Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 13
Rit Mógilsár 13
Árin 2012-2013 voru tekjur af árshagagöngu hrossa
kr. 3.995 á hektara í langtímaviðskiptunum í Flóan-
um en á sama tíma var landsmeðaltalið 9.917 kr. á
hektara. Tekjur af hagagöngu hrossanna í Fló an um
voru því um 40% af gangverði það ár og landrentan
reiknaðist um og innan við 1% af verði meðal-
hrossahaga (landsmeðaltal). Miðað við gang verð
fyrir hagagöngu hefði landrentan í Flóanum verið
lið lega 3%. Árin 1989-2019 sveiflaðist land rent an
mikið frá ári til árs en langtímameðaltalið virð ist
standa í stað61 (5. mynd).
Nærri Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu er mikil
hrossarækt. Á þessu svæði var reiknað nýtingarverð
lands (án staðarvirðis) með jöfnu 10 fyrir 50 ha spildu
tífalt hærra á hektara en fyrir 500 ha beitiland á
sauðfjárræktarsvæðum á Melrakkasléttu, í Þistilfirði
og á Austfjörðum (tafla 1).
Miðað við landrentu um 3,1% og landnýtingarverð
ættu hreinar tekjur af hrossarækt í Rangárvallasýslu
að vera um 9.400-10.800 kr. á ha árlega. Áætlað
landsmeðaltal fyrir hreinar tekjur umfram kostnað af
girðingum og umsjón hrossa í hagagöngu var 5.049
kr. á ha. Út frá landverði virðist hrossaræktarsvæðið í
Rangárvallasýslu arðsamara en landsmeðaltal.
Tafla 1. Áætlað landnýtingarverð af 50 hektara spildum við Hellu og Hvolsvöll (hrossaræktarsvæði) og 500 ha lands á
sauðfjárræktarsvæðum á Melrakkasléttu, í Þistilfirði og á Austfjörðum.
Staður Póstnúmer Verð hlutfall*1 Vega lengd
km*2
Algeng
landnýting
Land stærð
ha
Landnýtingar-
verð
Hella 851 0,666 100 Hross 50 302.511
Hvolsvöllur 861 0,798 115 Hross 50 348.152
Kópasker 670 0,365 576 Sauðfé 500 37.207
Þórshöfn 681 0,365 576 Sauðfé 500 34.983
Breiðdalsvík 760 0,365 614 Sauðfé 500 35.928
*1 Hlutfall fermetraverðs fasteigna í einbýli af fermetraverði í einbýli á höfuðborgarsvæðinu.
*2 Vegalengd frá Lækjartorgi í Reykjavík.
Umræða
Staðar- og nýtingarvirði
Landverð á Íslandi virðist samsett úr tveimur megin-
þáttum, staðarvirði og nýtingarvirði.
Staðarvirði er verðmæti þess að eiga aðstöðu eða
búa á tilteknum stað, að eiga sér óðal, og má lýsa
með spurningunum um hvar við viljum búa, hvar
við viljum starfa, hvar sé arðbært að stunda atvinnu-
rekstur, hvar sé gott að framfleyta sér og fjölskyldu,
hvar sé gott að hafa sumarhús eða njóta yndisstunda.
Staðarvirði má skýra með lóðarverði fyrir hús, stað
fyrir atvinnurekstur eða yndisreit og fer eftir því hvar
landið er í sveit sett. Sé okkur mikið í mun að hafa
hús á tiltekinni lóð er líklegt að við sættum okkur við
hærra lóðarverð eða hærri lóðarleigu en á annarri
lóð og lakari. Þótt okkur bjóðist stærra land en við
þurfum er ekki líklegt að við greiðum viðbótina háu
verði. Á þessu byggist að land hefur staðarvirði og
umfram lágmarksstærð fyrir hentuga lóð er staðar-
virði óháð landstærð. Fasti a í jöfnu 1 og 2 lýsir
staðarvirði.
Nýtingarvirði er verðmæti tekjustraums þeirra gæða
sem landflöturinn gefur af sér, t.d. hey af túni, korn
af akri, grænmeti úr garði, timbur úr skógi, kol-
efnis auki á landi eða beit af haglendi. Samanlögð
landnýtingargæði vaxa með landstærð. Sé landið
allt jafn kostaríkt er nýtingarvirði í beinu hlutfalli við
landstærð en verð á flatareiningu62 óháð landstærð.
Fasti b í jöfnum 1 og 2 og c í jöfnu 2 sýna áhrif
landstærðar á hektaraverð og nýtingarvirði má
nálgast með jöfnum 7 og 8.
Staður og stærð
Rannsóknir þeirra Kolfinnu Jóhannesdóttur og Jó-
hönnu Lindar Elíasdóttur sýndu að landverð á Íslandi
lækkar með fjarlægð frá þéttbýli og sérstaklega frá
höfuðborgarsvæðinu (Jóhannesdóttir 2008, Elías-
dóttir 2015). Þær niðurstöður sem hér birtast eru á
sömu lund; landverð lækkar með lengri aksturleið
frá Lækjartorgi. Hér skýrðist landverð fyrst og fremst
af staðarverði sem fylgdi fjarlægð frá Lækjartorgi og
almennu fasteignaverði í héraðinu.
61 Lína felld að landrentu eftir árum, R2 = 0,0079, N = 31 (fjarri því að
vera tölfræðilega marktækt).
62 Verð hektara eða verð fermetra, verð landsins deilt með land-
stærð.