Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 6
Mótorhjól sem hafa farið frítt um Vaðlaheiðargöng þurfa bráðlega að borga brúsann. Einnig verður rukkað fyrir neyðarakstur. Fjárhagsleg endurskipulagning í gangi. bth@frettabladid.is „Þetta eru mér ekki vonbrigði,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga, um þá staðreynd að umferð um göngin í júlí var 10 prósentum minni en í júlí í fyrra. Umferðin um göngin var óvenju mikil í júlí í fyrra og veður ekki hagstætt í ár, sem skýrir þá þróun, að sögn Valgeirs. Hann segir að eigi að síður stefni í að f leiri bílar fari göngin á þessu ári en í fyrra. Þegar lagafrumvarp var sam- þykkt um göngin vonuðust fylgj- endur eftir að níu af hverjum tíu bílum myndu fara göngin þrátt fyrir gjaldtöku. Í júlí síðastliðnum sk iptist umferðin 70-30 milli ganga og Víkurskarðs. Mun meiri bílaumferð hefur þó orðið á landinu með fjölda ferða- manna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Af þeim sökum segir Valgeir engu að kvíða þótt hlutfall þeirra sem aki Víkurskarðið að sumri sé hærra en vonast var eftir í rekstrinum. Valgeir segir rekstur ganganna sjálf bæran eftir að heimild til að breyta fimm milljarða láni í hlutafé varð að veru- leika. „En það er ljóst að við þurfum að hækka til að göngin standi undir sér,“ segir Valgeir. Stök ferð kostar 1.500 krónur en hægt er að kaupa ferðir á 800 krónur ef fjárfest er í 50 ferða korti. Þá segist Valgeir gera ráð fyrir að ný stjórn, sem kosin var á ársfundi á dög- unum, muni herða reglur um gjald- töku. Fram til þessa hafi mótorhjól, fjórhjól og önnur ökutæki undir einu tonni farið frítt um göngin og neyðarakstur verið heimill án gjalds. Þetta verði nú endurskoðað. Skuldir Vaðlaheiðarganga voru um 20 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárhagsleg endurskipu- lagning hefur staðið yfir í tvö ár og hefur ríkissjóður, lánveitandi Vaðla- heiðarganga, frestað innheimtuað- gerðum. Ríkið á um 93 prósent í göng- unum en Greið leið á um 7 prósent. Akureyrarbær á stærsta hlutann í Greiðri leið. n Hækka gjald í göngin undir Vaðlaheiði svo þau beri sig Breytingar eru fram undan í Vaðla- heiðargöngum. Hækkun gjald- skrár og færri ökutæki sleppa frítt í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN bth@frettabladid.is VOGAR Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd, segir vegna eldgossins í Meradölum að ef hraunið færi að renna til norðurs í miklum mæli gæti þurft að bregð- ast við því. Ekki séu þó miklar líkur á að hraunflæðið ógni byggð í Vogum. Jarðfræðingar hafa verið var- færnir í spám um framvindu hraun- flæðis ef gosið dregst á langinn. „Í augnablik inu er þetta á rólegum nótum en ef framleiðnin á hrauninu dregst á langinn og sprungan leitar til norðurs gætu orðið áhrif á okkur,“ sagði Ásgeir þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans fyrr í vikunni. Grindvíkingar fögnuðu þegar eldgosið braust út, að jarðskjálftum væri lokið í bili. Ásgeir tekur undir það, því hætta á miklum skjálftum er minni eftir kvikulosunina. Þá segir Ásgeir eldsprunguna sumpart á góðum stað, á miðjum skaganum, þar sem engir innviðir séu fyrir hendi. „Mesta hættan er að sprungan leiti meira í norður.“ Ásgeir telur að það myndi í öllu falli taka einhverja mánuði fyrir hraunið að ógna byggð í Vogum. „En við horfum líka til þess að vís- indamenn segja að Reykjanes eldar séu hafnir og taki 200–300 ár að jafnaði. Það er erfitt að spá fyrir um hvernig þetta þróast,“ segir Ásgeir. Alls búa um 1.400 manns í Vogum. n Hraunstraumur gæti ógnað Vogum Vogar eru um tólf kílómetra frá gosinu í Meradölum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA það er ljóst að við þurfum að hækka til að göngin standi undir sér Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga gar@frettabladid.is FRAKKLAND Fyrir utan þrjár hita- bylgjur sem gengið hafa yfir Frakk- land í sumar hefur úrkomuleysi gert það að verkum að þar eru nú mestu þurrkar sem sögur fara af í landinu. „Ástandið gæti haldist óbreytt eða versnað á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Elisabeth Borne, nýjum forsætisráðherra landsins. Hún hefur ákveðið að skipa neyðarnefnd sem vinnur þvert á landshluta og hvetur alla til að fara sparlega með vatn. n Mestu skráðu þurrkar hrjá Frakkland Elisabeth Bornes, for- sætisráðherra Frakklands Gleðilega Hinsegin daga Landssamband lögreglumanna óskar hinsegin félagsmönnum sínum og öllum öðrum innan regnbogafjölskyldunnar gleðilegra Hinsegin daga. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga á Vatnsleysu- strönd 6 Fréttir 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.