Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 32
Starfsmaður í viðhaldsteymi
Orkuveita Húsavíkur er framsækið
og fjölbreytt fyrirtæki sem er
samfélagslega mikilvægt til að
auka búsetugæði á starfssvæði
þess.
Nánari upplýsingar um Orkuveitu
Húsavíkur má finna á www.oh.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 225.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Daglegur rekstur hita-, vatns- og fráveitukerfa
• Álestur mæla og kerfisvöktun
• Borholueftirlit
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður
svarað að ráðningu lokinni.
• Iðnmenntun sem nýtist í starfi
• Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
• Góð öryggisvitund
• Jákvætt viðhorf, frumkvæði og drifkraftur
• Fagleg vinnubrögð, skipulagshæfni og færni í
mannlegum samskiptum
• Góð tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Ökuréttindi skilyrði
Orkuveita Húsavíkur óskar eftir að ráða öflugan einstakling í viðhaldsteymi áhaldahúss. Leitað er
að einstaklingi sem býr yfir drifkrafti, samskiptafærni, umbótasinnuðum hugsunarhætti og með ríka
öryggisvitund. Viðkomandi er hluti af viðhaldsteymi sem sinnir hita-, vatns- og fráveitu á starfssvæði
Orkuveitu Húsavíkur.
Hjúkrunarforstjóri Lundar
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur á Hellu leitar að framsýnum leiðtoga í stöðu
hjúkrunarforstjóra heimilisins. Um fullt starf er að ræða.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og
Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð
og mannauðsmálum heimilisins
• Fagleg forysta og ábyrgð á hjúkrunarþjónustu Lundar
gagnvart íbúum
• Stefnumótun og umsjón með umbótaverkefnum
• Samskipti við hagsmunaaðila heimilisins
• Þátttaka í stjórnarfundum og ábyrgð á framfylgd
ákvarðana stjórnar
• Í starfinu felst klínísk vinna að hluta
Helstu verkefni og ábyrgð:
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur er staðsett á Hellu í Rangárþingi ytra og búa þar 33 íbúar. Starfsfólk Lundar eru
65-73 talsins. Á Lundi er áhersla lögð á að bera virðingu fyrir einstaklingnum og fyrri venjum hans og siðum og að hann
og fjölskylda hans njóti trúnaðar og umhyggju í samskiptum. Markmið Lundar er að veita bestu andlegu, líkamlegu og
félagslegu þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og styðjast við viðurkennd viðmið. Einnig að styðja við bak einstaklingsins
svo hann megi halda sjálfstæði, virkni, lífsgleði og reisn til æviloka. Nánari upplýsingar um Lund má finna á www.hellu.is.
• Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi
• Framhaldsmenntun í stjórnun eða klínískri hjúkrun er
kostur
• Þekking á öldrunarmálum er æskileg
• Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum,
þjónustulund og jákvæðni
• Leiðtogahæfni, framsýni, drifkraftur og metnaður í starfi
• Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og umbótasinnað
hugarfar
• Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur: