Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 14
| bjarmi | október 202114 sér að sjá um verkefnið ásamt mannskap frá Finnlandi og Noregi. Einnig keyptum við vinnu af grænlenskum iðnaðarmönnum. Húsið var fullgert á sjö mánuðum, á tímum Covid upplifðum við eitt stórt kraftaverk, langþráður draumur um trúboðshús sem fékk heitið „Hús friðarins“ var orðið að veruleika. Hvað getur þú sagt okkur meira um húsið? Í húsinu er salur fyrir samverustundir, eldhús, gestaherbergi, tvö salerni og lítil skrifstofa. Lítil kirkja í Finnlandi sendi 30 stóla og við keyptum felliborð og ýmislegt annað til að geta haldið veislur, kaffihúsakvöld og kvennakvöld. Hollensku hjónin sem ég sagði ykkur frá sjá um húsið, þau fá að nýta aðstöðuna fyrir biblíulestra á föstudagskvöldum og samkomur á sunnudögum. Eftir að húsið var tekið í notkun hefur áhugi fólks aukist á starfinu, allt að 20 manns sækja biblíufræðsluna á föstudögum. Svo er fram undan að vígja húsið? Já, bæn mín til Drottins hefur verið sú að leyfa mér að sjá hugsjónina rætast um trúboðshús í Grænlandi áður en ég verð 70 ára, ég verð sjötug í desember nk. Í byrjun október ætla ég að fara til Grænlands ásamt teymi fólks til að fagna saman og vígja húsið. Ég trúi því að Guð muni sjá um þetta dýrmæta starf, senda trúboða og kennara til að starfa á meðal fólksins í Tasiilaq. Við þökkum Ernu fyrir viðtalið og biðjum góðan Guð að blessa starfið í Tasiilaq. EFTIR AÐ HÚSIÐ VAR TEKIÐ Í NOTKUN HEFUR ÁHUGI FÓLKS AUKIST Á STARFINU, ALLT AÐ 20 MANNS SÆKJA BIBLÍU­ FRÆÐSL UNA Á FÖSTU­ DÖGUM

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.