Rit Mógilsár - 2021, Qupperneq 24

Rit Mógilsár - 2021, Qupperneq 24
24 Rit Mógilsár Hér er lýst hvernig landverðslíkanið er notað til að meta landverð á tilteknum stað á landinu. Til að nota líkanið þarf að vita í hvaða póstnúmerssvæði landið er og hvað það er stórt í hekturum (A). Aðrar upplýs- ingar eru sóttar í töflu 2 (að neðan) fyrir póstnúmer jarðarinnar. Fysta skrefið í mati á landverði er að ákvarða staðar- virðis fastann a með jöfnu 4 (sjá kaflann Gögn og aðferðir á bls. 4): Þannig verður til hlutfallsleg breyting frá ágúst 2019. Hlut föllin fyrir íbúðaverð og neysluverð eru marg- földuð saman; þannig fæst hlutfallsleg verðbreyting húsnæðisverðs til athugunarmánaðar. Spáð gildi sam kvæmt landverðslíkani er margfaldað með þessu hlut falli. Niðurstaðan gefur verðmat á þeim stað og tíma sem er til skoðunar. Landverð breytist sennilega ekki í takti við húsnæðis- verð. Fyrst hækkar húsnæði og landverðið fylgir í kjölfarið (sjá 1. mynd). Til að komast hjá þessum áhrifum og giska á raunverð má nota hlutfallslegar breytingar á vergri þjóðarframleiðslu miðað við ágúst 2019 í stað fasteignavísitölunnar. Landverðságiskunin metur meðalverð miðað við stað og landstærð en án húsnæðis, rekstrar eða hlunn inda. Land verð er mjög breytilegt og fjöl- margir þættir hafa veru leg áhrif til hækkunar eða lækk unar frá meðal verði miðað við stærð og stað. Þessir áhrifa þættir varða bæði eigin leika landsins og aðstæður kaup enda og seljenda. Niður stöður verð spárinnar geta verið gagnlegar til að meta við hverju megi búast almennt en er ótraust spá um niður stöðu einstakra viðskipta. Strangt tiltekið gildir líkanið einungis fyrir ágúst 2019 og ágiskun byggð á uppfærslu með vísitölum versnar þegar fjær dregur viðmiðunarárinu. Þegar fram líða stundir þarf að sannreyna spágildi líkans- ins á upplýsingum um verð, stað og landstærð í sölu- samningum. Viðauki 1. Verðmat með landverðslíkani ε+++= kHgKda K er fjarlægð eftir aðalleiðum til staðar 15 km frá póststöð í póstnúmeri jarðarinnar og er lesið úr töflu 2 (að neðan) fyrir póstnúmer jarðarinnar. H er hlutfallstala meðalfermetraverðs fasteigna í póst númeri árin 2011-201979 og er lesið úr töflu 2 (að neðan) fyrir póstnúmer jarðarinnar. Fastarnir d, g og k í jöfnu 4 eru: d = 14,505; g = -0,00092. (fyrir vegalengd frá Lækjartorgi, K ); k = 1,172. (fyrir hlutfallslegt meðalfermetraverð fasteigna, H ) . Landverð Pl er áætlað með jöfnu 6 (sjá kaflann Gögn og aðferðir á bls. 4): ( )( ) 1ln 2 2 +++= bAca l AeP MSE Fastarnir a, b, c og f í jöfnu 6 eru: a reiknað með jöfnu 4 (sjá að ofan). Fyrir lands- meðalgildi er fasti a = 15,2489 (ef ekki þarf að meta verðið fyrir tiltekinn stað á landinu) b = -0,4111 c = -0,0299 MSE = 0,4042 f = 0,5697 ( f = 0, 6973 án MSE/2) Jöfnur 4 og 6 gefa landverð miðað við almennt verð- lag í ágúst 2019. Til að giska á verð fyrr eða síðar má uppfæra verðið með vísitölu íbúðaverðs fyrir sér býli á höfuðborgar svæðinu (grunn frá janúar 199480) og vísitölu neysluverðs án húsnæðis (grunn frá 198181). Vísi tala íbúðaverðs fyrir sérbýli á höfuð borgar- svæðinu var 627,4 í ágúst 2019 og vísi tala neyslu- verðs án húsnæðis var 3.962. Fyrir hvora vísitölu fyrir sig er vísitölugildi fyrir ágúst 2019 deilt í gildið fyrir þann tíma sem er til skoðunar (ár og mánuð). 79 Meðalfermetraverð á svæðinu deilt með landsmeðaltali. 80 https://www.skra.is/ 81 https://www.hagstofa.is/ (4) (6)

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.