Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 24
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Ljónagosbrunnur Samúels er heimsþekktur og ákaflega tilkomumikill. Stundum er látið renna um hann vatn. Hliðið að listasafninu að Brautarholti í Selárdal er glæst og tilkomumikið og sýnir glöggt hversu stórt listamaðurinn Samúel hugsaði í listsköpun sinni. „Samúel var skapandi og frjór listamaður, þrátt fyrir að hafa ekki verið viðurkenndur listamaður í lifanda lífi af elítunni fyrir sunnan. Engu að síður voru verk Samúels vinsæl og það var oft gestkvæmt hjá honum, eins og enn er raunin því hingað gera sér margir sérstaka ferð til að líta verk Samúels eigin augum, jafnt Íslendingar og erlend- ir ferðalangar,“ upplýsir Kári. „Aðdráttarafl Samúels er mikið. Hér má sjá fjölmörg olíumálverk og landslagsmyndir sem hann málaði og rammaði inn sjálfur í sína útskornu ramma. Hann setti upp höggmyndagarð, skar út í tré og gerði líkön, meðal annars af Péturskirkjunni í Róm og ind- versku musteri, þar sem hann studdist við myndir úr bókum og af póstkortum, enda fór hann aldrei til útlanda. Líkön Samúels voru listavel gerð, úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta, og dylst engum að á bak við þau lágu margar vinnustundir, þolinmæði og djúpstæð sköpunargleði,“ greinir Kári frá. Kirkja Samúels, og safn hans að Brautarholti, eru fágæt listaverk í sjálfu sér, umvafin einstakri nátt- úrufegurð. „Í kjölfar aukins ferðamanna- straums til Íslands hafa ljós- myndir af verkum Samúels dreifst um allan heim, enda vinsælt hjá gestum safnsins að taka þar myndir. Þá eru verk Samúels áberandi í margvíslegu kynningar- efni um Vestfirði; handbókum, tímaritum og bókum,“ segir Kári á þeim kynngimagnaða stað sem Selárdalur Samúels er. Heillandi heimur Um aðra helgi, dagana 12. til 14. ágúst, verður Listahátíð Samúels haldin með pomp og prakt í Selár- dal, en hátíðin er haldin annað hvert ár. „Hátíðin er heillandi heimur þar sem boðið verður upp á ýmsar listauppákomur, tónleika, gönguferðir, flugdrekasmiðju, leik, brennusöng og dýrindis mat í boði 27 Mathúss. Hægt er að fara í gönguferð með leiðsögn um nágrennið, taka þátt í flugdreka- smiðju fyrir fjölskylduna í umsjá Fjólu Eðvarðsdóttur, keppa á Íslandsmóti í listrænni flugdreka- gerð og flugdrekaflugi, og sækja sýningar á steypuverkum Samú- els og sjá kvikmyndina Steyptir draumar í kirkjunni,“ útskýrir Kári og heldur áfram: „Um tónlistina í dalnum sjá Skúli mennski, Between Mountains og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, sem syngur við undirleik Francisco Javier Jauregui. Loks verður fjöru- ferð og brennusöngur með eðal Bílddælingum og DJ Mjalti bóndi sér um að koma hátíðargestum í góðan gír.“ Safnbygging Samúels fékk sitt upphaflega hlutverk sem listasafn aftur þegar opnuð var þar fyrsta sýningin sumarið 2020. „Í sumar opnuðum við nýja sýn- ingu um sögu steypuverka Samú- els, sem Gerhard König tók saman. Í kirkjunni hafa auk þess verið haldnir tónleikar, leiksýningar og gamanmál, og þar er sýning um sögu viðgerðanna. Auk þess býður staðurinn upp á einstaka náttúru, fallegt útsýni, hvítar strendur og djúpblátt haf, og það er mjög sér- stök upplifun að dvelja í Selárdal,“ segir Kári, fullur tilhlökkunar. Hátíðarpassi frá föstudegi til sunnudags kostar 7.000 krónur. n Nánari upplýsingar á samuels- safn. is og Facebook-síðu Lista- safns Samúels. Miðasala á tix.is. Dagskráin á Listahátíð Samúels 2022: Föstudagur 12. ágúst n 20.00 „Steyptir draumar“ – heimildarmynd um Samúel sýnd í kirkjunni. n 21.00 DJ Mjalti bóndi í kirkjunni. Laugardagur 13. ágúst n 12.00 Hátíð sett. Kaffi og meðlæti. n Gönguferð í Verdali eða Vatnahvilft undir leið- sögn Sólveigar Ólafs- dóttur. n Gerhard König segir frá uppbyggingu og viðgerð- um og steypuverkum Samúels. n Smiðja í flugdrekagerð fyrir börn og fullorðna. Umsjón Fjóla Eðvarðs- dóttir. n 17.00 Íslandsmót í list- rænni flugdrekagerð og flugdrekaflugi - Flugdreka- keppni. n 18.30 Verðlaunaafhending í flugdrekakeppni. n 19.00 Kvöldmatur að hætti og í boði 27 Mathúss. DJ Mjalti bóndi – dinner- tónar. n 20.00 Skúli mennski – tón- leikar í kirkjunni. n 21.00 Between Mountains – tónleikar í kirkjunni. n 21.30 Fjöruferð. n 22.00 Brenna og brekku- söngur með eðal Bílddæl- ingum. DJ Mjalti bóndi sér um nóttina. Sunnudagur 14. ágúst n 13.00 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jauregui – söngur og gítarleikur í kirkjunni. n 14.00 Hátíð slitið. Kári G. Schram er formaður Félags um Listasafn Samúels. Samúel lagði mikið upp úr fal- legum smáatrið- um í byggingum sínum, eins og sjá má í hliðum, handriðum og svölum listasafnsins. MYNDIR/AÐSENDAR Það er töfrandi upplifun að verja tíma í undraveröld Samúels í Selárdal og víst að hvergi sést annað eins og hans. Gestir Listahátíðar Samúels munu njóta andagiftar hans, fagurrar náttúru, viðburða, tónlistar, matar og gleði. Listamaðurinn sjálfur, Samúel Jónsson, við líkan sitt af Péturskirkjunni í Róm. Líkanið má nú sjá í kirkju Samúels. 2 kynningarblað A L LT 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.