Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 8
Þrátt fyrir úrskurð úrskurðar- nefndar um upplýsingamál frá því í byrjun júní hefur Seðlabanki Íslands ekki afhent gögn um viðskipti bankans með úkraínska apó- tekakeðju. kristinnhaukur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Seðlabanki Íslands hefur ekki af hent sagnfræðingnum og lögfræðingnum Birni Jóni Braga- syni gögn sem tengdust Eignasafni Seðlabankans ehf. (ESÍ) og Hildu ehf. eins og úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál úrskurðaði í sumarbyrjun. Segist Seðlabankinn ekki hafa upplýsingarnar. Fyrirspurnir Björns Jóns hafa meðal annars lotið að við- skiptum bankans með úkraínska apótekakeðju. „Seðlabankinn á að hafa þessar upplýsingar. Þessar eignir voru hluti af samstæðu bankans og endurskoð- endur eiga að fara yfir þetta allt saman. Í rauninni er með hreinum ólíkindum að bankinn hafi ekki aðgang að umræddum gögnum,“ segir Björn Jón, sem vann mál fyrir úrskurðarnefndinni 1. júní síðast- liðinn. „Að mínu viti er Seðlabankinn að hundsa niðurstöðu nefndarinnar,“ segir hann. Gögnin sem Björn Jón hefur meðal annars reynt að fá frá bank- anum um áraraðir lúta að viðskipt- um félaganna ESÍ ehf. og Hildu ehf. með félögin Ukrapteka Limited og Torpedo Leisure Limited í Bretlandi, sem ráku apótekakeðju í Úkraínu. Eignirnar rötuðu í safn Seðlabank- ans úr fórum MP banka eftir banka- hrunið. Margt er óljóst í þessari viðskipta- sögu, sem Björn Jón vill varpa ljósi á, en virðist sem svo að Seðlabankinn hafi keypt aðra hluthafa, það er Íslandsbanka, út úr keðjunni árið 2014 en þá lagt fé í félögin. Í þeim fábrotnu gögnum sem Björn Jón hefur fengið frá Seðla- bankanum kemur fram að félög- unum hafi verið slitið árið 2017 og kaupverðið lagt inn á lögbókanda í Úkraínu og sé þar enn. Óvíst er hvort féð, sem sé líklega umtalsvert, fáist nokkurn tímann endurheimt. Sjálfur hefur Björn Jón kannað hvort það tíðkist að leggja kaupverð inn á lögbókanda í Úkraínu og svo er ekki. Þessi sala þarfnist því athug- unar við. Einnig vantar upplýsingar um annan kostnað sem fylgdi þessum viðskiptum sem séu mjög ógagnsæ því að þau voru inni í félögum sem slitið var í Bretlandi og skiluðu ekki ársreikningum eða í íslenskum félögum Seðlabankans. Björn Jón hefur ekki fengið form- legt bréf frá Seðlabankanum eftir úrskurðinn en í óformlegum tölvu- pósti sem hann fékk frá lögfræð- ingi bankans þann 22. júlí kemur fram að skýrsla um ESÍ verði birt á „næstu misserum“. Óvíst er hins vegar hversu langur tími það er en orðabókaskilgreiningin á misseri er sex mánuðir. Björn Jón segist ekki hættur að reyna að varpa ljósi á viðskipti Seðlabankans með úkraínsku apó- tekin. „Ég held áfram að spyrjast fyrir um þetta,“ segir hann. Auk þess að furða sig á pukri Seðlabankans með þessi gögn furð- ar Björn Jón sig á skeytingarleysi stjórnmálamanna. Þingmenn ættu til dæmis að taka málið upp og upp- lýsa það. Málið snúist um umtals- verða fjármuni almennings og það eigi að vera uppi á borðum hvernig farið var með þá. n Seðlabankinn hefur ekki afhent gögn um eignasafn sitt þrátt fyrir úrskurð Margt er á huldu varðandi viðskipti Seðlabankans með úkraínsku apótekin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Björn Jón Bragason, sagn- fræðingur og lögfræðingur gar@frettabladid.is HÓLMAVÍK Strandabyggð hefur tekið yfir umsjón með þvottaplan- inu sem N1 rak áður við bensínstöð sína á Hólmavík. Nokkuð er síðan N1 lokaði planinu og sömuleiðis hætti fyrirtækið rekstri loftdælu fyrir bíla. „Það sýndi sig vera rétt ákvörðun, því notkun á planinu hefur verið mjög mikil frá því það var opnað aftur. Nú erum við að vinna að lausn varðandi loftdælu. Hvort tveggja er þjónusta sem verður að vera til staðar fyrir alla,“ skrifar Þorgeir Pálsson, oddviti Strandabyggðar, á vef sveitarfélagsins. „Fjölgun ferðamanna og aukið mikilvægi Strandabyggðar sem þjónustukjarna almennt, kallar einnig á samstarf við þjónustuaðila um frekari uppbyggingu, til dæmis hvað varðar hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla og fleira,“ bætir Þor- geir við. n Sveitarfélagið tók við þvottaplaninu Frá Hólmavík. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Stjórn Sýnar hf. boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hf. boðar til hluthafafundar sem haldinn verður miðvikudaginn 31. ágúst 2022 klukkan 10.00 árdegis í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108, Reykjavík. Til fundarins er boðað að kröfu Gavia Invest ehf., „sem fer með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn hf. að nafnverði kr. 43.147.128, eða sem nemur 16,08% af heildarhlutafé Sýnar hf.“, samkvæmt bréfi Gavia Invest ehf., dags. 26. júlí sl. Krefst Gavia Invest ehf. að á fundinum verði tekin fyrir tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Telur Gavia Invest ehf. „að vegna umtalsverðra breytinga sem orðið hafa á hluthafahópi Sýnar hf. nú nýverið sé rétt að umboð stjórnar félagsins verði endurnýjað og að stjórnarkjör fari fram.“ Með vísan til framangreinds boðar stjórn Sýnar ehf. til hluthafafundar samkvæmt ofangreindu með eftirgreindri dagskrá: Aðrar upplýsingar Öll skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins syn.is/fjarfestatengsl/hluthafafundur. Þar má einnig finna skýrslu Tilnefningarnefndar þegar hún verður tilbúinn, sbr. það sem síðar segir. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@syn.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00 föstudaginn 26. ágúst 2022. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga Gavia Invest ehf. um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins. 2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Sýn hf. Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík Sími 599 9000 Kennitala: 470905-1740 Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef þeir gera um það skriflega eða rafræna kröfu. Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá hluthafafundarins skal slík beiðni hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@syn.is eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00 miðvikudaginn 17. ágúst 2022. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Með fyrirvara um að tillaga samkvæmt 1. tölulið dagskrár verði samþykkt, þá tekur Tilnefningarnefnd strax til starfa og tekur við framboðum til stjórnar til kl. 10.00 fimmtudaginn 11. ágúst 2022. Tilnefningarnefnd mun skila skýrslu sinni og tillögu um stjórnarmenn eigi síðar en kl. 10.00 föstudaginn 19. ágúst 2022, með sama fyrirvara. Tillaga Tilnefningarnefndar takmarkar ekki frekari framboð til stjórnar. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir hluthafafund, eða fyrir kl. 10.00 árdegis föstudaginn 26. ágúst 2022. Framboðum skal skila á skrifstofu Sýnar hf., Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, eða á netfangið hluthafar@syn.is. Allt er þetta gert með fyrirvara um að raunverulegt stjórnarkjör fari fram á fundinum. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir hluthafafundinn. Hluthafar eiga rétt á að krefjast hlutfallskosningar eða margfeldiskosningar við stjórnarkjör ef beiðnin berst a.m.k. fimm sólarhringum fyrir fundinn, ef þeir hafa til þess afl samkvæmt samþykktum, ef ekki er sjálfkjörið. Hluthafaskrá frá lokum dags þriðjudaginn 30. ágúst 2022 gildir á fundinum. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 9.30 á fundardegi. Stjórn Sýnar hf. 8 Fréttir 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.