Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2022 Skagamenn eru úr leik í Mjólkur- bikarkeppni karla eftir að hafa tap- að naumlega gegn Breiðabliki 2:3, í 16 liða úrslitunum á Akranesvelli á mánudagskvöld, þar sem Blikar skoruðu sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það var jafnræði með liðunum í byrjun leiks en hægt og rólega náði lið Blika tökum á leiknum enda um að ræða langbesta lið landsins í dag. Á 11. mínútu leiksins náðu þeir forystunni þegar Kristinn Stein- dórsson skoraði í fjærhornið. Eftir þetta höfðu þeir öll tök á leiknum en Skagamenn vörðust samt vel. En þeir komu engum vörnum við á 35. mínútu þegar Anton Logi Lúðvíks- son skoraði með hnitmiðuðu skoti á nærstöng. Skagamenn komust næst því að minnka muninn þegar Kaj Leo í Bartalstovu átti skot af löngu færi en fór beint í fang Ant- ons Ara markvarðar Blika. Staðan 0:2 í hálfleik. Skagamenn fóru greinilega vel yfir stöðuna á hálfleik og komu grimmir til leiks og létu finna fyr- ir sér en það vantaði nokkuð upp á það í fyrri hálfleiknum. Þegar fimm mínútur voru liðnar af hálfleiknum fengu þeir vítaspyrnu þegar Gísli Laxdal var hindraður inni í vítateig. Kaj Leo í Bartalstovu steig á punkt- inn og skoraði af öryggi og stað- an orðin 1:2. Við þetta voru Blik- arnir slegnir út af laginu og áræðni Skagamanna jókst og á 74. mínútu átti Wout Droste langa sendingu fram völlinn og Anton Ari mark- vörður Blika kom vaðandi út úr vítateignum og missti af boltanum og Kaj Leo var fyrstur til að átta sig og náði boltanum og sendi hann í opið markið. Staðan orðin 2:2. Skömmu síðar þurfti Anton Ari að verja vel skot frá Inga Þór Sigurðs- syni og allt gat gerst. Nú var allt í járnum og leikurinn æsispennandi og liðin sóttu á víxl á næstu mínútum. En skömmu eftir að Kaj Leo skoraði jöfnunarmark- ið varð hann fyrir meiðslum og Skagamenn búnir með allar skipt- ingar sínar og hann haltraði um það eftir lifði leiks og gat lítið beitt sér. Þetta nýttu Blikar sér og á lokamín- útu venjulegs leiktíma náði Gísli Eyjólfsson að setja boltann í fjær- hornið og tryggja Blikum sigurinn. Skagamenn geta verið stoltir af frammistöðunni þrátt fyrir tapið. Eftir að hafa verið í varnarhlutverki í fyrri hálfleik létu þeir finna fyrir sér í síðari hálfleik og veittu Blikum verðuga keppni. Nú tekur baráttan í Bestu deildinni við og liðsins bíður mjög mikilvægur leikur gegn Leikni í Breiðholtinu nk. mánudag. En það er áhyggjuefni að Skagamenn misstu þrjá lykilleikmenn af velli í leiknum; þá Gísla Laxdal Unnars- son, Kaj Leo í Bartalstovu og Alex Davey. Meiðsli Daveys virtust alvarleg en vonandi að hinir tve- ir nái sér sem fyrst og verði klárir í leikinn í næstu viku. Jón Þór Hauksson þjálfari Skaga- manna sagði í viðtölum eftir leik að hann hefði verið óhress með mörk- in sem liðið fékk á sig og taldi að hægt hefði verið að koma veg fyrir þau en var samt sáttur með barátt- una og þá sérstaklega í síðari hálf- leik. se Eftir tvo sigurleiki í röð tapaði Kári óvænt gegn neðsta liði deildarinnar, Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið. Káramenn fengu draumabyrjun þegar Andri Júlíusson skoraði strax á 5. mínútu leiksins. Var það glæsi- mark með bakfallsspyrnu eftir horn- spyrnu. En KH menn létu það ekki slá sig út af laginu og náðu að jafna á 18. mínútu eftir laglegt spil í gegn- um vörn Káramanna og var það Vict- or Páll Sigurðsson sem skoraði mark- ið af stuttu færi. Liðin skiptust á um að sækja það sem eftir lifði hálfleiks án árangurs og staðan því jöfn í leik- hléi 1:1. Hlíðarendastrákarnir komu spræk- ari til leiks í síðari hálfleik og voru sterkari framan af hálfleiknum og Þurfti Dino Hodzic í marki Kára að verja vel í tvígang áður en KH náði nokkuð sanngjarnt forystunnu á 67. mínútu enda Káramenn búnir að vera hálfsofandi það sem af var hálfleiks. Það var Haukur Ásberg Hilmarsson sem skoraði markið einn og óvald- aður inni í vítateig Kára. Við þetta vöknuðu loks heimamenn og gerðu harða hríð að marki KH og mark- vörður þeirra þurfti að taka á öllu sínu til þess verja skot frá Andra Júl- íussyni. Jöfnunarmark Kára lá í loft- inu og það kom loksins á 78. mínútu. Þá skoraði Andri Júlíusson sitt annað mark er hann náði frákasti frá mark- verði og þrumaði boltanum upp í þaknetið. 2:2. Nú var ekkert annað að gera fyrir Kára en að reyna að knýja fram sig- urmarkið og þeir lögðu allt í sókn- ina en Hlíðarendapiltar vörðust vel og við bættist að skotnýting heima- manna var ekki góð. En á lokmínútu leiksins náði KH skyndisókn og voru nú skyndilega tveir sóknarmenn KH gegn einum varnarmanni Kára. Vict- or Páll Sigurðsson var með boltann og afgreiddi hann snyrtilega framhjá Dino Hodzic og tryggði KH sigurinn á lokaandartökum leiksins. Svekkjandi fyrir Kára að fá ekk- ert út úr leiknum. En þeir þurfa að sýna mun betri frammistöðu en þeir sýndu á föstudagskvöldið ef þeir ætla að endurheimta sæti sitt í 2. deildinni að ári. Varnarleikurinn var brota- kenndur þá sérstaklega í mörkun- um og Andri Júlíusson virðist nánast einn bera sóknarleikinn á herðum sér. Næsti leikur Kára er gegn Vængj- um Júpiters á morgun, fimmtudag, í Grafarvoginum kl. 20:00. se Víkingur frá Ólafsvík tapaði naum- lega 2:3 gegn KF á Ólafsfirði í 2. deildinni á laugardaginn og skor- uðu heimamenn sigurmarkið aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Heimamenn í KF náðu forystunni strax á 5. mínútu leiksins þegar Þor- valdur Daði Jónsson kom þeim yfir. En á 26. mínútu dró til tíðinda þegar Aron Elí Kristjánsson í liði KF fékk rauða spjaldið og heimamenn orðnir einum færri. Það nýttu Víkingar sér og á 30. mínútu leiksins náðu þeir að jafna metin þegar Brynjar Vilhjálms- son skoraði og staðan 1:1 í hálfleik. Á 61. mínútu náðu heimamenn forystunni á nýjan leik með marki Julio Cesar Fernandes. En Vík- ingar gáfust ekki upp og náðu að jafna metin tíu mínútum fyrir leiks- lok þegar Bjartur Bjarmi Barkar- son skoraði úr vítaspyrnu. En þegar aðeins tvær mínútur lifðu leiks náðu heimamenn í KF að knýja fram sigur þegar Atli Snær Stefánsson skoraði sigurmarkið og þar við sat. Svekkjandi tap Víkinga að þessu sinni. Víkingar eru sem stendur í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 5 stig. Næsti leikur þeirra er gegn Reyni frá Sandgerði og fer hann fram syðra í dag, miðvikudag, kl. 19:15. se Skagamenn tóku á móti FH-ing- um í Bestu deild karla í knattspyrnu á þriðjudaginn í síðustu viku og fór leikurinn fram í roki og rign- ingu á Akranesvelli. FH mætti til leiks með nýja þjálfara í brúnni, þá Eið Smára Guðjohnsen og Sig- urvin Ólafsson, sem tóku við um helgina af Ólafi Jóhannessyni sem var látinn taka pokann sinn. Það var frekar fátt um fína drætti í fyrri hálfleik, blautur völlurinn og rok- ið voru ekki að hjálpa leikmönnum að ná að spila einhvern fótbolta að einhverju viti og fá færi litu dagsins ljós, 0-0 var því staðan þegar leik- menn liðanna fengu smá skjól frá veðrinu í hálfleikshléinu. Fyrsta mark leiksins kom fljót- lega í seinni hálfleik þegar Atli Gunnar markvörður FH missti boltann klaufalega frá sér í teign- um og Kaj Leo í Bartalstovu nýtti sér það, náði boltanum af Atla og renndi boltanum í netið. Eftir þetta róaðist leikurinn niður, Skaga- menn færðu sig aftar á völlinn og FH-ingum gekk lítið að opna vörn ÍA sem var ansi þétt fyrir. FH náði síðan að jafna metin eftir horn- spyrnu Björns Daníels Sverrissonar sem hitti beint á kollinn á Matthíasi Vilhjálmssyni, staðan jöfn og tæp- lega korter eftir af leiknum. Mínútu síðar fékk Davíð Snær Jóhannsson leikmaður FH beint rautt spjald eftir ruddalega tæklingu á Steinari Þorsteinssyni og gestirnir einum færri það sem eftir lifði leiks. Bæði lið reyndu síðan að ná sigurmark- inu en sú varð ekki raunin og jafn- tefli líklegast sanngjörn úrslit, loka- staðan 1-1. Skagamenn eru nú í tíunda sæti deildarinnar með átta stig eftir tíu umferðir en neðst eru Leiknir R. og ÍBV með fjögur stig. Eins og staðan er núna er deildin tvískipt, KR er í sjötta sæti með 16 stig á meðan Keflavík er í sjöunda sætinu með ellefu stig. Næsti leikur ÍA í Bestu deild karla er ekki fyrr en mánudaginn 4. júlí þegar þeir spila á móti Leikni Reykjavík í Breiðholtinu. Í milli- tíðinni taka þeir á móti Breiðablik í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins næsta mánudag á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 19.45. vaks Víkingur tapaði naumlega gegn KF Byrjunarlið Kára. Ljósm. af FB síðu félagsins. Kári þurfti að sætta sig við tap gegn botnliðinu ÍA og FH gerðu jafntefli í tilþrifalitlum leik Eyþór Aron og Kaj Leó, sem skoraði bæði mörk Skagamanna í leiknum. Ljósm. úr safni/ Lárus Árni Wöhler. Frábær síðari hálfleikur hjá Skagamönnum dugði ekki til

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.