Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 31
Festa er metnaðarfullur og skemmtilegur vinnustaður þar sem hægt er að hafa áhrif og leiða verkefni með sýnilegum árangri. Festa eru frjáls félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Drifkraftur Festu er að íslenskt samfélag og atvinnulíf verði leiðandi á sviði sjálfbærni. Aðild eiga yfir 170 fyrirtæki, stofnanir og sveitafélög. Samfélag Festu er einstakt netverk leiðandi aðila á sviði sjálfbærs reksturs og nýsköpunar. Okkar starf er tilgangsdrifið, við eigum í uppbyggilegu samstarfi og leggjum áherslu á gagnkvæman stuðning ólíkra aðila í átt að settu marki. www.samfelagsabyrgd.is. Viltu taka þátt í 6. iðnbyltingunni - sjálfbærnibyltingunni? Festa – miðstöð um sjálfbærni leitar að skapandi og drífandi samfélagsmiðla meistara og verkefnastjóra í teymið hjá sér. Við leitum að manneskju með brennandi áhuga á fræðslu, miðlun og sjálfbærni til að stýra samfélagsmiðlum Festu, ritstýra Fréttablaði Festu, uppfæra heimasíðuna okkar og verkefnastýra afmörkuðum hreyfiaflsverkefnum. Helstu verkefni: • Dagleg umsjón með samfélagsmiðlum og heimasíðu Festu. • Setja inn og framleiða efni fyrir samfélagsmiðla, s.s. textavinna og myndefni. • Mótun markaðs- og fræðsluefnis. • Umsjón og ritstjórn Fréttabréfs og ársskýrslu Festu. • Verkefnastjórn. • Samskipti við samstarfsaðila og félaga í Festu. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi. • Þekking á helstu samfélagsmiðlum og hugbúnaði eins og Facebook Business Manager, Canva, Crowdsignal og Mailchimp, eða sambærilegum. • Hæfni til að greina gögn. • Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til hnitmiðaðra textasmíða. • Gott auga fyrir hrífandi og grípandi myndefni. • Frumkvæði, fróðleiksfýsn, sjálfstæð vinnubrögð, skapandi og gagnrýnin hugsun. Umsjón með ráðningarferlinu hafa Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) og Jensína Kristín Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Samfélagsmiðla- og verkefnastjóri Umsóknarfrestur er til og með 16. ágúst nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og hnitmiðað kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Hildur J. Ragnars ­ dóttir (hildur@vinnvinn.is) og Garðar Ó. Ágústsson (gardar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Loftslagsráð er fulltrúaráð sem í eiga sæti fulltrúar sveitarfélaga, launþega, neytenda, viðskipta- og atvinnulífs, bænda, háskóla- samfélagsins, umhverfisverndar samtaka og ungs fólks. Formaður og varaformaður eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Ráðið fer ekki með stjórnvaldsheimildir en sækir umboð sitt til laga um loftslagsmál og er ætlað að vera sjálfstætt í störfum sínum og veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf. Það sinnir hlutverki sínu með því að rýna áætlanir stjórnvalda, stuðla að upplýstri umræðu, standa fyrir miðlun upplýsinga og viðburðum um loftslagstengd málefni. Loftslagsráð leitar að framkvæmdastjóra til að reka skrifstofu og sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði ráðsins. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og metnað fyrir loftslagsmálum, býr yfir góðri samskiptahæfni, reynslu af málefnavinnu og innsýn í stefnur og strauma í íslensku samfélagi, atvinnulífi og stjórnsýslu. Starfssvið: • Yfirumsjón með þróun og rekstri skrifstofu Loftslagsráðs þ.m.t. fjárhags- og starfsáætlanagerð, ábyrgð á bókhaldi og ráðstöfun fjármuna. • Umsjón með framvindu verkefna ráðsins og starfsfólki og aðkeyptri sérfræðiþjónustu. • Þjónusta sem ritari Loftslagsráðs sem felur í sér skipulag og þjónustu við fundi ráðsins, undirbúning fundagagna og eftirfylgni. • Fagleg greiningarvinna. • Samstarf við hagaðila á sviði loftslagsmála, stjórnarráðið, önnur loftslagsráð og aðra erlenda samstarfsaðila. • Önnur verkefni sem formaður og varaformaður fela framkvæmdastjóra. Menntunar­ og hæfniskröfur: • Meistaragráða sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla á öllum þremur víddum sjálfbærni. • Reynsla af vef- og samfélagsmiðlun og samskiptum við fjölmiðla. • Reynsla af málefnavinnu og innsýn í stefnur og strauma í íslensku samfélagi, atvinnulífi og stjórnsýslu. • Framúrskarandi samskipta- og samvinnuhæfileikar. • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður. • Ögun í vinnubrögðum. • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku. • Grunnþekking á áætlanagerð er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Framkvæmdastjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.