Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 80

Fréttablaðið - 06.08.2022, Side 80
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Magrétar Erlu Maack n Bakþankar Ég fæ alls konar hugmyndir en hef því miður ekki tíma til að útfæra þær allar. Ef einhvern vantar biss- nesshugmynd þá eru hér nokkrar, ég tek 10% af innkomu: Ég hef verið gríðarlega dugleg að fara í dýragarða í sumarfríinu. Ég er kannski bara rosalega óheppin en við höfum lent í því að slöngur, froskar, gaupur og fleiri spenn- andi dýr fela sig. Því datt mér í hug dýragarður með eingöngu feludýr. Í rauninni væru afar fá dýr í garð- inum, jafnvel engin dýr ef alvöru fúskari tekur þessa hugmynd, bara starfsfólk sem segir: „Æj, já, þessi eyðimerkurmús er næturdýr og sefur á daginn. Já, þessi höggormur er oftast undir steininum þarna aft- ast.“ Búrin væru risastór og gestum væri sagt að dýrin væru feimin. Eitt myndi slá í gegn – ceviche- staður með Subway-uppsetningu. Já, lúðu? Kóríander? Chili? Gjös- sovel. Ferskur fiskur, hröð þjónusta. Viðskiptamódel ísbílsins er æði. Við þurfum fleiri bílafyrirtæki. Þynnkubíllinn væri bíll með tveim- ur rúmum þar sem hægt væri að fá saltlausn í æð. Húðflúrsbíll væri mjög sniðugur, myndi slá í gegn á útihátíðum og gæti líka komið í steggjapartíið, stórafmælið og auðvitað brúðkaupið. „Ef þið viljið fá ykkur tattú með #MagnBet22 þá er Tattúbíllinn hér fyrir utan.“ Gæti líka verið smart í jarðarfarir. Talandi um jarðarfarir: Útfarar- þjónusta sem sérhæfir sig í partí- jarðarförum. Ég held að eftir nokkur ár verði mikill markaður fyrir öðru- vísi jarðarfarir – sambland af minn- ingarpartíi og erfidrykkju – ekki eitthvað „fyrst erum við í þessu húsi og allir eiga að vera stilltir og á eftir er matur sem er búinn að standa og bíða“. Skemmtiatriði, ræður, partí þar sem við njótum augnabliksins. Þá er ég búin að koma þessum hugmyndum út í kosmósið og nú er bara að bíða. n Topp hugmyndir úrvalið er hjá okkur Allt fyrir skólann Fögnum fjölbreyti- leikanum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.