Fréttablaðið - 06.08.2022, Page 28
Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til 17. ágúst 2022.
Tæknistjóri
Nói Síríus leitar að öflugum tæknistjóra til að leiða tæknideild
fyrirtækisins sem sér um rekstur og viðhald á vélum og húsnæði
Nóa Síríusar. Framundan eru einnig stór innleiðingarverkefni á nýjum
tækjabúnaði. Við leitum því að kraftmiklum einstaklingi til að leiða
fjölbreytt verkefni.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Dagleg stjórnun og rekstur tæknideildar
• Ábyrgð á rekstri og viðhaldi véla og tækja Nóa Síríusar
• Umsjón með framþróun tæknibúnaðar og húsnæðis
• Þátttaka í framtíðarskipulagi og uppsetningu framleiðslubúnaðar
• Ábyrgð á innkaupum og innleiðingu véla, tækja og varahluta
• Áætlanagerð, verkefnastjórnun, samskipti við birgja
og samningagerð
• Rekstur öryggiskerfa og búnaðar ásamt setu í öryggisnefnd
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólanám á sviði rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði
eða tæknifræði er skilyrði
• Iðnmenntun, t.d. vélvirkjun, rafvirkjun eða sambærilegt,
er mikill kostur
• Reynsla af viðhaldi fasteigna er kostur
• Reynsla af verkefnastjórnun, hóp- eða deildarstjórnun er kostur
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Nói Síríus er rótgróið og öflugt fyrirtæki á
matvælamarkaði. Hjá Nóa Síríus starfar samhentur
hópur um 120 starfsmanna sem hefur það
sameiginlega markmið að gleðja bragðlauka
þjóðarinnar. Til þess er fjöldi sælgætistegunda
framleiddur í glæsilegum húsakynnum fyrirtækisins
að Hesthálsi 2-4.
Síríus súkkulaðið hefur verið ómissandi hluti af
hátíðarstundum Íslendinga í tæp níutíu ár og Nói
Síríus einsetur sér að vera í hópi leiðandi fyrirtækja
á sínu sviði. Það gerir fyrirtækið með því að bjóða
eftirsóknarverða gæðavöru og þjónustu sem
standast ýtrustu kröfur viðskiptavina á alþjóðlegan
mælikvarða. Vöruþróun skipar að auki stóran sess í
starfsemi Nóa Síríusar og nýjungar fyrirtæksins líta
reglulega dagsins ljós í hillum verslana, Íslendingum
til mikillar ánægju.
Nói Síríus telur að bestum árangri sé náð í starfi
þegar þekking og færni starfsfólks fá að njóta
sín og einstaklingurinn finnur til ábyrgðar. Í slíku
andrúmslofti leggjast allir á eitt og skapa traustan
grunn að öflugum rekstri.
hagvangur.is
Sótt er um starfið
á hagvangur.is