Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 27

Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 27
Vilt þú bætast í hóp leiðtoga borgarinnar? Upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar (loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is). Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022. Umsjón með ráðningu hefur ráðningastofan Intellecta. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfnisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samvinnu við Intellecta. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Sviðsstjórar heyra beint undir borgarstjóra og falla launakjör þeirra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Um störf sviðsstjóra gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda sem heyra undir borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Ráðið er af borgarráði í starf sviðsstjóra til fimm ára. Ítarlegri upplýsingar um störfin og hæfniskröfur má finna á www.intellecta.is. Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi en borgarráð hefur samþykkt að sameina menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið í eitt svið. Hið nýja svið mun starfa með menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Skipulag sviðsins er í mótun og mun nýr sviðsstjóri koma að undirbúningi við skipulag þess. Fyrirhugað er að nýtt sameiginlegt svið beri ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja, hátíða og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar-, íþrótta- og tómstundalífið. Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Ein af megináherslum sviðsins næstu fimm árin er innleiðing nýrrar velferðarstefnu Reykjavíkurborgar en einkunnarorð hennar eru Reykjavík – fyrir okkur öll. Stafræn umbreyting á þjónustu, innleiðing laga um farsæld barna og aukið samráð við hagsmunaaðila eru á meðal fjölmargra verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnunnar. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Sviðsstjóri velferðarsviðs Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.