Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 42

Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 42
Skóla- og frístundasvið Fjármálaráðgjafi Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálaráðgjafa við starfsstaði sviðsins. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar auk starfssemi skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Umsókn fylgi starfsferilskrá og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 15.ágúst 2022. Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðeigandi stéttarfélög. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf. Nánari upplýsingar veita Kristján Gunnarsson, kristjan.gunnarsson@reykjavik.is og Guðmundur G Guðbjörnsson gudmundur.g.gudbjornsson@reykjavik.is, og í síma 411-1111 Helstu verkefni: • Umsjón með gerð fjárhagsáætlana i samvinnu við stjórnendur starfsstöðva. • Greining á uppgjörum starfsstöðva. • Fjárhaglegt eftirlit með starfsstöðvum • Rekstrarráðgjöf og við stjórnendur starfsstöðva og miðlun fjárhagsupplýsinga til stjórnenda starfsstaða. Menntunar- og hæfniskörfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Þekking á skólastarfssemi mikill kostur. • Reynsla af fjárhagskerfum æskileg • Reynsla af greiningarstörfum æskileg. • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. • Lipurð og hæfni í samskiptum. • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Náttúrufræðingur eða lífeindafræðingur við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar – Þjóðarátak gegn mergæxlum Laust er til umsóknar fullt starf náttúrufræðings, lífeindafræðings eða aðila með sambærilega menntun í fullt starf við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar – Þjóðarátak gegn mergæxlum sem hófst í nóvember 2016 og tilheyrir Læknadeild innan Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknin Blóðskimun til bjargar er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands og í alþjóðlegu samstarfi. Öllum einstaklingum 40 ára og eldri sem eru búsettir á Íslandi var boðin þátttaka og skimað var fyrir forstigi mergæxlis hjá 74 þúsund einstaklingum. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum, leiðir rannsóknina og er hún gerð í samstarfi við rannsóknarhóp hans. Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík +354 525 4000, hi@hi.is, www.hi.is Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2022. Sótt er um á vef Háskóla Íslands eða á starfatorg.is. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Þórðardóttir – art@hi.is. Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í meira en 50 ár 16 ATVINNUBLAÐIÐ 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.