Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 25. árg. 29. júní 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Höfðingleg gjöf til Skógræktarfélags Ólafsvíkur Í síðustu viku barst Skógræktarfélagi Ólafsvíkur höfðing- leg gjöf þegar hjónin Páll Sigurvinsson og Hanna Björk Ragnarsdóttir færðu félaginu 200 keisaraaspir. Vagn Ingólfsson formaður Skógræktarfélags Ólafsvíkur veitti gjöfinni viðtöku og sagði að þetta væri stór gjöf frá Palla og Hönnu sem félagið mæti mikils. Hann bætti við að félagið hafi góða reynslu af plöntum frá þeim hjónum, eins og dæmin hafa sýnt, enda er mikil selta og vindur sem geta verið á ræktarland félagsins og gengur þá vel að hafa keisaraösp á svæðinu. Vagn segir að allar plönturnar hafi verið gróðursettar samdægurs af duglegu fólki sem var í vinnu hjá félaginu í síðustu viku en hópurinn kom í gegn um Skógræktarfélag Íslands með styrk frá Snæfellsbæ. Á myndinni eru Hanna Björk Ragnarsdóttir, Páll Sigurvins- son og Vagn Ingólfsson. Í neðri röð eru Narfi Hjartarson skógfræðingur sem fer fyrir hópnum, Smone Campestrini frá Ítalíu, David Ramos frá Spáni, Ana Gorro frá Spáni, Aneta Fereczkowska frá Póllandi, Rudi Nacciarridi frá Ítalíu og Irma Líf Scheving. Á myndina vantar Sigurð Scheving. Ljósm. af. Undanfarna daga hafa bændur um vestanvert landið nýtt hverja smugu sem gefist hefur til að heyja. Nokkrir eru þegar búnir með fyrsta slátt og aðrir vel á veg komnir. Ljósm. sþ Þinn árangur Arion

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.