Rit Mógilsár - 2021, Side 22

Rit Mógilsár - 2021, Side 22
22 Rit Mógilsár Þetta verk á sér langa sögu og ég á mörgum þakkir að gjalda. Ég vil þakka föður mínum, Jóni Hjaltasyni hæstaréttarlögmanni, fasteignasala, mannvini og áhuga manni um búskap og ræktun, fyrir áratuga hand leiðslu. Móður minni, Steinunni Sigurðardóttur, og systur, Önnu Lilju Jónsdóttur, kennurum, hesta- konum og nákvæmum skrásetjurum, þakka ég kær- lega upp lýsingar úr bókhaldi þeirra og skrám um haga göngu hrossa þeirra í Flóahreppi árin 1989- 2019. Þar að auki fyrir upp lýsingar um hvaðeina sem snýr að hrossum og hrossarækt, einlægan áhuga á þess ari greiningar vinnu og áratuga stuðning. Ég er þakklátur systur minni, Guðbjörgu Ósk Jónsdóttur, fast eigna- og skipasala, fyrir upplýsingar og aðstoð við ráð gátur sem liggja ekki á lausu fyrir fáfróða á fasteigna markaði. Ég vil einnig þakka Þorsteini Stein- gríms syni fasteigna sala fyrir að benda mér á fyrir þrjátíu árum að eignarhald á landi væri að breyt- ast og útlendir auðmenn væru að koma inn á mark- aðinn. Þá vil ég nefna og þakka kennara mínum í Forest Business Management við skógræktardeild há skólans í Aberdeen í Skotlandi, Michael S. Philip, sem opnaði mér sýn í heim einkaskógræktar sem ég bý enn að. Ég vil þakka vini mínum og samstarfs- manni, Úlfi Óskarssyni, fyrir að taka með mér slaginn um stund í einka rekstri í skógræktarþjónustu. Það var reynsla úr raunheimi sem við venjulegir ríkisþrælar fáum ekki við jötubandið. Ég vil þakka Jóni Loftssyni, fyrr verandi skógræktarstjóra, fyrir að fela mér stjórnar setu í Suðurlandsskógum og Skjólskógum á Vest fjörðum. Þá vil ég þakka framkvæmdastjórum og starfs mönnum Suðurlandsskóga og Skjólskóga á Vest fjörðum, sem voru og hétu, fyrir samstarfið og ómetan legar upplýsingar um eðli og framkvæmd skógræktar samninga á lögbýlum. Auk þess þakka ég samstarfs fólki mínu á Mógilsá fyrir samstarfið og sérstak lega Aðalsteini Sigurgeirssyni. Ég þakka yfir- lesurum leiðréttingar og gagnlegar athugasemd ir. Ónefndir eru heimildarmenn fyrir kaupverði jarða sem gerðu mér fært að skala líkanið. Síðast en ekki síst vil ég þakka minni góðu eiginkonu, Helgu Skúla- dóttur, fyrir yfirlestur, ábendingar og stuðning. Án þessa fólks hefði ég ekki komist spönn frá rassi með þetta verk. Þakkir

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.