Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 10
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Fyrir vikið hefur verið efast um hvort VG standi lengur undir nafni, en jafnvel fyrrverandi ráðherra flokksins telur hann hvorki lengur til vinstri né vera grænan. Það er í ófullkom- leikanum sem full- komleiki þessa hrjóstr- uga lands er falinn; auðninni, myrkrinu, kulda, eldi og ís. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Við Íslendingar eigum til að telja eyjuna okkar nafla heimsins. Ísland er hins vegar ekki nafli heldur tánögl. „Veður í júlí sjaldan eins skítt“, var fyrir­ sögn fjölmiðils í vikunni. Í síðasta mánuði var fjöldi sólskinsstunda undir meðallagi, úrkoma yfir meðallagi og hæsti hiti í Reykja­ vík aðeins 15,9 gráður en hann hefur ekki verið lægri í júlí síðan 1989. Undir lok átjándu aldar spurðu Íslend­ ingar sig eftirfarandi spurningar af fyllstu alvöru: Er Ísland byggilegt? Öldin hafði leikið þjóðina grátt. Á árunum 1707 til 1709 lést fjórðungur þjóðarinnar úr bólusótt. Á árunum 1751 til 1758 geisaði hungur s­ neyð vegna kulda, hafíss og lítils fiskafla. Árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslands­ sögunnar, Skaftáreldar. Hraunkvika lagði tugi bæja í eyði og eitruð gjóska olli mengun og búfjárdauða um land allt en talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látið lífið í móðuharðindunum, sem drógu nafn sitt af móðunni sem lá yfir landinu. Svo slæmt þótti ástandið að til tals kom að flytja alla þjóðina til Danmerkur. Embættis­ mönnum var falið að skoða hugmyndina, um hana voru skrifaðar álitsgerðir og kostnaðurinn var metinn. Áfangastaðirnir sem komu til greina voru Jótlandsheiðar, Finnmörk og Kaupmannahöfn. „Sagan endurtekur sig kannski ekki en hún rímar,“ er haft eftir rithöfundinum Mark Twain. Sótt, kuldakast og eldgos. Tene virðist Köben 21. aldarinnar þar sem stór hluti þjóðarinnar leitar nú skjóls í sjálf­ skipaðri útlegð. Niður til helvítis Árið 1961 sendi ungur drengur rithöfund­ inum C. S. Lewis, höfundi Narníu­bókanna, bréf og spurði hann hvað gleði væri. Svarið var óvænt. „Verur geta aldrei orðið fullkomin sköpunarverk, aðeins fullkomnar verur – svo sem góður engill eða gott eplatré,“ skrifaði Lewis. „Hæsta stig gleðinnar er þegar vera gerir sér grein fyrir því að það sem gerir hana að ófullkomnu sköpunarverki er það sem gerir hana að fullkominni veru.“ Hann segir synd að til séu vondar manneskjur og vondir hundar. Hluti af ágæti góðrar manneskju felist hins vegar í því að hún sé ekki engill og góðs hunds að hann sé ekki manneskja. „Snotur tánögl er ekki mislukkað hár – og væri hún með meðvitund gleddist hún yfir því að vera góð nögl.“ Til að viðhalda byggð á Íslandi þurfa íbúar eyjarinnar að horfast í augu við að hún er ekki Majorca eða Tene heldur tánögl. Sú staðreynd kann þó að vera annað og meira en eitthvað sem við verðum einfaldlega að gera okkur að góðu. Þótt Ísland hafi í aldanna rás verið afskekkt römbuðu hingað reglulega ferða­ langar frá fjarlægum löndum. Í ferðabókum erlendra manna frá 17., 18. og 19. öld voru dregnar upp lýsingar af landi og þjóð sem minna á skuggalegustu ævintýri. Íslend­ ingum var lýst sem dónalegum villimönnum sem bjuggu í moldarhreysum ofan í jörðinni. Fullyrt var að frítt konuandlit væri hér sjald­ séð. Íbúar voru sagðir skelfilegir dansarar; karl og kona stóðu einfaldlega andspænis hvort öðru og hoppuðu upp og niður án þess að hreyfast úr stað. Síðast en ekki síst átti hér að vera að finna logandi op ofan í jörðina sem náði alla leið niður til helvítis. Þegar gos hófst í Meradölum í vikunni hækkaði gengi hlutabréfa í Icelandair um 3,21 prósent. Að sögn talsmanns flugfélags­ ins snarfjölgaði heimsóknum á vef þess við fréttir af gosinu. Til Íslands kemur enginn til að sjá sól, hvítar strandir, hallir eða suðræna sveiflu. Það er í ófullkomleikanum sem fullkomleiki þessa hrjóstruga lands er falinn; auðninni, myrkrinu, kulda, eldi og ís. Við gosstöðv­ arnar á Reykjanesi sést annað og meira en rauðglóandi kvika. Þar blasir við hæsta stig gleðinnar og sú staðreynd að Ísland er ekki mislukkað hár. n Ísland er tánögl Á sama tíma og jörð hefur endur­ tekið leikið á reiðiskjálfi um þvert og endilangt landið – og rifnað sums staðar upp með eldum úr neðra, er íslensk pólitík með rólegasta móti. Raunar hefur hún verið harla litlaus um langa hríð, svo mjög að besta slagorð stjórn­ málanna á seinni árum fjallaði í grunninn um það að slaka bara á og vera ekki með vesen, heldur kjósa bara það gamla. Og það gekk raunar eftir með góðum sigri Fram­ sóknar til þings og borgar. Aðrar breytingar eru óljósar, nema ef vera kynni að hressilegur Sósíalistaflokkurinn virðist vera að festa sig í sessi fyrir norðan fimm prósentin og hefur tekist að hrista nokkuð upp í umræðunni. Af öðrum flokkum er fátt að segja. Sjálf­ stæðisflokkurinn hangir yfir tuttugu pró­ sentunum eins og hann á orðið að venjast, og er ekki lengur sú kjölfesta í íslenskum stjórn­ málum sem hann var lengst af síðustu öld og fram á nýja, enda þarf hann endurtekið á hækju Vinstri grænna að halda til að sitja áfram að völdum. Fyrir vikið hefur verið efast um hvort VG standi lengur undir nafni, en jafnvel fyrr­ verandi ráðherra f lokksins telur hann hvorki lengur til vinstri né vera grænan. Hvað sem því líður er fylgi f lokksins að festast undir tíu prósentunum. Samfylkingin hefur ekki náð sér á strik undir forystu Loga Más Einarssonar, þótt f lokkurinn hafi vissulega hækkað risið frá því hann taldi einungis þrjá þingmenn – og þar af engan í Reykjavík og Kraganum, enda lét þáverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir, þegar af völdum og Logi tók við. Hvort arftaki hans muni lyfta fylgi f lokksins er allsendis óvíst. Viðreisn hefur heldur ekki höfðað til þess fjölda sem að var stefnt í upphafi, en hefur þó sannarlega lækkað risið á Sjálfstæðis­ flokknum. Við blasir að vandi Viðreisnar er að ná ekki fylgi út fyrir sínar raðir. Píratar hafa það bara gott, eru svolítið komnir á sjálfstýringu í sínum pólitíska ein­ leik, þótt þeir geti greinilega boðið öðrum sviðið með sér. Og álíka sögu er að segja af Flokki fólksins sem hefur fundið sína fjöl, en raunar þá einu. Og svo er til Miðflokkur, en það er reyndar orðið mjög tæpt. En það vantar pólitík í þetta allt saman. Sér­ stöðu. Sýn. Eldmóð. Og umfram allt kjark. n Pólitísk ró ARCTIC HEALTH AHI.IS JOÐ HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT HÚÐ EFNASKIPTI SKJALDKIRTILL TAUGAKERFI Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.