í póstnúmerssvæði árin 2011-201915, d, g og k eru fastar sem fundnir eru með aðfallsgreiningunni og ε er óskýrður breytileiki. Jöfnum 1 og 2 var snúið úr lógraformi og föstum endur raðað þannig að jöfnurnar gæfu verð alls lands ins (jarðar). Útkoman fyrir jöfnu 1 er jafna 5 og fyrir jöfnu 2 er jafna 6:

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.