Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.08.2022, Blaðsíða 35
Taktu þátt í að móta framtíðina! Við leitum að drífandi einstaklingum í embætti skrifstofustjóra samkvæmt nýju skipuriti ráðuneytisins sem kynnt var 2. júní 2022. Við leitum að fólki sem hugsar í lausnum og sér tækifæri í öllum hindrunum. Við viljum ráða til starfa einstaklinga sem þrífast á krefjandi verkefnum, skynja taktinn í samfélaginu og vilja breyta til hins betra. Við ætlum sérstaklega að auka áherslu á uppbyggingu mannauðs, stafrænar breytingar og hagrænar greiningar á verkefnum. Mennta- og barnamálaráðuneyti auglýsir fjögur embætti skrifstofustjóra laus til umsóknar Á samfélagsmiðlum má sjá kynningu ráðherra á nýju skipulagi ráðuneytisins. Markmiðið með nýju skipulagi er að efla teymis- vinnu, skilvirkni og árangur innan mennta- og barnamálaráðuneytisins. Þannig nýtist mannauður ráðuneytisins sem best til að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna og ungmenna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi. Til að stuðla að farsælum árangri er rík áhersla lögð á skilvirkni og nýtingu tölfræði og greininga við mótun tillagna um aðlögun eða breytingar á stefnu, lögum og reglugerðum. Framundan er spennandi og viðamikið verkefni við að móta nýjar skrifstofur og nýtt verklag innan ráðuneytisins. Um er að ræða fjórar krefjandi stjórnunarstöður sem reyna á frum- kvæði, samskiptahæfni, forystuhæfileika og öguð vinnubrögð. Skrifstofustjórar eru hluti af stjórnendateymi ráðuneytisins og heyra beint undir ráðuneytisstjóra. Helstu verkefni • Þátttaka í mótun stefnu og innleiðingu stefnumarkandi ákvarðana. • Ábyrgð á faglegu starfi, farsælli stjórnun og rekstri skrifstofu. • Leiða og styðja öflugt starfsfólk til árangurs. • Ábyrgð á stjórnsýslulegum skyldum skrifstofunnar. • Yfirumsjón með verkefnum skrifstofunnar og forgangsröðun þeirra í samráði við ráðuneytisstjóra og aðra stjórnendur ráðuneytisins. • Virk þátttaka í samstarfi og samvinnu innan ráðuneytisins. • Leiða samskipti og samstarf við önnur ráðuneyti, hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum ráðuneytisins. Hlutverk mennta- og barnamálaráðuneytisins er að tryggja að menntun, aðbúnaður og réttindi barna og ungmenna á Íslandi séu ávallt í fyrirrúmi. Ráðuneytið fer með málefni skóla og fræðslu, æskulýðs- og íþróttamál, velferðarmál barna og barnavernd. Nám á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi heyrir undir ráðuneytið, svo og námsmat, námsgögn og námsskrárgerð á þeim skólastigum. Þá heyra listaskólar og lýðskólar undir ráðuneyti mennta- og barnamála. Nánari upplýsingar um embættin má finna á Starfatorg.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 08.08.2022. Skrifstofa stefnumótunar og innleiðingar Stefnumótun fyrir málefnasvið ráðuneytisins og innleiðingu stefnu. Undirbúningur stefnumála og áherslna ráðherra eins og þær birtast í sértækum stefnum, lögum, fjármála- áætlunum og fjárlögum. Skrifstofa greininga og fjármála Öflun, greining og framsetning tölfræði- gagna er varða málefnasvið ráðuneytisins og mat á hagrænum og fjárhagslegum áhrifum stefnumótandi tillagna og aðgerða. Yfirumsjón með gerð og eftirfylgni fjármála- áætlunar og fjárlaga. Skrifstofa gæða- og eftirlitsmála Eftirlit með framkvæmd og innleiðingu gildandi reglna, laga og verkefnaáætlana á málefnasviði ráðuneytisins, m.a. með námi og kennslu á öllum skólastigum. Ábyrgð á framkvæmd gæðamats og eftirliti með gæðastarfi í undirstofnunum ráðuneytisins. Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu Samhæfing á starfsemi ráðuneytisins, umsjón með umbótastarfi, undirbúningur og eftirfylgni með settum áherslum í starfsemi þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.