Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.10.2021, Blaðsíða 35
bjarmi | október 2021 | 35 Bókin Undir opnum himni: Að verða blessandi fólk er komin út hjá Salt ehf. útgáfunni. Þetta er þýðing bókarinnar The Grace Outpouring: Becoming a People of Blessing og segir frá litlu, velsku kyrrðarsetri. Hér birtast sýnishorn af fjölbreyttu efni bókarinnar í frásögnum Dave Godwin sem var forstöðumaður þarna í fjalllendi Suður­ Wales: Við fluttum til Ffald­y­Brenin [pal du brennin] á laugardegi, síðustu vikuna í október árið 1999. Við höfðum ekki neina peninga til að koma okkur hingað þar sem við vorum án tekna en við fengum nægilegan styrk til að leigja bíl fyrir flutningana. Börnin okkar komu og hjálpuðu okkur að hlaða bílinn og við lögðum upp í þessa um 200 km ferð. Þetta var á stormasömu kvöldi og það var martröð líkast þegar við ókum með syni mínum og tengdasyni í gegnum fjöllin í myrkrinu með lauf og rusl um allt og þurrkurnar í baráttu við ástandið. Við áttum einnig í vanda með ljósin á bílnum. Ég fann til þreytu í augunum af því að rýna eftir veginum og við vorum öll orðin illa til reika svo við ókum inn á hvíldarsvæði til að taka hlé. Við uppgötvuðum síðar að við höfðum ekið yfir 190 km og vorum aðeins 10 km frá áfangastað okkar! Við fengum okkur hressingu, lögðum af stað aftur og ókum inn í dalinn. Við tókum eftir ljósum sem hreyfðust eftir hlíðinni og eftir stundarkorn áttuðum við okkur á því að þetta voru okkar eigin ljós. Þunginn á afturhluta bílsins olli því að framendinn reis þannig að ljósin skinu ekki almennilega á veginn. Loks komum við á okkar nýju heimreið – sem er mjög brött. Þegar við vorum komin hálfa leið upp fór kúplingin að ofhitna. Það fór að rjúka undan bílnum og við fórum að renna aftur á bak. Bremsurnar héldu ekki og það varð augljóst að vörubíllinn færi ekki lengra upp. Það hellirigndi þegar Daphne og dóttir okkar (sem höfðu fylgt okkur eftir á fólksbílnum) komu og var þeim bæði brugðið og skemmt yfir ástandi okkar. Ég ók bílnum aftur á bak niður brattann og varaðist að lenda út af vegarbrúninni. Við fórum þá inn í fólksbílinn og ókum upp að setrinu og fundum nokkra tóma sófa til að sofa á um nóttina. Daginn eftir kom einn af nýjum nágrönnum okkar með dráttarvél og keðju og dró okkur upp heimreiðina. En basl okkar var ekki enn að baki þrátt fyrir hlýjar móttökur fólks á setrinu. Afturhleri bílsins hafði skekkst vegna hluta sem höfðu fallið á hann og það tók nokkurn tíma að spenna hann upp. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá en ég get séð það nú að þarna var Guð að minna okkur á að við kæmum í hjálparleysi. Við gátum ekki borðað, við höfðum engar tekjur, ekkert til að lifa af og við gátum ekki einu sinni komist upp Undir opnum himni ROY GODWIN AND DAVE ROBERTS

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.