Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 12

Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 12
Mér finnst þetta geggj- að. Þetta sýnir að við erum á réttri leið. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska lands­ liðsins, lítur svekkt til baka á lokakeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði, en segir liðið geta tekið margt gott með sér frá mótinu í mikilvæga leiki sem fram undan eru. Fram­ herjinn telur íslenska liðið vera á réttri leið. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Íslenska kvennalands­ liðið gerði jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í lokakeppni EM á Englandi í síðasta mánuði. Það dugði ekki til að komast upp úr riðlakeppni mótsins og í átta liða úrslit. Fréttablaðið ræddi við Berg­ lindi Björgu Þorvaldsdóttur, fram­ herja íslenska liðsins, um hennar sýn á gengi stelpnanna okkar, nú þegar tæpar þrjár vikur eru liðnar frá síðasta leik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. „Ég er bara enn þá pínu svekkt ef ég á að vera hreinskilin. Maður hugs­ ar til baka, sérstaklega um Belgíu­ og Ítalíuleikina, leiðinlegt að geta ekki klárað þá. En þetta var góð reynsla og við tökum þetta með okkur inn í undankeppni HM,“ segir Berglind, en Ísland á einmitt mikilvæga leiki í næsta mánuði gegn Belarús og Hol­ landi í undankeppni HM 2023. Ísland þurfti að sætta sig við að ljúka leik að riðlakeppni lokinni og horfa á átta liða úrslitin að heiman. Berglind átti ekki auðvelt með það, sérstaklega ekki er kom að því að horfa á leik Belga gegn Svíum. „Ég átti bara ógeðslega erfitt með það. Ég gat ekki horft á fyrstu leikina eftir að ég kom heim, var enn með pínu óbragð í munninum. Og að sjá Belgíu spila, þegar mér fannst við eiga að vera að spila, það var mjög erfitt,“ segir Berglind, en Ísland og Belgía gerðu jafntefli í riðlakeppn­ inni, í leik þar sem íslenska liðið var ívið sterkari aðilinn. Hún skoraði einmitt mark Íslands í leiknum. Berglind sætti sig þó að lokum við stöðuna og horfði á restina af mótinu. „Þetta var bara frábært mót. Á völlunum sem við spiluðum á hefðu stúkurnar alveg mátt vera stærri, en þetta voru geggjaðir vellir. Umgjörðin og allt í kringum þetta var til fyrirmyndar. Það var fullt af skemmtilegum leikjum. Öll liðin eru að taka þvílík skref fram á við í gæðum og öllu.“ Þorsteinn Halldórsson tók við stjórn landsliðsins í upphafi síðasta árs. Berglindi líkar að vinna með honum. „Mér finnst allir hafa náð að aðlagast því. Hann hefur komið inn í þetta með látum og gert vel. Við erum bara gríðarlega sáttar við hann.“ Sem fyrr segir á Ísland tvo mikil­ væga leiki fram undan í undan­ keppni HM í næsta mánuði. Sem stendur er Ísland í öðru sæti síns riðils með fimmtán stig, tveimur stigum á eftir Hollendingum. Það er því ljóst að leikurinn við þær appels­ ínugulu verður hreinn úrslitaleikur um það að komast beint í loka­ keppni HM. Liðið sem hafnar í öðru sæti þarf að fara í umspil. „Ég er gríðarlega spennt. Eftir leik­ inn gegn Frakklandi hugsuðum við strax að við ætluðum að taka þetta með okkur í þessa tvo leiki. Mark­ miðið er bara að klára Holland og komast beint á HM,“ segir Berglind. Lokakeppni HM fer fram í Ástralíu og Nýja­Sjálandi næsta sumar. Í gær bárust þær gleðifréttir að Ísland væri í fjórtánda sæti á nýjum heimslista FIFA. Liðið stekkur upp um þrjú sæti frá síðasta lista og hefur aldrei verið ofar. „Mér finnst þetta geggjað. Þetta sýnir að við erum á réttri leið.“ Fyrr á þessu ári gekk Berglind í raðir Brann í Noregi. Liðið er á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á Rosenborg, sem er í öðru sæti. Þrír leikir eru eftir af hinu hefðbundna deildartímabili í Noregi, áður en deildinni verður skipt upp í tvo hluta. Brann er því á góðri leið með að tróna á toppi deildarinnar þegar tvískiptingin á sér stað. „Það hefur gengið gríðarlega vel. Við erum komnar áfram í bikarnum og Meistaradeildin er að byrja. Það verður smá álag núna en mér líst bara vel á þetta allt.“ n Átti erfitt með að horfa á fyrstu leikina eftir heimkomuna frá EM Íslenska liðið tekur víkingaklappið með stuðningsmönnum eftir lokaleik sinn á EM gegn Frökkum. MYND/AÐSEND Ísland mun leika hreinan úrslitaleik við Holland um efsta sæti undanriðilsins og þar með sæti í lokakeppni HM. 12 Íþróttir 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR aron@frettabladid.is   FÓTBOLTI Íslenska landsliðið á, þegar tveir leikir eru eftir hjá liðinu í undankeppni HM, góðan möguleika á að tryggja sér beint sæti á HM. Stelpurnar eru sem stendur í 2. sæti síns riðils, tveimur stigum á eftir toppliði Hollands og með leik til góða. Fram undan eru síðustu tveir leik­ ir liðsins í riðlinum gegn Belarús á heimavelli þann 2. september næst­ komandi og síðan útileikur gegn Hollandi í lokaumferð riðilsins. Ísland vann nokkuð öruggan 5­0 sigur á Belarús í fyrri umferðinni og gera verður kröfur á að liðið sigli sigrinum heim á heimavelli. En sama hvernig fer gegn Belarús bíður liðsins alltaf úrslitaleikur gegn Hollendingum sem mun ráða úrslitum um það hvort það verði Íslendingar eða Hollendingar sem ná að tryggja beint sæti á HM 2023 á næsta ári. n Í góðri stöðu fyrir lokaleikina Það styttist í næsta stóra verkefni íslenska landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Horfir lítið í styrkleikalistann Íslenska kvennalandsliðið náði nýjum hæðum á nýútgefnum styrkleikalista Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins og situr nú í 14. sæti listans. Aldrei áður hefur kvennalandslið Íslands verið svo ofarlega á listanum. Nýútgefinn listi tekur meðal annars mið af úrslitum á nýaf- stöðnu Evrópumóti í knatt- spyrnu sem fór fram í Englandi. Þorsteinn kýs að horfa ekki of mikið á röðunina á styrkleika- listanum. ,,Við spáum lítið í þennan heimslista en ég rak augun í þessa staðreynd. Auðvitað er þetta bara fínt í sjálfu sér þrátt fyrir að við horfum lítið í þetta. Þetta sýnir kannski bara að við séum á einhverri vegferð og góðri leið. Það er auðvitað góðs viti að við séum á leiðinni upp en ekki niður.“ Íslenska landsliðið færist upp um þrjú sæti milli lista en lægst hefur liðið verið í 22. sæti. Það er landslið Bandaríkj- anna sem situr á toppi listans á undan Þjóðverjum sem eru í 2. sæti. Nýkrýndir Evrópumeistarar frá Englandi færast upp um fjögur sæti á listanum, fara úr fjórða sæti upp í það áttunda eftir alveg magnaða frammi- stöðu á heimavelli undir stjórn Sarinu Wiegman. aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvenna­ landsliðsins í knattspyrnu, er mætt­ ur aftur til starfa eftir verðskuldað frí í kjölfar Evrópumótsins í knatt­ spyrnu. Fram undan eru mikilvægir leikir hjá landsliðinu, sem er í góðri stöðu til að tryggja sér sæti á Heims­ meistaramóti næsta árs. „Ég var bara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið í sumarfríi frá því að verkefni okkar á Evrópumótinu lauk,“ segir Þorsteinn við Frétta­ blaðið. „Á næstu dögum förum við á fullt í að greina okkar frammistöðu á EM og undirbúa næsta verkefni. Auðvitað hef ég samt horft á leiki okkar á mótinu en án þess þó að hafa farið í mikla greiningarvinnu á því sem fór fram í þeim leikjum.“ Frammistaða íslenska landsliðs­ ins verði greind í þaula. „Við munum fara náið yfir okkar frammistöðu á EM og svo skiljum við bara við það. Í kjölfar þess hefst undirbúningur fyrir aðalmálið í dag og það eru þessi lokaleikir okkar í undan­ keppni HM.“ Þorsteinn er ánægður með Evr­ ópumótið í heild sinni sem var mikil skemmtun. „Ég held að þetta hafi verið virkilega flott mót. Það mynd­ aðist frábær stemning í kringum það og vel staðið að öllu. Þetta var í raun og veru flott í alla staði. Það mætti segja að þetta hafi verið góð aug­ lýsing fyrir kvennaknattspyrnuna. Þarna var spilaður frábær fótbolti og bara virkilega gaman fyrir okkur að hafa verið hluti af þessu.“ Mættur aftur til starfa eftir verðskuldað frí Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Tæpur mánuður er í næsta verk­ efni landsliðsins sem hefur örlögin í eigin hendi fyrir lokaleiki sína í undankeppni HM gegn Belarús og Hollandi. „Við munum alltaf fá þennan úrslitaleik í Hollandi, sama hvernig fer í fyrri leiknum á móti Belarús. Nú er það bara undir okkur komið að hafa fókusinn á réttum stað og tryggja okkur sæti á Heimsmeist­ aramótinu, sama hvernig við förum að því. Við þurfum bara að byrja á því að vinna Belarús, spila góðan leik þar. Fara svo til Hollands og ná í góð úrslit.“ n

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.