Rit Mógilsár - 2021, Page 19

Rit Mógilsár - 2021, Page 19
Rit Mógilsár 19 Reykjavík haustið 2019 (Viðauki 1). Samanburður verð spár við raunverulegt söluverð gaf til kynna að jarðir og landspildur seldust á um 60% af ásettu verði74. Líkanið spáir meðalgildi fyrir landstærð og stað á landinu en verðbreytileikinn er mjög mikill. Landverðspáin getur gagnast m.a. við ákvarðanir um landnýtingu og bókfært verð lands. Líkanið kemur á engan hátt í staðinn fyrir reyndan fasteignasala við verðmat á tiltekinni jörð eða skika til sölu eða leigu. Í þeim tilvikum koma til álita fjölmörg atriði sem varða eignina sérstaklega en gengið er út frá að jafnist út í meðalverði. Úrskurðir matsnefndar eignarnámsbóta eiga að fara nærri markaðsverði75. Samanburður þeirra við landverðs líkanið bendir til að líkanið sé alltraust fyrir stærri spildur en 15 ha en meiri óvissa er um spá gildið undir þeirri stærð. Fyrir smáspildur spáði líkanið hærra verði en matsnefndin. Því virðist annað hvort kerfisbundin skekkja í líkaninu eða í úrskurð um matsnefndarinnar fyrir smáspildur (3. og 4. mynd). Landverðslíkanið er að stærstum hluta byggt á verð- upplýsingum fyrir landspildur innan 200 km aksturs- leiðar frá Lækjartorgi. Sé skekkja í líkaninu fyrir smá spildur er hún sennilega helst fyrir land í meiri fjar lægð en 200 km frá Reykjavík. Verðspá líkansins fyrir eignar numdar spildur á þessu svæði virtist í sam ræmi við fyrir liggjandi gögn. Hektaraverð í úrskurð unum virtist lágt miðað við landstærð en sam bæri legt við mun stærri landspildur. Gögnin eru mjög tak mörkuð og því er saman burðurinn ekki ótví ræður. Er líklegt að á frjálsum markaði sé hektaraverð fyrir lítinn skika jafnhátt og hektaraverð á mun stærra landi en jafn kostaríku? Því fylgir margvíslegt óhag- ræði fyrir landeiganda að skipta lítilli skák út úr stærra landi. Lóð í eigu annarra inni á landinu gerir alla land nýtingu og ákvarðanir snúnari. Þá getur því fylgt beinn kostnaður svo sem við girðingar. Eignarnáms kröfur eru flestar vegna vega, lagna og rafl ína sem skera lönd í sundur. Landræman sem fer undir veg eða helgunarsvæði er tiltölulega lítil skák en þrengir að notkun landsins eftir skiptinguna. Þetta á ekki síst við um vegi sem gera það bæði erfitt og hættu legt að komast milli spildnanna sem myndast. Á frjálsum markaði væri ósennilegt að landeigandi seldi smáskák eða landræmu á sama hektaraverði og meðal verð landsins alls. Það þyrfti hærra verð til að hann teldi sig jafnsettan eftir söluna. Sá sem sækist eftir smáskika eða landræmu gerir það undantekningarlítið vegna staðarvirðis fremur en nýtingar virðis landsins. Á frjálsum markaði gæti það t.d. verið fyrir byggingarlóð, aðstöðu fyrir starf- semi eða frístundanotkun. Þeir sem krefjast eignar- náms gera það oftast til að fá land undir mann virki svo sem jarðstrengi, möstur, vegi, stíflur og spenni- stöðvar. Mannvirkin eru dýr og til að skila sem best hlutverki sínu eru þau sögð þurfa að vera á þeim stað sem óskað er eftir. Eðli máls samkvæmt eru þetta eignir sem myndu greiða lóðarleigu. Kaup- andi eða sá sem krefst eignarnáms er ólíklegur til að greiða hátt verð fyrir óþarft viðbótarland. Spild- urnar hafa því hátt staðarvirði. Fyrir smáspildur hafa úrskurðaðar bætur verið innan við helmingur verð- spár landverðslíkansins. Í úrskurðum sínum fyrir land nærri þéttbýli og á eftir- sóttum frístundasvæðum hefur matsnefndin byggt úr- skurði sína á verðmætustu landnýtingu sem spildan gæti haft burtséð frá núverandi notkun eða land- nýtingar flokkun. Í úrskurðum hefur þar ver ið miðað við byggingarland eða frístundaland þótt notkunin hafi verið til landbúnaðar. Krafa um eignar nám fyrir dýra framkvæmd er skýr eftirspurn eftir verð mætu landi með hátt staðarvirði. Eðli máls sam kvæmt er ekki munur á þeirri kröfu og ósk um lóð undir mannvirki á frjálsum markaði. Í frjálsum samning- um þar sem kaupandi gæti ekki beitt eignar náms- valdi væri hann sennilega tilbúinn að bjóða hærra verð fyrir litla skák en meðal hektara verð allrar land- eignarinnar76. Eignarnámsbeiðendur hafa að meðaltali boðið hálf- virði miðað við úrskurði matsnefndarinnar. Mats- kostnaður nefndarinnar og matsþola er í flestum tilvikum jafnhár eða hærri en bætur fyrir hið eignar- numda land. Í þann kostnað vantar kostnað mats- beiðanda af undirbúningi og rekstri málsins fyrir nefndinni. Matsbeiðandi gæti því boðið matsþola meira en tvöfalt hærra verð en úrskurðaðar bætur til að komast hjá eignarnámi og báðir aðilar fengið betri niðurstöðu. Meðalhóf við beitingu eignarnáms- valds og vilji til frjálsra samninga gæti augljóslega skilað sama árangri en jafnframt meiri sátt um framkvæmdir. 74 Sá verðmunur (57% af ásettu verði) er sennilega innbyggður í við skiptin þannig að seljandi biður um meira en sættir sig við nokkru lægra verð. Á sama hátt er kaupandi oftast tregur til að sam þykkja ásett verð nema keppt sé um eignina. Seljendur lækka ekki ásett verð nema þeir þurfi að selja til að bjarga sér úr ein- hverri nauð. Í bankahruninu sást þörf fjármálafyrirtækja til að halda uppi verði. 75 Í matsmáli nr. 6/2019 (og fleiri úrskurðum) segir um ákvörðun eignarnámsbóta: „Í réttarframkvæmd hefur sú meginregla verið talin gilda við ákvörðun fjárhæðar eignarnámsbóta að miða beri bætur við sölu- og markaðsvirði eignar, nema útreikn ingur á grundvelli notagildis eignar leiði á hinn bóginn til hærri niðurstöðu en ætlað sölu- eða markaðsverð, svo og að í undantekningar- tilvikum geti eignarnámsþoli átt rétt á bótum sem ákvarðaðar eru á grundvelli enduröflunarverðs, sbr. t.d. dóma Hæstaréttar 18. október 2012 í máli nr. 233/2011 og 10. apríl 2014 í máli nr. 802/2013. Með sölu- eða markaðsvirði eignar er átt við það verð sem ætla má að fengist fyrir eignina við sölu hennar.“ Matsmál nr. 6/2019, úrskurður 10. október 2019. https://www.stjornarradid.is/gogn/ urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=2d17d7c4-2892-11ea- 9456-005056bc4d74&cname=Matsnefnd+eignarn%C3%A1msb% C3%B3ta&cid=e82c1349-4214-11e7-941a-005056bc530c (Sótt 28.11. 2020). 76 Líklegasta skýringin á misræmi milli úrskurða matsnefndarinnar og landverðslíkansins virðist sú að nefndin telji landverð óháð stærð og meti verð hins eignarnumda lands á hektaraverði tölu- vert stærra lands (sjá 2. mynd).

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.