Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202222 Það var líf og fjör í Borgarnesi um helgina þegar UMFÍ Landsmót 50+ fór þar fram. Mótið hófst á föstudagmorgni með keppni í boccia og síðan leiddi hver keppn- isgreinin aðra, allt fram á sunnudag þegar mótinu lauk. Að þessu sinni voru keppendur á þriðja hundraðið og tóku þeir þátt í þrettán keppnis- greinum. Í upphafi móts voru bæði felldar út fyrirhugaðar keppnis- greinar vegna dræmrar þátttöku, en öðrum reyndar bætt við. Þannig var að þessu sinni ekki keppt í hestaí- þróttum og pönnukökubakstri eins og til stóð. Að sögn forsvarsmanna UMFÍ er ástæða þess að ekki voru fleiri keppendur á Landsmótinu að fjölmargt var í boði víðsvegar um landið; í menningu, íþróttum og ýmiskonar afþreyingu. Þegar hömlur vegna Covid-19 eru ekki lengur til staðar eru fjölmargir erlendis, en einnig á mannamót- um sem frestað hefur verið undan- farin tvö ár. Engu að síður mætti á þriðja hundrað áhugasamt fólk í Borgarnes sem reyndi um helgina fyrir sér í fjölda greina. Mótið var sett í Hjálmakletti á föstudagskvöld að viðstöddum Guðna Th Jóhann- essyni forseta Íslands. Þar var í boði kótelettukvöld og skemmtun fram eftir kvöldi. Bráðabani skar úr um úrslit í pútti Keppni á mótinu hófst í boccia í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Þar uppskar heimafólk vel, en lið UMSB bar sigur úr býtum eft- ir bráðabana við lið Gjábakka úr Kópavogi. Lið Akurnesinga varð í þriðja sæti. Eftir boccia var sett upp net í íþróttahöllinni og undirbúin keppni í ringói. „Stemningin er rosalega fín og við vorum mjög heppin með veð- ur,‟ sagði Flemming Jessen, sér- greinastjóri í pútti, þar sem hann stóð á golfvellinum á Hamri á laugardaginn. Um 50 þátttakend- ur voru skráðir til leiks í púttinu og þurfti bráðabana til að skera úr um þrjú efstu sætin í kvennaflokki. Úrslit í flokki karla voru hins vegar nokkuð skýr. Flemming hafði nóg að gera á Landsmóti UMFÍ 50+. Hann var sérgreinastjóri í boccía á föstudeginum og aftur í pútti á laugardag. Hann kom einnig að keppni í ringói á föstudaginn og bridge á laugardag. Bridge var fjölmenn keppnisgrein sem stóð yfir allan laugardaginn í Hjálma- kletti. Spilaðar voru sjö umferð- ir og sigraði sveit Keflavíkur með yfirburðum. Boccía var einnig stór grein á Landsmóti UMFÍ 50+ eins og púttið en þar voru 16 fjögurra manna lið skráð til leiks. Sjö lið kepptu í ringói og fjórtán sveitir í bridge. Keppnisgreinar dreifðust nokk- uð um bæinn. Á íþróttavellin- um var keppt í nokkrum greinum frjálsra íþrótta og knattspyrnu og var Íris Grönfeldt sérgreinastjóri í frjálsum, sannarlega á heimavelli í víðum skilningi. Keppni í sundi var svo í lauginni og golfið á Hamri. Hlaupið var um götur Borgarness og Hjálmaklettur nýttur undir bridge. Á sunnudag héldu leikar svo áfram með körfubolta 3:3, göngu- fótbolta og að lokum stígvélakasti, sem er geysivinsæl og ávallt síð- asta grein þessa móts. Fjöldi þátt- takenda kepptist þar um að kasta stígvéli sem lengst. Að stígvélakasti loknu sleit Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, mótinu og sagðist hlakka til að sjá mótsgesti á næsta móti sem verður á Stykkis- hólmi að ári. Fyrir utan tvö smáó- höpp í knattspyrnuleik á sunnudag fór Landsmót UMFÍ 50+ vel fram. Úrslit úr öllum greinum mótsins verða birt á mótasíðu Landsmóts UMFÍ 50+ mm Líf og fjör á Landsmóti 50+ í Borgarnesi UMFÍ fáninn í forgrunni við Hjálmaklett þar sem mótsstjórn hafði aðsetur sitt um helgina. Ýmsir fánar styrktaraðila mótsins voru síðan í fánaborg upp við Hjálmaklett. Ljósm. mm Fyrstir á verðlaunapall voru liðsmenn UMSB í boccia, en það var fjölmennasta keppnisgreinin á mótinu. Ljósm. mm Flemming Jessen sérgreinastjóri hafði í nægu að snúast. Hér stýrir hann pútti. Ljósm. umfí Þær Íris, Inga og Mumma Lóa höfðu í mörg horn að líta á mótinu. Ljósm. mm Við setningu Landsmótsins veitti Eðvar Ólafur Traustason, formaður fræðslunefndar og sveitarstjórnarfulltrúi í Borgar- byggð, Þorsteini Eyþórssyni styrk fyrir hönd Borgarbyggðar að upphæð tvö hundruð þúsund krónur. Steini lauk nýverið við að hjóla Vestfjarðarhringinn, eins og ítarlega er greint frá á öðrum stað hér í blaðinu. Hér er Steini ásamt Guðna forseta. Ljósm. umfí. Síðdegis á föstudaginn var boðið upp á götuhlaup á Landsmóti, en það var sú grein mótsins sem opin var öllum aldurshópum. Hér er skokkað um Dílahæðina. Ljósm. umfí. Sunddrottningar á palli. Þær Björg og Guðmunda Ólöf frá UMSB hafa áður unnið til verðlauna á mótum, oft. Ljósm. umfí Þungt hugsi yfir skákinni, en í henni voru tefldar fimm umferðir eftir Monradkerfi. Ljósm. umfí. Skagamennirnir Böðvar, Hilmar og Eiríkur unnu til brons- verðlauna í boccia. Ljósm. umfí Þorbergur að kasta boltanum í boccia, hvar hann ásamt liðsfélögum sínum vann til gullverðlauna. Hann rifjaði það upp við blaðamann að nú væru rétt 65 ár síðan hann keppti fyrst á íþróttamóti, en það var í frjálsum íþróttum á Þingvöllum með liði Borgfirðinga. Ljósm. umfí

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.