Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Side 12

Skessuhorn - 01.06.2022, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202212 Bjartmar Þór Unnarsson úr Reyk- holtsdal dúxaði við útskrift úr Borgarholtsskóla í síðustu viku. Bjartmar útskrifaðist af náttúru- fræðibraut og var hlaðinn verð- launum þegar haldið var heim. Hann hlaut m.a. viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku, bestan árangur í nýsköpun, góð- an árangur í náttúrufræðigrein- um, fyrir einstaka ástundun og frábæran árangur í námi á afreks- íþróttasviði. Bjartmar æfir körfu- bolta með Fjölni í Reykjavík og segist hafa verið mikið á æfingum samhliða skólagöngu sinni ásamt því að sinna hlutverki þjálfara. Aðspurður segist Bjartmar hafa reynt að nýta tímann vel til að ná þessum árangri: ,,Ég vann oft langt fram á kvöld og reyndi að nýta tímann eins vel og ég gat. Vinur minn dúxaði í Menntaskóla Borgarfjarðar í fyrra svo ég gat ekki annað en reynt að gera það líka.“ Bjartmar stefnir svo á nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands næsta haust. Hann segist hafa haldið uppá áfangann með smá veislu og skellti sér svo til Dan- merkur. sþ Björgunarbátasjóði Björgunar- sveitarinnar Lífsbjargar í Snæ- fellsbæ barst vegleg gjöf á dögun- um þegar Fiskmarkaður Íslands hf. færði sjóðnum peningagjöf að upp- hæð ein milljón króna. Tilefnið var 30 ára afmæli FMÍS. Það var Guðmundur Smári Guðmunds- son stjórnarformaður FMÍS sem afhenti styrkinn. Stjórn björgunar- bátasjóðsins veitti styrknum við- töku og sagði Halldór Kristins- son við það tækifæri, um leið og hann þakkaði fyrir veglega gjöf, að sjóður inn fengi fjórða nýja bát- inn sem smíðaður yrði fyrir björg- unarsveitir umhverfis landið. Ásamt Halldóri veittu þeir Eggert Arnar Bjarnason, Magnús Guðni Emanúels son og Viðar Páll Haf- steinsson styrknum viðtöku. þa Landbúnaðarháskóli Íslands stóð í byrjun vikunnar fyrir viðburði þar sem kynntur var afrakstur vinnu á námsbraut sem nefnist „Hagnýtt og heildstætt skipulag.“ Nemend- ur voru þær Díana Berglind Val- þórsdóttir, Elísabet Bjarnadóttir og Þóra Margrét Júlíusdóttir. Kynntu þær samstarfsverkefni sitt, en að þessu sinni var viðfangsefnið ný framtíðarsýn fyrir Borgarnes. Arna Mathiesen arkitekt var leið- beinandi á námskeiðinu. Hún seg- ir að nemendur fái í gegnum þetta námskeið færi á að spreyta sig sem hönnuðir á skipulagi, ekki ósvipað og þegar tekið er þátt í skipulags- samkeppnum. „Þetta er ólíkt dag- legu amstri skipulagssviða sveitar- félaganna að því leyti að nemend- um er lyft á efra sjónarhól þar sem ögranir samtímans standa í röðum – og nemendurnir læra á ýmis tól sem eru fyrir hendi til að fá yfir- sýn, tileinka sér gagnrýna hugs- un og þeir þjálfast í að setja fram nýjar hugmyndir. Hér er pláss til að hugsa út fyrir kassann, að hugsa óháð, og jafnvel leggja fram ögr- andi spurningar varðandi forsendur sem virðast hafa legið í kortunum lengi, en væri jafnvel vert að endur- skoða í ljósi þess nýjasta í fræðun- um, með sjálfbæra þróun að leiðar- ljósi,“ segir Arna. Hún segir að markmiðið hafi ver- ið að kanna hvernig framtíðarsýn Borgarness gæti sem best samrýmst markmiðum sjálfbærrar þróunar, en áhersla Borgarness á heilsuefl- ingu er einmitt á þessum nótum. „Þegar litið er á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í þessum efn- um sjáum við vel að nánast allt sem hægt er að gera til að sporna við loftslagsbreytingum og varðveislu og framþróun vistkerfa lýtur að hinu byggða umhverfi. Höfuðatriði í sjálfbærnihugsun er að byrja ekki á neinu nýju sem gæti fært hlutina til verri vegar, en kappkostað frekar að endurnýta og bæta þá innviði sem til eru en ekki virka nægilega vel sem stendur.“ Uppbygging án vaxtar Tillaga nemendanna kallast „Upp- bygging án vaxtar.“ Í lýsingu á til- lögum þeirra segir: „Leggja þeir til að þróa miðbæ fyrir fjölskrúðugt mannlíf á flæm- um sem nú er lögð undir upp und- ir 500 bílastæði, bensínstöðvar og sjoppur miðsvæðis í bænum. Form bygginganna svipar til byggða- mynsturs gamla hluta Borgarness sem er þekkt fyrir einstakan sjarma. Nemendurnir sýndu teikningar, kort og módel með nýrri byggð á tveimur til þremur hæðum sem gæti rúmað 6.700m2 verslunar- og þjónustuhúsnæði, en ennfrem- ur 34.600m2 fyrir íbúðarhúsnæði sem gæti rúmað u.þ.b. 1.470 íbúa. Hér gæfist kostur á minni íbúðum, sem henta betur eldri kynslóðinni sem kæmust þá úr íþyngjandi ein- býli sem hentar betur barnafjöl- skyldum. Einnig væri þetta góð- ur kostur fyrir unga fólkið sem ekki hefur efni á sérbýli, eins og er ráðandi íbúðagerð í Borgarnesi í dag. Starfsemi sem er opin fyrir almenning á fyrstu hæð gæti lokk- að fólk til að fara ferða sinna fót- gangandi með tilheyrandi heilsu- eflingu og um leið ljáð útirýmun- um líf. Hér yrði líka til sýnis og sölu allt það besta sem Borgar- nes og Borgarbyggð hefði upp á að bjóða. Nýi miðbærinn myndi þannig lokka fólk til að staldra við og njóta Borgarness á annan hátt en er í dag. Verkefni nemendanna sýnir hvernig þjóðveginum yrði þá breytt í líflega bæjargötu með hægri umferð, hjóla- og göngu- stígum á leið í gegnum byggðina með gróðri og blómlegri þjónustu, mörkuðum og torgum. Þetta er leið sem farin hefur verið í bæjum í Noregi með góðum árangri, en reynslan sýnir að þegar þjóðveg- ur flyst út úr bæjum flyst þunga- miðja verslunar út úr, og byggð- in dreifist með tilheyrandi áskor- unum og óþarfa bílakeyrslu. Hver veit hvort Borgarbyggð setji þró- un miðbæjarins í forgang áður en ráðist verður í dýrar nýjar innviða- framkvæmdir sem stækka bæinn að óþörfu?“ Tillögur nemendanna má sjá í glugga á neðstu hæð Digranesgötu 2 í Borgarnesi, væntanlegs ráðhúss, og er öllum velkomið að skoða. mm Snemma að morgni uppstigningar- dags var björgunarsveit í Hafnar- firði kölluð út vegna vélarvana báts sem rak hratt að landi. Einn var um borð í bátnum sem var staddur um 1,5 kílómetra frá landi rétt vestur af Straumsvík. Björgunarbátur frá Hafnarfirði var komin á vettvang um hálftíma eftir að útkall barst og náði áhöfn hans að taka vélarvana bátinn í tog og draga hann til hafn- ar. Mikill forgangur var á útkall- inu þar sem bátinn rak hratt að landi. Allt gekk þó vel og var hann kominn til hafnar klukkutíma eft- ir að kallað hafði verið eftir aðstoð. Meðfylgjandi mynd frá Lands- björgu var tekin þegar björgunar- báturinn kemur með bátinn í togi inn í höfnina í Hafnarfirði. Síðastliðinn mánudag voru björgunarsveitir kallaðar út vegna vélarvana báts sem staddur var vest- ur af Hjörsey á Mýrum. Útkallið var fljótlega afturkallað. mm Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kom fram með Sin- fóníuhljómsveit Íslands síðast- liðinn miðvikudag sem sigur- vegari í keppninni Ungir einleik- arar. Sinfóníuhljómsveitin stend- ur fyrir keppninni ásamt Lista- háskóla Íslands en í ár voru fjór- ir sigurvegarar, tvær söngkonur, trompetleikari og klarínettuleik- ari. Önnur söngkonan forfallaðist svo einungis þrír sigurvegarar stigu á svið með Sinfóníuhljómsveitinni. Hanna Ágústa fór síðust á svið og heillaði Eldborgarsalinn upp úr skónum. Söng hún ljóð, óperuarí- ur og í einni aríunni dansaði hún um sviðið, enda með bakgrunn í samkvæmisdönsum. Brá hún sér í hlutverk dansara og ekkju í aríum sínum með leikrænum tilburðum. ,,Þetta var alveg ótrúlega gaman og enginn smá heiður að fá að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Maður hefur alltaf horft með aðdá- un á sigurvegara þessarar keppni svo það er mjög óraunverulegt að standa svo þarna sjálf,“ segir Hanna Ágústa aðspurð um upplifun sína á sviðinu. Hanna Ágústa hefur síðast- liðin fjögur ár stundað söngnám og óperuleikstjórn í Tónlistarháskól- anum í Leipzig í Þýskalandi en mun útskrifast þaðan í sumar. Eft- ir útskrift stefnir hún á að flytja til Íslands og kenna söng ásamt því að sinna verkefnum í listinni. sþ Bjartmar Þór með verðlaun og viður- kenningarskjöl. Bjartmar Þór dúxaði í Borgó Hanna Ágústa í sveiflu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Söng og dansaði með Sinfóníu- hljómsveit Íslands Fiskmarkaður Íslands gefur til Lífsbjargar Snör viðbrögð björgunarfólks í Hafnarfirði Kynntu tillögu að hagnýtu og heildstæðu skipulagi fyrir Borgarnes Nemendurnir ásamt Örnu Mathiesen arkitekt sem var leiðbeinandi á nám- skeiðinu. Ljósm. LbhÍ.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.