Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 43
Isavia leitar að reyndum verkefnastjóra sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur áhuga á að starfa í spennandi og líflegu umhverfi. Viðkomandi mun starfa í öflugu fagteymi sem sér um rekstur og viðhald bygginga og brauta á Keflavíkurflugvelli og mun vinna í miklu samstarfi við aðra verkefnastjóra deildarinnar. Verkefnastjóri mun sinna rekstri og viðhaldi kerfa eins og loftræsikerfa, kælikerfa, ofanvatnskerfa, eldsneytiskerfa o.fl. Þá hefur viðkomandi verkstjórn með tilteknum stærri viðhaldsverkefnum og fjárfestingaverkefnum deildarinnar sem felur í sér mikil samskipti við verktaka og hönnuði. Helstu verkefni: • Umsjón með viðhaldi og rekstri loftræsikerfa, kælikerfa, ofanvatnskerfa, eldsneytiskerfa o.fl. • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana • Vinna við útboðslýsingar og öflun verðtilboða • Samskipti við verktaka og hönnuði og umsjón og eftirlit með verkum þeirra • Úttektir á verkefnum og verkum • Skýrslugerð, gagnasöfnun og úrvinnsla gagna • Vinna með verkbeiðnakerfi, umsjónarkerfi fasteigna og skjalastjórnunarkerfi • Umsjón með innkaupum vegna verkefna, kostnaðareftirlit og yfirferð reikninga • Þátttaka í innra starfi deildarinnar og umbótaverkefnum • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Vélfræðingur, véliðnfræðingur, véltæknifræðingur, vélaverkfræðingur, byggingartæknifræðingur eða sambærileg menntun • Fag- og iðnmenntun kostur og reynsla af viðhaldsverkefnum, rekstri og umsjón kerfa er er mjög æskileg • Lágmark tveggja ára reynsla af verkefnastjórn og reynsla af ástandsgreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana æskileg • Æskilegt er að starfsmaður hafi góða fagþekkingu og innsýn í rekstur og viðhalda á kerfum eins og hreinlætis- og hitakerfa, loftræsikerfa, vatnsúða- og snjóbræðslukerfa, vatnsveitu, fráveitu- og ofanvatnslögnum, kælikerfum og eldneytiskerfum • Góð samskiptahæfni og þjónustulund • Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og mæltu máli ásamt reynslu af framsetningu gagna í kynningum Isavia óskar eftir að ráða verkefnastjóra í bygginga- og samgöngudeild. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds. Verkefnastjóri ber ábyrgð á frágangi innan- og utanhúss á Keflavíkurflugvelli og hefur umsjón með tilteknum verkefnum í rekstri og viðhaldi á húsnæði flugvallarins. Viðkomandi vinnur náið með öðrum verkefnastjórum deildarinnar sem hver ber ábyrgð á sínu fagsviði. Helstu verkefni: • Verkefnastjórn á fagsviði Bygginga og viðhalds • Gerð ástandsmats á byggingarhlutum og mannvirkjum • Fagleg ráðgjöf með viðhaldsverkefnum og verkefnum viðhaldsflokks • Gerð verk-, kostnaðar- og framkvæmdaáætlana • Samskipti við verktaka, aðrar deildir og fagsvið • Umsjón með innkaupum vegna verkefna, kostnaðareftirlit og yfirferð reikninga • Vinna með útboðslýsingar og öflun verðtilboða Menntunar- og hæfniskröfur • Byggingafræði, byggingatækni-, eða verkfræðimenntun • Fag- og iðnaðarmenntun kostur • Reynsla af verkefnastjórn, ástandsgreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana • Góð fagþekking á sviði bygginga og viðhalds • Mikið frumkvæði og góð samskiptahæfni • Góð tölvuþekking • Góð þekking á helstu teikniforritum kostur Lagnir og kerfi Öflugir verkefnastjórar óskast Reglulegt viðhald og framkvæmdir Hlutverk deildar bygginga og brauta er að tryggja að rekstur og viðhald húsnæðis sé skilvirkt með hagkvæmni að leiðarljósi og í samræmi við þarfir viðskiptavina og notenda sem fara um Flugstöðina og Keflavíkurflugvöll. Byggingar á ábyrgðarsviði deildarinnar telja tæplega 140.000 fermetra og er flugstöðin stærsta byggingin (70.000 m2) og er nú þegar hafin stækkun á henni um 20.000 fermetra. Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar um störfin veitir Ágúst Kristinn Björnsson deildarstjóri Bygginga og brauta, agust.bjornsson@isavia.is. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.