Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 56

Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 56
Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Þótt komið sé fram yfir verslunarmannahelgi er sumarið alls ekki búið og alltaf tími til að njóta, hvort sem er heima eða í sumar- bústaðnum. Við fengum Sindra Frey Kristinsson á Aurora veitingastaðnum á Icelandair hótel á Akureyri til að töfra fram einn af sínum uppáhalds grillréttum fyrir helgina. Sindri Freyr er uppalinn á Ólafs- firði og hefur alltaf haft mikinn áhuga á mat og matreiðslugerð. „Móðir mín, Ágústa Kristjáns- dóttir, einn besti heimiliskokkur sem ég þekki, ýtti mikið undir þennan áhuga minn og stóð ég oft uppi á kolli og aðstoðaði hana við eldamennsku heimilisins sem lítill strákur og lærði mikið af henni. Þegar ég var ellefu ára fluttum við til Akureyrar, þar kláraði ég Lundarskóla en leið mín lá síðan í Verkmenntaskólann í grunnnám fyrir kokkinn. Eftir grunnnámið vann ég hluta- vinnu á Strikinu ásamt því að klára stúdentspróf frá Verkmenntaskól- anum á Akureyri á viðskipta- og hagfræðibraut. Ég komst svo á námssamning í matreiðslu hjá Strikinu, vann þar undir Garðari Kára og lærði mikið þar. Útskrifað- ist svo sem kokkur í desember 2016. Þaðan fór ég til London og vann í eitt ár á Texture sem var á þeim tíma einnar Michelin stjörnu-staður og lærði helling af Agnari Sverrissyni sem var eigandi staðarins. Í byrjun árs 2018 fór ég að vinna hjá Bláa Lóninu á Moss restaurant og var þar næstu fjögur ár og vann mig upp sem aðstoðar- yfirmatreiðslumann þar. Í maí á þessu ári bauðst mér að flytja aftur norður og taka við sem yfirmat- reiðslumaður hér á Aurora, sem ég þáði, og er því kominn aftur norður í heimahagana,“ segir Sindri sem nýtur sín til fulls í matargerðinni fyrir norðan nálægt heimahög- unum. Árstíðabundnir matseðlar Þegar kemur að því að velja hráefni og áherslur í matargerðinni er Sindri með puttann á púlsinum. „Áherslan í matargerð liggur í að vinna með árstíðabundinn matseðil. Við tökum ekki sérstaka matreiðslustefnu, eins og ítalskt eða nýnorrænt, heldur vinnum við með matseðlana árstíða- bundið og hvaða hráefni er best hverju sinni. Sem sagt léttan og ferskan mat á sumrin þar sem við notum ekki mikið af smjöri Ómótstæðilegur grillaður lax með mangósalsa Sindri Freyr velur ferskt og léttara hráefni á sumrin og nýtur þess að grilla sjávarfang með léttu og fersku meðlæti sem bragð er af. MYND/AÐSEND Grillaði laxinn lítur einstaklega vel út með mangósalsa. og rjóma í matargerðina. Við munum síðan með haustinu færa okkur í hápunktinn í árstíðinni sem liggur í berjum og öllu því sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. Meðal annars munum við bjóða upp á villibráðarseðil í október og jólaseðil um miðjan nóvember.“ Metnaðurinn í matargerðinni er mikill og Sindri horfir fram í tímann þegar kemur að uppsetn- ingu matseðilsins. „Í janúar 2023 munum við koma með vetrarseðil sem verður tölu- vert þyngri. Þar ætlum við okkur að vinna meira með smjör, rjóma og langtímaeldun sem vetrar- stemningin hefur upp á að bjóða. Með páskunum munum við fara aftur yfir í létta máltíð og þegar það líður á sumarið færum við okkur í sumarlegri seðil.“ Allir matseðlarnir eru þróaðir af Sindra og eru með hans fingrafari. „Þetta eru matseðlar sem hafa þróast í hausnum á mér í gegnum ferilinn og ég fæ tækifæri til að láta ljós mitt skína í gegnum matinn.“ Nýtur sín í matargerðinni „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta fag er hversu fjölbreytt það er. Enginn dagur er leiðinlegur því maður er mjög sjaldan að gera sömu hlutina aftur og aftur. Uppáhaldshráefnið mitt í augnablikinu núna eru tómatar yfir sumartímann, þar sem þeir eru bragðbestir, og hægt að nota þá á ótrúlega fjölbreyttan hátt. Svo finnst mér ferskur fiskur alltaf góður og eitthvað sem er á heims- mælikvarða hér á Íslandi. Við höfum reyndar oft verið heppnari með veðrið hér fyrir norðan á sumrin heldur en í ár,“ segir Sindri með bros á vör og er spenntur fyrir að töfra fram kræs- ingar fyrir matargesti helgarinnar. „Við teymið á Aurora rest- aurant erum ótrúlega spennt fyrir komandi tíma.“ Sindri deilir með lesendum einum af sínum uppáhalds grill- rétti sem steinliggur. Hér er á ferðinni sumarlegur og ómótstæði- lega ljúffengur lax með grilluðu guacamole, mangósalsa og jógúrt- sósu með dilli og gúrku sem allir ættu að ráða við. Grillaður lax með guacamole, mangósalsa og jógúrtsósu Fyrir fjóra Mangósalsa 2 mangó 2 rauðir chili 2 meðalstórir skalotlaukar 50 g ólífuolía Börkur af 1 sítrónu Börkur af 1 appelsínu 10 g ferskt kóríander (má sleppa) Safi úr 1 límónu Salt eftir smekk Mangóið er skorið með steininum og síðan skorið í litla bita. Chili er skorið til helminga og fræhreinsað, saxað fínt og bætt saman við mangóið. Skalotlaukurinn er skor- inn fínt niður og blandað saman við mangóið og chili. Sítrónan og appelsínan eru svo raspaðar saman við mangóblönduna og ólífuolíu bætt við. Kóríander er fínt saxað og bætt saman við og smakkað til með salti. Öllu er blandað vel saman í restina og geymt í kæli. Grillað avókadóguacamole 3 þroskuð avókadó 6 kirsuberjatómatar 1 skalotlaukur Salt eftir smekk Ólífuolía Avókadó er opnað og steinninn tekinn úr. Olían er borin á avó- kadóið og heilu kirsuberjatómat- ana og svo skellt á heitt grillið, grillað á sitt hvorri hliðinni í 2 mín- útur. Svo er þetta sett saman í skál og maukað með gaffli þar til gróft mauk hefur myndast. Laukurinn er fínsaxaður og blandað saman við, þetta er svo smakkað til með salti og jafnvel smá ólífuolíu. Jógúrtsósa 150 g grísk jógúrt ½ gúrka 10 g ferskt dill 2 msk. mangó chutney Salt eftir smekk Gúrkan er flysjuð og skorin endi- langt í fjóra bita og kjarninn skorinn úr henni. Gúrkan er svo skorin í litla bita og blandað saman við jógúrtina ásamt mangó chut- neyinu. Dillið er fínt saxað og bætt saman við. Smakkað til með salti. Njótið vel. n 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI astaxanthin Viltu einstaka vörn gegn geislum sólar og bætt rakastig húðarinnar? Öflug virkni fyrir glóandi húð 6 kynningarblað A L LT 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.