Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 35

Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 35
Taktu þátt í að móta framtíðina! Við leitum að drífandi einstaklingum í embætti skrifstofustjóra samkvæmt nýju skipuriti ráðuneytisins sem kynnt var 2. júní 2022. Við leitum að fólki sem hugsar í lausnum og sér tækifæri í öllum hindrunum. Við viljum ráða til starfa einstaklinga sem þrífast á krefjandi verkefnum, skynja taktinn í samfélaginu og vilja breyta til hins betra. Við ætlum sérstaklega að auka áherslu á uppbyggingu mannauðs, stafrænar breytingar og hagrænar greiningar á verkefnum. Mennta- og barnamálaráðuneyti auglýsir fjögur embætti skrifstofustjóra laus til umsóknar Á samfélagsmiðlum má sjá kynningu ráðherra á nýju skipulagi ráðuneytisins. Markmiðið með nýju skipulagi er að efla teymis- vinnu, skilvirkni og árangur innan mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þannig nýtist mannauður ráðuneytisins sem best til að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna og ungmenna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi. Til að stuðla að farsælum árangri er rík áhersla lögð á skilvirkni og nýtingu tölfræði og greininga við mótun tillagna um aðlögun eða breytingar á stefnu, lögum og reglugerðum. Framundan er spennandi og viðamikið verkefni við að móta nýjar skrifstofur og nýtt verklag innan ráðuneytisins. Um er að ræða fjórar krefjandi stjórnunarstöður sem reyna á frum- kvæði, samskiptahæfni, forystuhæfileika og öguð vinnubrögð. Skrifstofustjórar eru hluti af stjórnendateymi ráðuneytisins og heyra beint undir ráðuneytisstjóra. Helstu verkefni • Þátttaka í mótun stefnu og innleiðingu stefnumarkandi ákvarðana. • Ábyrgð á faglegu starfi, farsælli stjórnun og rekstri skrifstofu. • Leiða og styðja öflugt starfsfólk til árangurs. • Ábyrgð á stjórnsýslulegum skyldum skrifstofunnar. • Yfirumsjón með verkefnum skrifstofunnar og forgangsröðun þeirra í samráði við ráðuneytisstjóra og aðra stjórnendur ráðuneytisins. • Virk þátttaka í samstarfi og samvinnu innan ráðuneytisins. • Leiða samskipti og samstarf við önnur ráðuneyti, hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum ráðuneytisins. Hlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna og ungmenna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi. Ráðuneytið fer með málefni skóla og fræðslu, æskulýðs- og íþróttamál, velferðarmál barna og barnavernd. Nám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi heyrir undir ráðuneytið, svo og námsmat, námsgögn og námsskrárgerð á þeim skólastigum. Þá heyra listaskólar og lýðskólar undir ráðuneyti mennta- og barnamála. Nánari upplýsingar um embættin má finna á Starfatorg.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 08.08.2022. Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar Stefnumótun fyrir málefnasvið ráðuneytisins og innleiðingu stefnu. Undirbúningur stefnumála og áherslna ráðherra eins og þær birtast í sértækum stefnum, lögum, fjármála- áætlunum og fjárlögum. Skrifstofa greininga og fjármála Öflun, greining og framsetning tölfræði- gagna er varða málefnasvið ráðuneytisins og mat á hagrænum og fjárhagslegum áhrifum stefnumótandi tillagna og aðgerða. Yfirumsjón með gerð og eftirfylgni fjármála- áætlunar og fjárlaga. Skrifstofa gæða- og eftirlitsmála Eftirlit með framkvæmd og innleiðingu gildandi reglna, laga og verkefnaáætlana á málefnasviði ráðuneytisins, m.a. með námi og kennslu á öllum skólastigum. Ábyrgð á framkvæmd gæðamats og eftirliti með gæðastarfi í undirstofnunum ráðuneytisins. Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu Samhæfing á starfsemi ráðuneytisins, umsjón með umbótastarfi, undirbúningur og eftirfylgni með settum áherslum í starfsemi þess.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.