Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 23

Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 6. ágúst 2022 Fjöldi danskra kvenna notar frekar app í símanum en p-pilluna til að forðast getnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Þegar getnaðarvarnapillan kom á markað árið 1966 vakti hún fögnuð hjá konum um allan heim. Loksins höfðu þær örugga leið til að verjast óæskilegri þungun. Á síðustu árum hefur áhugi á pillunni minnkað mikið í Dan- mörku eftir því sem dr.dk bendir á. Ástæða er sögð sú að pillan getur valdið skapgerðarbreytingum, orkuleysi og þunglyndi. Margar konur hafna alfarið hormónagetn- aðarvörnum. Rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016 sýndi að konur sem væru á hormóna- getnaðarvörnum væru í 40 prósent meiri hættu á að vera á þunglynd- islyfjum samanborið við konur sem notuðu ekki slíka vörn. Ekki hættuleg Øjvind Lidegaard, prófessor í kven- sjúkdóma- og fæðingarlækningum, segir við dr.dk að aukin fræðsla um áhættuna við að nota p-pilluna hafi áhrif. „Þótt hormónagetn- aðarvarnir geti haft áhrif á andlegt ástand sumra kvenna eru þær samt örugg getnaðarvörn,“ segir Char- lotte Wilken-Jensen, yfirlæknir á fæðingardeild. „Það er ekki hættu- legt að nota hormónagetnaðar- vörn en gott að vera upplýstur um mögulegar aukaverkanir.“ Hormónalykkja hefur verið vinsæl enda með minna hormón en p-pillan. Sérstakt app hefur þó náð undraverðum vinsældum. Konur fylgjast með tíðahringnum í símanum til að forðast að verða ófrískar. Læknirinn telur það hins vegar ekki öruggan kost. n Velja app fram yfir p-pilluna Listamaðurinn með barnshjartað Um aðra helgi verður blásið til Listahátíðar Samúels í Selárdal. Hátíðin fer fram við djúp- blátt haf og hvítar strendur Arnarfjarðar, þar sem gestum mæta fagrir tónar, Íslandsmót í listrænni flugdrekagerð og -flugi, sælkerakrásir og sýningar á magnaðri listsköpun Samúels.  Styttur listamannsins Samúels Jónssonar í Selárdal eru barnslega fagrar og stórar og stæðilegar, jafnt af mönnum sem dýrum. Þær hafa hlotið góða varð- veislu á undanförnum árum. Hér má sjá landkönnuðinn Leif heppna Eiríksson stara út á sjóndeildarhring Arnarfjarðar í leit að nýjum löndum. MYND/AÐSEND Listasafn Samúels er nefnt eftir vestfirska listamanninum Samúel Jónssyni sem byggði guðdómlega kirkju og forkunnarfagurt listasafn í Selárdal, einn síns liðs. „Samúel var stundum kallaður „listamaðurinn með barnshjartað“ og víst er að heimsókn í safn hans og náttúruparadísina Selárdal lætur engan ósnortinn. Samúel bjó í Selárdal við Arnarfjörð frá árinu 1947 til dauðadags árið 1969 og skapaði þar málverk, líkön af þekktum merkisbyggingum í útlöndum og tignarlegar styttur af ljónum, selum, sæhesti, önd með unga sína á bakinu og Leifi heppna sem horfir út á hafið,“ segir Kári G. Schram, einn af stofnendum Félags um Listasafn Samúels og formaður þess. „Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfileika sem hann bjó yfir í ríkum mæli. Þó er hans hvergi getið í ritum um íslenska listasögu, og er það miður,“ segir Kári, en þeir Ólafur J. Engilberts- son, annar stofnandi félagsins, eru í óðaönn að lagfæra þá stöðu, meðal annars með útgáfu bókar um líf og list Samúels og endurút- gáfu á heimildarmynd um Samúel sem þeir gerðu saman á sínum tíma. Er enn að sigra heiminn Samúelssafnið í Selárdal er umvafið einstakri náttúrufegurð. Þar var opnað kaffihús og minja- gripabúð árið 2020, sem stendur opið frá júníbyrjun fram í lok ágúst, en sjálft safnið er opið á meðan færð leyfir. B Ä S T A I T E S T Bäst-i-Test 2022.s e BESTA SÓLARVÖRNIN 7 ár Í RÖÐ Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni og víðar | nánar á evy.is og celsus.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.