Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 72

Fréttablaðið - 06.08.2022, Síða 72
Fólkið hér skilur ekki hvaða þýðingu þetta hefur, Íslendingar eru þeir einu sem skilja mig. Írski auglýsingaljósmyndar- inn Cat Gundry Beck er búsett á Íslandi en stödd í heima- landinu um þessar mundir. Hún er miður sín yfir að vera fjarri eldgosinu í Meradölum og segir Íslendinga vera eina fólkið sem skilur það. ninarichter@frettabladid.is Eldgosamyndir írska ljósmyndarans Cat Gundry Beck síðan í fyrra röt- uðu á forsíðu The New York Times, The Guardian og CNN, ásamt fleiri stórum miðlum. Myndirnar ger- breyttu ferli ljósmyndarans, sem sérhæfir sig öllu jöfnu í tísku og aug- lýsingaljósmyndun og öfluðu henni tækifæra hjá stórum útgáfum á borð við breska Vogue. „Þetta var glatað,“ segir hún og hlær aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið þegar hún fékk fyrstu fregnir af nýju gosi í Meradölum. „Þetta hefur verið undirliggjandi ótti hjá mér, að vera erlendis þegar eldgos hefst.“ Cat, eins og hún er jafnan kölluð, ræddi við Fréttablaðið í mars um hvernig eldgosið í Geldingadölum bylti ferlinum og gaf henni gjafir sem héldu áfram að gefa. „Ég veit ekki hvernig ég hefði brugðist við ef ég hefði misst af þessu í fyrra. En ég hef alltaf haft þetta á bakvið eyrað þegar ég bóka ferðir frá Íslandi.“ Oftast rólegur tími á Íslandi Hún segist ekki hafa haft slíkar áhyggjur þegar hún bókaði mán- aðarlanga ferð til heimalandsins Írlands yfir sumarið, en lítið hafi bent til gosóróa þegar hún fór. „Þetta er yfirleitt mjög rólegur tími hjá mér á Íslandi af því að allir eru í sumarfríi. Þetta fer svo allt aftur í gang í september þegar tökurnar fyrir jólavertíðina fara af stað.“ Cat segist hafa ætlað að nota fríið í að byggja upp viðskiptasambönd á Írlandi. Hún bókaði f lug heim til Íslands þann 18. ágúst en taldi ólík- legt að hún myndi nota það. „Það kostaði aðeins 34 evrum meira að bóka báðar leiðir svo að ég sló bara til. Ég var orðin hand- viss um að nota ekki f lugið en svo breyttist bara allt.“ Fékk símtal um hánótt Íslenskur vinur Cat er sonur tveggja jarðfræðinga og starfar sem leið- sögumaður. „Hann kenndi mér flest allt sem ég veit um Ísland og er mjög vel að sér um jarðfræði og sagnfræði. Ég bað hann einhvern tímann um að hringja í mig ef eitthvað gerðist, hve- nær sem það væri.“ Vinurinn stóð við sitt og hringdi í Cat um hánótt aðfaranótt 3. ágúst. „Ég svaraði: Er eitthvað byrjað? En þá var það bara eldur í mosa. Þá fór ég bara aftur að sofa. Daginn eftir var ég að borða hádegismat á skrifstofunni hérna á Írlandi og þá fékk ég skilaboð frá vini mínum sem sagði að eldgos væri hafið. Það braut algjörlega í mér hjartað.“ Cat segist hafa verið svo miður sín að hún hafi þurft pásu frá samfélags- miðlum. „Þetta var stærsta FÓMÓ lífs míns. Ég var í spjallþræði með stórum hópi ljósmyndara á Íslandi og ég þurfti bara að logga mig út, þau voru að skipuleggja ferð með klukkustundar fyrirvara.“ Flugsætin orðin ofurdýr Cat segist hafa getað bókað flug um helgina en verðið sé komið upp úr öllu valdi og sömuleiðis hafi hún skuldbundið sig í verkefni á Írlandi sem hún eigi erfitt með að aflýsa. „Þetta er erfið staða og ég get ekki bókað neitt fram í tímann þegar þetta er svona. Ég get bara óskað þess að það sé enn þá gos þegar ég kem heim til Íslands.“ Cat segist hafa verið á stefnumóti að kvöldi gosdags en hún hafi verið gersamlega miður sín. „Hann var samt mjög almennilegur þegar ég sagði honum frá þessu,“ segir hún og hlær. Hún segist upplifa aftengingu við samlanda sína þegar komi að gosinu. „Fólkið hér skilur ekki hvaða þýðingu þetta hefur, Íslendingar eru þeir einu sem skilja mig.“ Cat segist ætla að fá sér húðflúr með eldfjallinu. „Það verður svona táknrænt fyrir mig, en núna er ég smávegis reið við eldfjallið. Mér líður eins og unglingi hérna, eins og eng- inn skilji mig,“ segir hún glettin. „En Ísland minnir alltaf á sig og núna skil ég enn betur hversu djúp Íslands- tengingin mín er.“ n Með brostið hjarta vegna eldsumbrota Ferill Cat Gundry Beck gerbreyttist eftir gosið í Geldingadölum í fyrra og ljósmyndir hennar birtust á forsíðum stærstu fréttamiðla heims. MYND/KARIM ILYA Cat þurfti að taka hlé frá samfélagsmiðlum í vikunni. MYND/CAT GUNDRY BECK NETFLIX Uncoupled Aðalhlutverk: Neil Patrick Harris, Tisha Campbell, Brooks Ashmanakas, Emerson Brooks ninarichter@frettabladid.is Árið er 2000 og undirrituð, þá ungl- ingur, trúir ekki sínum eigin augum þegar Ríkissjónvarpið hefur sýn- ingar á framhleypnum þáttum sem eru fullir af útlitsáhyggjum, tísku og klúrum kynlífssögum í stóra eplinu, New York. Fullnægingar, kynsjúk- dómar og typpastærðir eru ræddar kinnroðalaust. Aðalpersónan Car- rie er frekar óþolandi en aukaper- sónur þeim mun dásamlegri. Tuttugu og tveimur árum síðar birtist Neil Patrick Harris okkur í hlutverki fasteignasalans Michael í þáttunum Uncoupled. Hann leikur þar mann hvers tilfinningalíf hryn- ur þegar kærasti hans til 17 ára fer frá honum. Líkt og Carrie er Michael frekar óþolandi og himnarnir forði ykkur frá því að sitja við hliðina á svona sjálfsupptekinni og sívælandi manneskju í matarboði, jafnvel þó að það sé á Manhattan í kringum allt sem samfélagið kennir okkur að þrá. En hliðarpersónur eru dásam- legar, sögusviðið skemmtilegt og framvindan kvik. Og enn ræðum við kynsjúkdóma og typpastærðir, en nú er sögumaður ríkur, vel menntaður hommi og sögusviðið hans nærsamfélag. Vinir Michaels skapa kjölfestu og styðja vel við söguna, ásamt því að fá úr drepfyndnum línum að spila. Þar er veðurfréttamaðurinn Billy, sjálfsöruggur og sígraður og rúllu- kragapeysutýpan Stanley sem er einmana listaverkasali. Samstarfs- kona og vinkona Michaels er Suz- anne, á köflum svolítið klisjukennd hliðarpersóna sem er þó auðvelt að falla fyrir. Þættirnir vinna vel með kyn- slóðabilið og hvernig hlutir eins og tækniframfarir eða þekking á sögunni getur teygt þetta kyn- slóðabil lengra en við kærum okkur um. Sérstaklega er þetta persónum mikilvægt þegar kemur að hinsegin sögunni, sem er líka saga mannrétt- indabaráttu og HIV faraldurs. Þæt t ir nir er u langsamlega skemmtilegustu miðlífskrísuþættir sem birst hafa á streymisveitum í langan tíma. Michael kemur úr ára- tuga sambandi og lendir á markað- inum eins og George in the Jungle gerði forðum, og prófar Grindr í fyrsta sinn. Ómögulegar aldurs- og útlitskröfur eru augljósar en þætt- irnir fara ekki í að gagnrýna það heldur samþykkja það og sýna án spurninga eða svara. Líkt og í Beðmálum um aldamót- in er aðalpersónan Michael að leita að ástinni, eða einhverju sem líkist henni, fer á stefnumót og hittir fal- lega skapaða rekkjunauta og lendir í vandræðum sem margir fullorðnir geta tengt við. n NIÐURSTAÐA: Þegar svona þættir birtast verður maður næstum því þakklátur fyrir leiðindaveður til að fá hina fullkomnu afsökun fyrir glápaþoni. George in the Jungle á Grindr Emerson Brooks, Neil Patrick Harris og Brooks Ashmanakas í Uncoupled. MYND/SKJÁSKOT 36 Lífið 6. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 6. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.