Rit Mógilsár - 2021, Page 8

Rit Mógilsár - 2021, Page 8
8 Rit Mógilsár og gögn frá 2011, 2014 og 2019 sameinuð í eitt þýði og færð að almennu verðlagi í ágúst 2019. Þetta var gert vegna raunhækkunar á landverði umfram almennt verðlag milli eldri og yngri gagnanna. Bæði Landverð Hektaraverð (ln(P/A))24 skýrðist af landstærð (ln(A))25 og vegalengd eftir aðalleiðum (km) frá Lækjar torgi (K)26. Að teknu tilliti til fjarlægðar og land stærðar var landverð mishátt frá ári til árs27. Það var ekki marktækur verðmunur milli áranna 1997 og 199928 eða áranna 2011 og 201929. Landverð hækkaði mark- tækt milli áranna 1999 og 2011 en hélst að því er virðist tiltölulega stöðugt eftir 201130. Engu að síður var veik vísbending um verðhækkun milli áranna 2014 og 201931, sem gaf til kynna verðdal milli áranna 2011 og 2019 (1. mynd). Fram til ársins 2004 og frá 2014 virðist landverð á föstu almennu verðlagi í ágúst 201932 fylgja breyt- ingum á vergri landsframleiðslu33. Að teknu tilliti til almennra verðbreytinga hækkaði landverð frá 1997 til 2019 að raungildi um 3,4% á ári eða liðlega tvö- faldaðist (2,1 x) á þessu 22 ára tímabili. Verðið virðist á þessu tímabili fylgja í megindráttum langtíma- breytingum vergrar landsframleiðslu (1. mynd). Land - verð hækk aði mikið í fasteigna bólu sem hófst 2004 og áhrifa hennar á ásett verð gætti fram yfir 2011 (1. mynd). Verðlíkan Við gerð landverðslíkans til að áætla hektaraverð lands á Íslandi var gögnum frá 1997 og 1999 sleppt34 0 200 400 600 800 1.000 1.200 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 H ek ta ra ve rð (1 .0 00 k r. á h ek ta ra ) Almanaksár 1. mynd. Vegið meðalhektaraverð árin 1997, 1999, 2011, 2014 og 2019 (í þúsundum kr. á hektara) á verðlagi í ágúst 2019 (grænir punktar). Breytingar vergrar landsframleiðslu frá 1989 (brún heil lína, heimild: https://www.hagstofa.is/, sótt 27.9.2019). Landverðsvísitala KB-Banka árin 1988 til 2005 (græn brotalína, heimild: frétt á heimasíðu bankans sótt 19.10.2005 en heimasíðan er nú óvirk), vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu færð að verðlagi í ágúst 2019 með vísitölu neysluverðs án húsnæðis (blá heil lína, https://www.skra.is/ og https://www.hagstofa.is/, sótt 23.10.2020), vísitala íbúðaverðs á föstu verðlagi í ágúst 2019 hliðrað um þrjú ár (blá brotalína). Vísitölurnar eru færðar að vegnu meðallandverði 1987. Niðurstöður 24 Lógri af hektaraverði, ln(P/A). 25 Lógri af landstærð, ln(A). 26 Fervikagreining (Lógri af hektaraverði, ln(P/A)) ANOVA: „Covariates“: R2: 0,77; F2,520 = 873, p < 0,001; K (km): -0,0018 ± 0,00024 (fasti ± staðalskekkja, „standard error“), t520 = -7,52, p <  ,001; ln(A): -0,523 ± 0,015, t520 = 34,96, p < 0,001. 27 Lógri af hektaraverði, „Planned comparison“: samanburður milli ára: F4,520 = 14,05, p < 0,001, N = 527. 28 Lógri af hektaraverði, „Planned comparison“: samanburður milli 1997 og 1999: F1,520 = 0,058, p = 0,809. 29 Lógri af hektaraverði, „Planned comparison“: samanburður milli áranna 1997 og 1999 eða áranna 2011 og 2019: F1,520 = 0,182, p = 0,670. 30 Lógri af hektaraverði, „Planned comparison“: Samanburður áranna 1997 og 1999 við árin 2011, 2014 og 2019: F1,520 = 48,58, p  < 0,001. 31 Lógri af hektaraverði, „Planned comparison“: Samanburður milli áranna 2014 og 2019: F1,520 = 4,536, p = 0,034. 32 Vísitala neysluverðs án húsnæðis notuð til að færa allt verð að almennu verðlagi í ágúst 2019. 33 Verg landsframleiðsla, „Gross Domestic Product“ táknað GDP. 34 Verð 1997 og 1999 var tölfræðilega marktækt lægra en verð eftir 2011 (sjá verðbreytingar að framan).

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.