Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 06.08.2022, Qupperneq 70
Í ár var leikið í þágu stuðningsfélagsins Ein- stakra barna. Metfjöldi keppir í kvennaflokki á mótinu í Vestmannaeyjum. Ólafur Pálsson olafur@vf.is - Páll Ketilsson pket@vf.is Golffréttir og umfjöllun alla daga Heimamaðurinn Bjarni Þór Lúð- víksson, 18 ára klúbbmeistari Nes- klúbbsins, stóð uppi sem sigur- vegari á hinu árlega góðgerðamóti Nesklúbbsins, Einvíginu á Nesinu, sem fram fór á frídegi verslunar- manna 1. ágúst. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, og Bjarni Þór voru tveir eftir í lokin og hafði Bjarni betur eftir spennandi keppni á loka- holunni. Venju samkvæmt var nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og í ár var leikið í þágu stuðn- ingsfélagsins Einstakra barna. Ein- stök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjöl- skyldur í félaginu. Þorsteinn Guð- jónsson, formaður Nesklúbbsins, og Magnús Örn Guðmundsson frá STEFNI, af hentu Guðrúnu Helgu Bjarni Þór vann einvígið á Nesinu Arnar Daði Svavarsson og Gunn- laugur Árni Sveinsson, báðir úr GKG, gerðu sér lítið fyrir og sigr- uðu í sínum aldursf lokki á sterku alþjóðlegu móti sem fram fór á Lough Erne golfsvæðinu á Norður- Írlandi en hönnuður þess er Sir Nick Faldo. Gunnlaugur Árni, sem er 17 ára, sigraði í f lokki pilta 19 ára og yngri en hann lék hringina þrjá á 5 högg- um undir pari vallar og lék frábært golf, 71-68-71. Gunnlaugur Árni sigraði með 5 högga mun og var sá eini sem lék undir pari. Arnar Daði, sem er 13 ára, sigraði í drengjaf lokki 15 ára og yngri. Hann lék hringina þrjá á +8 eða 223 höggum. Arnar Daði sigraði með 6 högga mun. Aðeins þrír kylfingar af 42 léku alla hringina undir 80 höggum. Keppt var í ýmsum aldursflokkum á þessu móti sem er boðsmót þar sem landsmeisturum víðs vegar að úr Evrópu er boðið að taka þátt. n Afar flottur árangur hjá Gunnlaugi Árna og Arnari Daða í Írlandi Stærsta golfmót ársins, Íslandsmótið í höggleik, hófst á fimmtudag og stendur fram á sunnudag í Vestmanna- eyjum. Gríðarmikill undir- búningur hefur staðið yfir en völlurinn skartar sínu fegursta og er tilbúinn að taka á móti bestu kylfingum landsins. Íslandsmótið var í fyrsta sinn haldið í Eyjum árið 1959 en þá var leikið á 9 holum sem voru útbúnar fyrir mótið en heimamenn urðu að sjá á eftir svæðinu að mótinu loknu. Mótið fór síðast fram í Eyjum 2018 en þá sigruðu Guðrún Brá Björg- vinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Golfklúbbnum Keili. Þar á undan var mótið 2008 en þá vann Helena Árnadóttir úr GA og Kristján Þór Einarsson úr Mosfellsbæ. Árið 2003 vann Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Birgir Leifur Haf þórsson en hann vann einnig 1996. Það var hans fyrsti titill en hann hefur oft- ast allra orðið Íslandsmeistari karla, eða sjö sinnum. Karen Sævarsdóttir úr GS vann þetta ár kvennaflokkinn í Eyjum en það var hennar áttundi titill í röð. Núverandi Íslandsmeistarar eru Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir, bæði úr GKG. Þau eru bæði til leiks og munu fá harða keppni. Metfjöldi er í kvennaflokki á Íslandsmótinu, eða 44 keppendur alls. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra, eða 29%. Frá árinu 2001 hefur meðalfjöldi keppenda í kvennaflokki verið 26, eða 18% af heildarfjölda keppenda. Keppendafjöldinn í kvennaflokki í ár er 54% yfir meðaltali síðustu ára. Alls eru fjórir fyrrum Íslandsmeist- arar á meðal keppenda og þar af tveir atvinnukylfingar. Mótið í ár er því eitt það allra sterkasta þar sem flestir af forgjafarlægstu kylfingum landsins í kvennaflokki eru á meðal keppenda. Það er að miklu að keppa fyrir atvinnukylfingana þar sem að verðlaunaféð fyrir Íslandsmeistara- titil hjá atvinnukylfingum í karla- og kvennaflokki er 500 þúsund kr. Verðlaunafé fyrir fyrsta sætið til áhugakylfings er 90 þús. krónur. kylfingur.is er í Eyjum og fjallar ítarlega um mótið í máli og mynd- um. n Bestu kylfingarnir keppa um þann stóra í Eyjum „Þetta var bara fullkomið högg,“ sagði Arnar Snær Hákonarson, Golfklúbbi Reykjavíkur, en hann fór holu í höggi á 7. braut á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum. „Þetta voru 176 metrar með sex járni. Strákarnir sögðu að boltinn hafi endað 1-2 metra frá holu og svo beint ofan í,“ sagði Arnar Snær, sem lék hringinn á einum yfir pari. Hann fékk fugl næstu tvær holur á eftir þeirri sjöundu og var kominn í forystu með öðrum í mótinu eftir 9 holur en náði ekki að fylgja því eftir á seinni 9 holunum sem hann lék á 4 yfir pari. Engu að síður góður hringur. Með honum í ráshópi var meðal annars Hlynur Geir Hjartar- son sem fór holu í höggi á mánu- daginn á sama velli en á 17. holu. n Fullkomið högg hjá Arnari Snæ Self yssing ur inn Hly nur Geir Hjartarson er þekktur afrekskylf- ingur og hefur leikið golf í tæp 30 ár. Hann náði loks draumahögginu á æfingahring fyrir Íslandsmótið í golfi í Eyjum. Hann fór holu í höggi á hinni mögnuðu 17. braut. Hlynur og tvær dætur hans, Heið- rún Anna og Katrín Embla, keppa á Íslandsmótinu. Svona lýsti Hlynur drauma- högginu á Facebook: „17. hola Vest- mannaeyjum. 132 metrar, 9 járn. Logn og sól. Eftir 28 ár í golfi og mjög marga golfhringi kom loks- ins að þessu. Þetta var geggjað og ólýsanlega gaman og að gera þetta með Gunnhildi konu minni var stór plús. Kalli Haralds, framkvæmda- stjóri GV, sagði að ég væri fjórði sem nær að fara holu í höggi á 17. holu frá upphafi.“ n Loksins draumahögg hjá Hlyni Geir Sigurvegarar og mótshald- arar í Einvíginu á Nesinu. Úrslit í Einvíginu 2022 Sæti 1. Bjarni Þór Lúðvíksson 2. Gunnlaugur Árni Sveinsson 3. Aron Snær Júlíusson 4. Perla Sól Sigurbrandsdóttir 5. Ólafía Þórunn Kristins- dóttir 6. Ragnhildur Kristinsdóttir 7. Hlynur Bergsson 8. Birgir Leifur Hafþórsson 9. Guðrún Brá Björgvinsdóttir 10. Magnús Lárusson Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er frábær og í afar glæsilegu umhverfi.Hlynur Geir glaður með dauma- höggið á 17. braut. Arnar Daði og Gunnlaugur Árni í góðum gír. Arnar Snær brosir breitt með bolta úr holu á 7. braut. Harðardóttur, framkvæmdastjóra Einstakra barna, ávísun að upphæð kr. 1.000.000 í mótslok. Fyrirkomulagið í Einvíginu var þannig að fyrstu tvær holurnar voru leiknar með því sniði að sá fellur úr leik á fyrstu braut sem er fjærst holu eftir þrjú högg og tvö högg á annarri braut. Eftir það var farið í hið hefð- bundna „shoot-out“ fyrir þá sem eru með hæsta. n 34 Bílar 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐGOLF FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.