Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 26

Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 26
Eftirspurnin eftir því að komast í golf er gríðarleg og það eru fleiri og fleiri sem vilja kynna sér golfíþróttina. Hulda Bjarnadóttir Fimm ný fæðubótarefni frá Good Routine eru komin á markað á Íslandi og hafa slegið í gegn undanfarin misseri. Þessi vönduðu fæðu­ bótarefni eru gerð úr nátt­ úrulegum innihaldsefnum og geta stuðlað að bættri heilsu á ólíkan hátt, meðal annars með því að vernda þvagfærakerfið, styrkja ónæmiskerfið og bæta meltingu. Good Routine framleiðir gæða fæðubótarefni með náttúrulegum innihaldsefnum og einstakri blöndun og samvirkni inni- haldsefna. Fæðubótarefnin eru kröftug og virka hratt, hafa hátt næringargildi og upptaka þeirra í líkamanum er góð. Þau innihalda auk þess engin algeng ofnæmis- eða aukaefni. Fæðubótarefnin eru framleidd á Spáni eftir einkaleyfisvörðum og vísindalega skrásettum formúlum Secom®, en hér er um að ræða einstaklega vandaðar vörur og háþróuð bætiefni. Loksins á Íslandi Núna fást fimm af vörum Good Routine á Íslandi. Þær eru: Com- fort-U®, sem veitir þvagfæra- kerfinu stöðuga vernd, Daily-D3 2000 IU®, sem er D3-vítamín af náttúrulegum uppruna, Synergize- Your-Gut®, sem er fyrir þarma- heilsu og heilbrigða þarmaflóru, Pure Omega-3, sem er kraftmikið ómega-3 í gelhylkjum, og C-Your- Immunity®, sem inniheldur C-vítamín, quercetin, hesperidin og bromelain í einu hylki og hjálpar fólki sem er viðkvæmt fyrir kulda og hitabreytingum. Von er á fleiri vörutegundum frá vörumerkinu bráðlega. Ásamt því að sérhæfa sig í fæðu- bótarefnum leggur Good Routine einnig mikla áherslu á að stuðla að vitundarvakningu um að góðar venjur séu lykilatriði þess að líða vel alla daga. Það spannar allt frá hreyfingu og næringu til andlegrar heilsu. Vönduð og spennandi fæðubótar- efni með mikla virkni Unnur Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. Hún hefur verið að nota Daily-D3 2000 IU®, Synergize- Your-Gut® og C-Your-Immunity®. „Ég hef tekið þetta inn í um 3-4 vikur og þetta eru mjög góð bæti- efni. Ég hef ágætis þekkingu á fæðu- bótarefnum því ég hef alltaf hugsað vel um mig og ég fann það strax að þetta er frábær vara,“ segir hún. „Ég frétti af þessum fæðubótar- efnum í gegnum vinafólk og sá þetta í verslunum og fannst þetta strax mjög spennandi. Ég hef alltaf verið áhugamanneskja um bætiefni, eins og ég segi, svo ég var ánægð með að fá að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Unnur. „Mér finnst virkilega hafa verið vandað til verka og þetta er mjög fjölbreytt lína af fæðubótarefnum svo ég á eftir að prófa fleiri efni, en þetta lofar mjög góðu hingað til og mér finnst allt við þetta merki mjög faglegt.“ Betri melting og þarmaflóra „Maður vill alltaf hugsa vel um sig og nú er ég orðin amma, svo ég þarf að hugsa vel um ónæmiskerfið og meltinguna og mér finnst áhrifin af Synergize-Your-Gut® sérstaklega eftirtektarverð og jákvæð,“ segir Unnur. „Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það sé meira jafnvægi á þarma flórunni. Það kom mér eiginlega á óvart hvað ég finn mikið fyrir þessu, sérstak- lega þar sem ég hef ekki notað þetta lengi. Ég myndi virkilega mæla með þessum fæðubótarefnum. Ég hef mikla trú á þessum vörum og góða tilfinningu fyrir þeim,“ segir Unnur. „Ég held líka að þau sem fylgjast með í vítamínheiminum eigi eftir að sjá það fljótt hvað þetta er vönduð og flott vara.“ n Good Routine fæðubótarefnin fást í Hagkaup, Lyfjum & heilsu, Apótekaranum og Krónunni. Good Routine bætti meltinguna til muna Unnur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. MYND/AÐSEND Synergize-Your-Gut® hjálpar til við þarmaheilsu og heilbrigða þarmaflóru. MYND/AÐSEND Það er í nógu að snúast hjá Huldu Bjarnadóttur, forseta Golfsambands Íslands. Golf­ íþróttin er í örum vexti hér á landi og hápunktur golfsum­ arsins verður í Vestmanna­ eyjum um helgina þar sem Íslandsmótið fer fram. gummih@frettabladid.is Hulda er vitaskuld mætt í eyjuna fögru en keppni hófst þar á fimmtudag og stendur yfir alla helgina. „Við reiknum með hörkuspenn- andi keppni á glæsilegum velli þeirra Eyjamanna. Aðstaðan hér er frábær. Það er búið að stækka golf- skálann, barna- og unglingastarfið er frábært og bæjaryfirvöld eru með góðan stuðning,“ sagði Hulda í samtali við Fréttablaðið. Hulda segir að ekkert lát sé á fjölgun iðkenda í golfinu hér á landi. „Nýjustu tölur staðfesta að enn fjölgar þeim kylfingum á Íslandi sem kjósa að skrá sig í golfklúbba. Milli áranna 2021-2022 varð 5% fjölgun og í dag eru skráðir um 23.500 iðkendur í golfi á Íslandi. Þegar rýnt er nánar í tölur kemur í ljós að fjölgunin er mest í yngstu aldurshópunum upp að 19 ára aldri og endurspeglar sú þróun þá markvissu og öflugu vinnu innan golfklúbbanna að fjölga ungu fólki, tryggja endurnýjun iðkenda og um leið að tryggja þátttak- endur í keppnishaldi þeirra yngri í golfíþróttinni. Maður var svolítið spenntur að sjá iðkendatölurnar eftir Covid af þeirri ástæðu að það voru allir heima og ekki að fara í golfferðir til útlanda. Íþróttin er gríðarlega vinsæl og það eru fleiri og fleiri sem vilja kynna sér hana,“ segir Hulda. Erum með puttann á púlsinum Almenningur hefur hópast á golf- velli landsins og Hulda segist með- vituð um að oft reynist vera erfitt að fá hreinlega rástíma. „Við erum alveg með puttann á púlsinum að fylgjast með. Á álagstímum er erfitt að komast að. Eftirspurnin eftir því að komast í golf er gríðarleg en golfvellirnir hér á landi eru margir og ég veit til þess að klúbbar fyrir utan höfuð- borgarsvæðið, eins og á Reykja- nesi, fyrir austan fjall og vestur fyrir Hvalfjarðargöng eru enn þá spenntir fyrir því að taka á móti fleiri kylfingum.“ Það bárust heldur betur ánægju- leg tíðindi á dögunum þegar Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR gerði sér lítið fyrir og sigraði á Evrópu- meistaramóti 16 ára og yngri, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi. Sigurinn var sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur sigrar á þessu móti. „Þetta var magnað hjá henni. Hún er 15 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Það er gaman að segja frá því að völva Vikunnar spáði því að það kæmi fram rísandi stórstjarna í kvennagolfinu. Það eru margir rosalega góðir hlutir að gerast í afreksstarfinu. Til að mynda ná ekki allir að taka þátt í Íslandsmót- inu í ár og ekki síst í karlaflokki þar sem þeir eru erlendis að keppa á mótum.“ Hulda hefur setið í embætti forseta Golfsambandsins frá því í nóvember í fyrra en hún tók við því af Hauki Erni Birgissyni og varð um leið fyrsta konan til að gegna forsetaembættinu. „Þetta er búinn að vera mjög ánægjulegur tími og maður fyllist gríðarlegu stolti að sjá hversu vel golfklúbbarnir halda utan um starf golfhreyfingarinnar í heild sinni á Íslandi. Það er sama hvert maður kemur á landsbyggðina. Alls staðar er unnið mjög metn- aðarfullt starf þar sem fólk brennir af áhuga að bjóða fleiri að spila og vera með í sportinu. Það hefur gefið mér mikið að fá að kynnast fólkinu aðeins betur sem starfar við golf á Íslandi í dag og auðvitað öllum kylfingunum.“ En hvernig stendur forsetinn sig sjálfur með kylfurnar? „Ég náði á dögunum mínum besta hring og það í sjálfu meistara- móti. Mikið spil er að skila sér hjá forsetanum. Forgjöfin stendur í 12,3 núna. Maður er að para fleiri holur og einstaka fuglar detta inn.“ n Íþróttin er gríðarlega vinsæl Hulda Bjarnadóttir er forseti Golfsambands Íslands. MYND/AÐSEND 4 kynningarblað A L LT 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.