Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 29

Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 29
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2022. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Forstjóri Festi auglýsir starf forstjóra laust til umsóknar. Festi er eitt stærsta fyrirtæki landsins og leitar að öflugri manneskju sem býr yfir framsýni og krafti til að leiða félagið áfram inn í framtíðina. Frá samruna Festi og N1 árið 2018 hefur tekist að byggja upp leiðandi fyrirtæki í verslun og þjónustu á landsvísu. Þessi árangur hefur skilað hluthöfum góðri og stöðugri ávöxtun af fjárfestingu í félaginu sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Forstjóri stýrir daglegum rekstri félagsins í samvinnu við það öfluga starfsfólk sem hjá því starfar. Forstjóri mótar stefnu í samstarfi við stjórn og gegnir lykilhlutverki í aðlögun félagsins að síbreytilegu rekstrarumhverfi. Spennandi tækifæri eru framundan og má þar nefna umhverfismál, orkuskipti, stafræna umbreytingu, þróun fasteignasafns og lóða og vaxandi þátttöku félagsins í daglegu lífi hins mikla fjölda viðskiptavina þess. Rétta manneskjan í starf forstjóra Festi þarf að búa yfir • Víðtækri reynslu af stjórnun og rekstri • Stefnumótandi hugsun • Drifkrafti, metnaði og getu til að byggja upp liðsheild • Sterkri samfélagsvitund • Brennandi áhuga á umhverfinu, viðskiptum og íslensku samfélagi • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum Festi hf. er í dag eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga og snýr starfsemi félagsins að fjárfestingum og stoðþjónustu við Bakkann vöruhótel, ELKO, Festi fasteignir, Krónuna og N1. Hlutabréf Festi hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Starfsfólk Festi og rekstrarfélaga eru samtals 2.000 á starfsstöðvum um allt land. Velta félagsins árið 2021 var 101 milljarður. hagvangur.is Sótt er um starfið á hagvangur.is 2019 - 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.