Rit Mógilsár - 2021, Blaðsíða 15
Rit Mógilsár 15
í mjólkur framleiðslu samanborið við sauðfjárrækt
og betri afkoma bætist við verðmætið. Við kaup á
kúa búi þarf að bæta um tvö hundruð milljónum við
land verðið meðan samsvarandi tala virðist innan við
þrjátíu milljónir fyrir sauðfjárbú. Kúabú voru senni-
lega of dýr meðan fjárbú voru fáanleg á mun lægra
verði til að skipta upp í lóðir og landspildur.
Það er erfitt að snúa til baka og sameina spildur í
stærri landfláka. Til þess þarf verulega fjármuni. Það
ger ist tæplega nema nýtingarvirðið verði mjög hátt.
Skiptingar ferillinn er eðlisólíkur venjulegri verð-
mynd un á landi sem verður án þess að landstærðin
breyt ist. Hver land spilda hefur því eitt staðarvirði
auk nýtingar virðis en það getur á stundum verið
hverf andi lítið.
Breytingar á markaði
Síðastliðin 50 ár hefur landnotkun á Íslandi breyst
mikið. Fram til 1980 var nánast allt land í byggð í
sauðfjár- og nautgriparækt. Flest bú voru blönduð
með mjólkurkýr og sauðfé. Eftir 1980 dróst sauðfjár-
rækt saman og mjólkurframleiðsla færðist á sér hæfð
kúabú. Á sama tíma varð hrossarækt og frístunda-
notkun útbreidd landnýting. Á tíunda áratug síðustu
aldar hóf sveitafólk að bjóða heimagistingu. Síðast-
liðinn áratug hefur ferðaþjónusta stóreflst og er víða
aðal atvinnugrein í dreifbýli. Á sama tíma hafa auð-
menn, bæði innlendir og erlendir, keypt fjölda jarða
til einkanota.
Jarðalög 65/1976 settu verulegar hindranir á sölu
eða ráðstöfun jarða til annars en hefðbundins land-
búnaðar og til annarra en beinna erfingja. Öll við-
skipti með land voru háð samþykki jarðanefndar
og sveitar stjórnar sem báðum bar að tryggja áfram-
hald andi búsetu og búskap á lögbýlum. Land verð
mót aðist af viðskiptum milli skyldmenna og tók
mið af ræktun, ræktunar möguleikum og gæðum
óræktaðs lands til sauðfjár beitar. Þessi verð myndun
birtist m.a. í úrskurðum matsnefndar eignarnáms-
bóta frá þessum tíma.
Um og fyrir 1980 náði landbúnaðarframleiðslan há-
marki en eftir 1980 og fram til 1992 versnaði hagur
bænda og sauðfjárrækt dróst hratt saman (6. mynd).
65 Árið 1980 bauð höfundur þessarar ritgerðar ásamt foreldrum
sínum í bújörð í uppsveitum Árnessýslu til þess að stunda þar
skóg rækt og hrossarækt. Sveitarstjórn valdi annan kaupanda.
Valið byggð ist ekki á tilboðsverði eða greiðsluskilmálum heldur
því að kaup andinn ætlaði að stunda hefðbundinn búskap. Á
jörðinni er nú stunduð skógrækt og hrossarækt.
66 Hæstaréttardómar frá árinu 1984, bls. 906.
67 Matsnefnd eignarnámsbóta, úrskurður 8. desember 1986.
0
100
200
300
400
500
600
700
800
900
1.000
0
500
1.000
1.500
2.000
2.500
3.000
3.500
4.000
1975 1985 1995 2005 2015
Sa
u
ð
fj
ár
fj
ö
ld
i (
þ
ú
su
n
d
)
H
ey
fe
n
g
u
r
(1
.0
00
r
ú
m
m
et
ra
r)
Almanaksár
6. mynd. Heyfengur (græn lína) og sauðfjárfjöldi (brún lína) á Íslandi 1977-2019 (heimild: https://www.hagstofa.is/, sótt
23.10.2020)
Reynt var að fitja upp á nýjum búgreinum s.s. loð-
dýrarækt og fiskeldi en fæst af því lánaðist. Ákvæði
jarða laganna frá 1976 komu ekki í veg fyrir búhátta-
breytingar en hindruðu nýliðun og að nýtt fólk með
nýjar hugmyndir gæti sest að í sveitum65.
Á níunda áratugnum hættu jarðanefndir og sveitar-
stjórnir mikið til að hindra kaup þéttbýlisbúa á jörð-
um. Hestaeigendur í þéttbýli riðu á vaðið og tóku að
kaupa jarðir og önnur frístundanotkun fylgdi í kjöl-
farið. Þótt land væri í landbúnaðarnotkun fór Mats-
nefnd eignarnámsbóta að miða bætur við mögu lega
framtíðar nýtingu landsins og vísaði því til stuðn ings
í dóm Hæsta réttar frá 1984.66 Þannig miðaði nefnd in
árið 1986 við verðmæti byggingarlands vegna eignar-
náms á bújörð í nágrenni Akranesbæjar.67 Í eignar-
náms úrskurðum á árinu 1997 vegna Búrfells línu um