Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 28
Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til 17. ágúst 2022. Tæknistjóri Nói Síríus leitar að öflugum tæknistjóra til að leiða tæknideild fyrirtækisins sem sér um rekstur og viðhald á vélum og húsnæði Nóa Síríusar. Framundan eru einnig stór innleiðingarverkefni á nýjum tækjabúnaði. Við leitum því að kraftmiklum einstaklingi til að leiða fjölbreytt verkefni. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Dagleg stjórnun og rekstur tæknideildar • Ábyrgð á rekstri og viðhaldi véla og tækja Nóa Síríusar • Umsjón með framþróun tæknibúnaðar og húsnæðis • Þátttaka í framtíðarskipulagi og uppsetningu framleiðslubúnaðar • Ábyrgð á innkaupum og innleiðingu véla, tækja og varahluta • Áætlanagerð, verkefnastjórnun, samskipti við birgja og samningagerð • Rekstur öryggiskerfa og búnaðar ásamt setu í öryggisnefnd Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólanám á sviði rafmagnsverkfræði, vélaverkfræði eða tæknifræði er skilyrði • Iðnmenntun, t.d. vélvirkjun, rafvirkjun eða sambærilegt, er mikill kostur • Reynsla af viðhaldi fasteigna er kostur • Reynsla af verkefnastjórnun, hóp- eða deildarstjórnun er kostur • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Nói Síríus er rótgróið og öflugt fyrirtæki á matvælamarkaði. Hjá Nóa Síríus starfar samhentur hópur um 120 starfsmanna sem hefur það sameiginlega markmið að gleðja bragðlauka þjóðarinnar. Til þess er fjöldi sælgætistegunda framleiddur í glæsilegum húsakynnum fyrirtækisins að Hesthálsi 2-4. Síríus súkkulaðið hefur verið ómissandi hluti af hátíðarstundum Íslendinga í tæp níutíu ár og Nói Síríus einsetur sér að vera í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði. Það gerir fyrirtækið með því að bjóða eftirsóknarverða gæðavöru og þjónustu sem standast ýtrustu kröfur viðskiptavina á alþjóðlegan mælikvarða. Vöruþróun skipar að auki stóran sess í starfsemi Nóa Síríusar og nýjungar fyrirtæksins líta reglulega dagsins ljós í hillum verslana, Íslendingum til mikillar ánægju. Nói Síríus telur að bestum árangri sé náð í starfi þegar þekking og færni starfsfólks fá að njóta sín og einstaklingurinn finnur til ábyrgðar. Í slíku andrúmslofti leggjast allir á eitt og skapa traustan grunn að öflugum rekstri. hagvangur.is Sótt er um starfið á hagvangur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.