Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 19

Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 19
Áreitið getur stundum verið rosalega mikið og já, það horfa allir á mann í búðinni. Bassi Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk eins og ég fái pláss í sam- félaginu og platform til að sýna að það er allt í lagi að vera öðruvísi. Binni Glee Gunnar og Sæmundur eru tvíeggja tvíburar og þykja afar líkir. Gunnar er einni klukkustund og 40 mínútum eldri en Sæmundur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Patti, Bassi og Binni hafa verið Æðistrákarnir frá því að fyrsta serían fór í loftið. Gunnar og Sæmundur hafa svo bæst í hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Patti segir sömu söguna, að í grunnskóla hafi hann verið kall- aður hommi og faggi en einnig að í menntaskóla hafi hann upplifað mikið áreiti frá fótboltastrákum í Menntaskólanum á Akureyri. „Það er bara eitthvað sérstakt í gangi hjá svona fótboltastrákum. Þeir eru langverstir þegar kemur að þessu,“ segir hann. „Já, ég er sammála, fótboltastrák- ar og aðrir hommar, en ég held að það sé hundrað prósent líka vegna afbrýðisemi,“ bætir Bassi við. „Það er fullt af fordómafullu fólki á Íslandi en ég held að við sleppum vel og höfum gert það undanfarin ár af því við erum Æðistrákarnir,“ segir Patti. „Fólk veit hverjir við erum og hvernig við erum svo það býst við að við séum öðruvísi en margir strákar, klæðumst „stelpufötum“ og málum okkur og svona. Ég held að fólk myndi frekar tala um það ef ég væri ómálaður í gallabuxum og hettupeysu,“ bætir hann við. „Maður tekur sérstaklega eftir fordómum því meira sem maður ferðast um heiminn,“ segir Bassi. „Ég hef alveg klætt mig öðruvísi þegar ég er í útlöndum. Reyni að vera í hettupeysu og helst bara með einhverja píu til að leiða. Fann mjög mikið fyrir því þegar við vorum í Prag, bara hvernig var horft á mig,“ segir hann. „Ég fann líka fyrir þessu í Prag. Til dæmis þegar ég fór á kvennakló- settið. Ég nota það alltaf alls staðar, ekki af því ég upplifi mig sem konu heldur af því að mér finnst það bara betra og það hefur aldrei verið vesen en í Prag var eins og ég væri ógeðs- legur og væri að gera eitthvað rangt. Konurnar voru bara alls ekki næs við mig,“ segir Patti. Hvaða máli skiptir hátíð eins og Hinsegin dagar fyrir ykkur? Binni: „Mér finnst mjög mikil- vægt að við berjumst gegn for- dómum. Því miður er enn þá hatur í garð hinsegin fólks og það er mjög mikilvægt að fræða fólk um hin- seginleikann og að það átti sig á að við erum manneskjur eins og allir aðrir.“ Binni: „Það að halda Pride og fagna fjölbreytileikanum gerir sjúk- lega mikið fyrir samfélagið og hin- segin fólk. Pride gerir mig stoltan af sjálfum mér og það að finna alla þessa ást er svo mikilvægt og geggj- að. Sérstaklega eftir allt sem maður hefur gengið í gegnum í öll þessi ár eins og að koma út, vera accepted og fleira.“ Patti: „Það er svo gott að sjá og finna þessa samstöðu sem er á Pride. Að vita að hérna á Íslandi standi flestir með hinsegin fólki og fagni fjölbreytileikanum.“ Bassi: „Við þurfum líka að vera sýnileg. Það er alltaf verið að tala um að hinsegin fólk sé að troða sér og sínu út um allt og sé með svaka- lega sýniþörf en við þurfum að gera þetta, vera loud and proud, það er ekki langt síðan það var bara varla hægt að vera hommi hérna. Páll Óskar var bara ridiculed (hafður að háði) fyrir það að vera eins og hann var.“ Patti: „Það hefði ekki verið eins fyrir okkur að koma út fyrir fimm- tíu árum, við hefðum bara verið teknir af lífi fyrir það að vera eins og við erum. Við hefðum bara verið eins og einhver dýr í sirkus og það má ekki gleyma því að við höfum þessi réttindi og erum svona frjáls af því að fólkið á undan okkur er búið að berjast fyrir okkur.“ En hvernig hefur líf ykkar breyst síðan þið urðuð raunveruleika- stjörnur? Patti: „Við höfum prófað að gera hluti sem við hefðum aldrei gert ef við værum ekki í Æði og við fáum að gera endalaust af skemmtilegum hlutum. Það er alltaf verið að bjóða okkur í hitt og þetta og það er sjúk- lega gaman.“ Bassi: „Það er nefnilega ógeðs- lega gaman að vera með okkur og það er alltaf gaman hjá okkur, ekki bara þegar við erum on camera. Og það er sérstaklega skemmti- legt þegar við erum að djamma, þá erum við hver öðrum ruglaðri. Ég á það til að hverfa, Patti fer í sleik við einhverjar gellur og Gunnar slúðrar stanslaust.“ Patti: „Annars er ég bara að lifa drauminn. Alveg frá því ég var lítill hef ég horft á raunveruleikaþætti og nú er ég bara raunveruleikastjarna.“ Gunnar: „Lífið breyttist mjög mikið eftir að Æði-þættirnir fóru af stað og eftir að ég varð raun- veruleikastjarna. Ég get varla farið út í búð lengur án þess að einhver þekki mig eða að starað sé á mig. Ég myndi samt líka stara á mig.“ Bassi: „Áreitið getur stundum orðið rosalega mikið og já, það horfa allir á mann í búðinni. Ég er til dæmis bara alveg hættur að fara í Hagkaup í Skeifunni, það er bara of mikið, ég fer bara í litlar búðir í staðinn.“ Patti: „Já, ég líka. Þegar allir eru að fylgjast með manni verður maður líka svo meðvitaður um sig, ég myndi aldrei fara í Hagkaup til dæmis án þess að vera málaður og vel til hafður.“ Sæmundur: „Við Gunnar höfum alltaf verið mjög lokaðar per- sónur og ekki hleypt mörgum inn í líf okkar svo ég hefði aldrei getað ímyndað mér að við værum á þessum stað í dag. Mér finnst enn þá frekar skrítið að við séum í sjón- varpinu og að fólk þekki okkur úr þættinum.“ Gunnar: „Ég er samt mjög sáttur með það sem við erum að gera í dag og að fólk fái að sjá okkur eins og við erum, ég held að það séu ekki margir hommatvíburar á Íslandi sem eru svona fabjúlus.“ Binni: „Það hefur mjög mikið breyst hjá okkur eftir að Æði byrj- aði, aðallega það að f leira fólk er farið að þekkja mig og maður fær sjúklega mikla athygli en þetta er öðruvísi upplifun en þegar ég var snappari. Þá var ég mestmegnis með börn sem fylgjendur en í dag eru það allir. Mér finnst samt líka mjög mikilvægt að fólk eins og ég fái pláss í samfélaginu og platform til að sýna að það er allt í lagi að vera öðruvísi og hinsegin. Mér líður eins og ég sé búinn að gera góða hluti fyrir samfélagið sem opinber hin- segin manneskja.“ Haldið þið að það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að eiga fyrir- myndir eins og ykkur? Patti: „Já, ég held það og ég vona að við séum að gera það vel. Bara það að krakkar alist upp við það að við séum sjáanlegir og séum í sjón- varpinu gerir það að verkum að það sem við erum og hvernig við erum verður normalt.“ Binni: „Ég fann það alveg þegar ég byrjaði með Snapchat að maður hefði áhrif en þetta byrjaði smátt og áður en ég vissi af var ég kominn með 35 þúsund fylgjendur. Mér fannst ég vera að gera eitthvað rétt því ég fékk svo mörg skilaboð frá fólki um að ég hefði hjálpað því að finna sjálft sig og að ég hafi verið ástæðan fyrir að þau þorðu að koma út úr skápnum. Það er það besta sem maður heyrir þegar maður er svona opinber manneskja.“ Patti, Bassi, Binni, Gunnar og Sæmundur eru allir að vinna á Hrafnistu ásamt því að starfa á sam- félagsmiðlum og í sjónvarpinu. Þeir segja allir afar mikilvægt að hafa rútínu í sínu daglega lífi og hana fái þeir í vinnunni á Hrafnistu. „Það er svo mikilvægt að þurfa að vakna á morgnana og mæta eitthvert,“ segir Binni. Næst á dagskrá hjá strákunum er ný sería af Æði, sería fimm. Er þetta alltaf jafn gaman? Patti: „Já, þetta er geggjað og við getum ekki beðið!“ n Helgin 19LAUGARDAGUR 6. ágúst 2022 FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.