Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202220 Við stelpurnar af Skaganum; Hrönn, Solla, Dobba, Rósa og Ingunn byrjuðum að halda hóp- inn í kringum 1971, þó við hefð- um þekkst meira eða minna frá því í sandkassanum. Í tilefni af 50 ára vináttu og samheldni var nú loks- ins tími kominn til að fagna þessum tímamótum. Það gerðum við með hittingi á veitingastaðnum Galitó í síðustu viku. Árin eftir 1971, það var á bíl- prófs- og bíladelluárunum; já og það var rúntað og rúntað. Þegar svo rúnturinn kláraðist var rúnt- að aðeins meira. Það skipti okkur skvísurnar ekki máli hvernig eða hverrar tegundar bíllinn var, bara að að hann færi í gang og kæmist þangað sem við þyrftum að fara. Fjölskyldubílar komu nokkuð við sögu, þ.e. þegar hægt var að plata foreldrana, en frægastur er gamli Gulur hennar Dobbu, þar sem bíl- stjórasætið samanstóð eitt sinn af þremur varadekkjum því uppruna- lega sætið var bilað. Á þessum árum vorum við mjög liðtækar í aksturs- íþróttagreinum, til að mynda hæg- akstri sem fólst í því að safna fyr- ir aftan sig góðri röð og einnig var farið á hinn enda litrófs ökuleikni og stundaður kappakstur. Við komumst þó allar heilar frá þessum æfingum, að mestu leyti, því eitt sinn, sennilega árið 1972 fórum við á sveitaball á Hlöðum, Gömlu Hlaðir, sem brunnu reyndar endur fyrir löngu. Við tróðum okkur all- ar saman inn í einn fjölskyldubílinn og ókum sem leið lá að Hlöðum. Nema hvað. Við komum þarna og bílastæðið er algjörlega fullt, nema eitt stæði á milli tveggja bíla, sem þótti ótrúleg heppni! Bílstjórinn ákveður að sjálfsögðu að skella sér þar, enda við allar yfirspenntar að komast sem fyrst á ballið. En síð- an vitum við ekki fyrr en bílljósin lýsa til himins eins og friðarsúlur og við vorum á hraðferð niður eitt- hvað. Og þá var þarna skarð í bíla- stæðinu! Við lentum ofan í skurði sem var auðvitað ástæðan fyr- ir því að enginn hafði lagt þarna. En við komumst allar heilar frá þessu og það var nú sjálfur Þórð- ur á Hvítanesi sem dró okkur upp úr skurðinum. Þetta varð nú okkar síðasta sveitaball, vorum ekki skap- aðar fyrir svona troðning, sveitt lið og skörð á bílastæðum, þannig að nú tók Hótelið við. En á sveitaballsárunum fórum við allar fimm í eina eftirminnilega tjaldútilegu um Verslunarmanna- helgina árið 1972. Fórum þá með Akraborginni í höfuðborgina og þaðan með rútu hins fræga Óla Ket að Laugarvatni, en þar var ein aðalútihátíðin það sumarið. Við vorum 17 og 18 ára gamlar! Eins og tíðkaðist í gamla daga þegar fólk fór í útilegur samanstóð nestið af sviðakjömmum, soðnu hangi- keti og því um líkum þjóðlegum fæðutegundum. Fyrirbærið pizza var t.d. ekki til á þessum árum! Við tjölduðum gömlu fjöl- skyldutjaldi með lausum botni og heimasmíðuðum súlum með mikl- um glæsibrag. Síðan fórum við á skverinn til að meta aðstæður, skoða svæðið og skanna strákaúr- valið. Þegar við komum til baka var nú mesti glæsibragurinn horf- inn af hýbýlum okkar því einhverj- ir óprúttnir höfðu gert sér lítið fyrir og stolið framsúlunum úr tjaldinu þannig að það var fremur lágreist að sjá. Við hittum nokkra vaska Skagamenn sem létu sig ekki muna um að bjarga skvísunum og redduðu súlum í tjaldið. Þetta kostaði þó sitt því að mjög fjöl- mennt var í tjaldinu um nóttina af ástæðum sem við kjósum að ræða ekki frekar. En að Hótelinu. Sem sagt gamla Hótel Akranes. Þaðan eru margar minningar. Þar voru auðvitað all- ir sætustu strákarnir í bænum - annars hefðum við nú aldrei nennt að vera þar. Það má segja að við höfum verið með passa á Hótel- ið, því þar héldum við til öll föstu- dags- og laugardagskvöld. Við viljum reyndar meina að við höf- um verið upphafsmenn að „Inn- ipúkanum“ sem síðar varð árleg- ur atburður í Reykjavík. Því eina verslunarmannahelgina, senni- lega árið ´73, fórum við í bíó á fimmtudegi, síðan var það Hótel- ið föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag og að sjálfsögðu vor- um við mættar aftur á föstudegin- um þar á eftir. Geri nú aðrir betur! Við vorum því í góðri æfingu og úthaldið gott á þessum árum. Við munum m.a. eftir einum hjónum sem voru nokkuð oft í hótelinu. Við spurðum hver aðra: „Hvað er svona gamalt fólk að gera hér?“ Nota Bene, þau voru þá 27-28 ára. Eins og áður segir erum við fimm vinkonurnar í hópnum. En við slepptum því að nefna strákinn í hópnum. - Og það er enginn ann- ar en hinn eini sanni Elton John. Það má segja að hann sé sjötti aðilinn. Það er ekki hægt að telja hversu oft við höfum lagst á gólf- ið í miklum fíling og hlustað t.d. á Your song, Daniel eða einhverja aðra gullmola. Og auðvitað skellt- um við okkur svo á útitónleikana með Elton þegar hann kom hing- að á Klakann í kringum aldamótin síðustu. Og okkur fannst við auð- vitað ennþá vera 17 ára. Þarna sát- um við í kulda og trekki á Laugar- dalsvellinum, með rauð nef, algjör- lega heillaðar af goðinu okkar sem í mikilli fjarlægð var eins og kræki- ber í því neðra, en fjarlægðin gerir fjöllin blá og karlinn virkaði bara fjarska fallegur. Árin liðu og við vorum farn- ar að nálgast tvítugsaldurinn. Og samkvæmt tíðarandanum á þess- um árum var lítið annað framund- an fyrir svo aldnar dömur en að huga að því að stofna heimili. En að sjálfsögðu stofnuðum við líka saumaklúbb, líklega árið 1975 og það var ekkert minna en að mæta hálfs mánaðarlega. Og við létum okkur nú ekki muna um að sitja til klukkan eitt eða tvö á nóttunni þótt flestar voru með smábörn og þurftu að mæta í vinnu næsta dag. Og mikið var prjónað, heklað og saumað, skvaldrað og etið snakk. Á öllum þessum nærri 50 árum hefur það aldrei klikkað, þ.e. þetta með snakkið, þótt handavinnan hafi stundum verið lögð til hliðar. Á þessum ráðsettu árum vorum við líka duglegar að hittast með mökum og fara saman í helgarferð- ir í höfuðborgina. Svo voru það nú nýársböllin sem voru haldin í Hót- elinu, vorum ekkert smá glæsilegar og flottar á síðkjólunum. Ekki má gleyma hinum frægu Pottapartí- um, þar sem við elduðum góðan mat og að sjálfsögðu hlustuðum við á Elton John - og enduðum í pottinum, þar sem karlarnir þjón- ustuðu okkur sem aldrei fyrr með guðaveigum, þessar elskur. Síðan er það Heiðars-snyrtis tímabilið okkar! Það má segja að við séum með prófgráðu frá hon- um. Hjá Heiðari vorum við lit- greindar í bak og fyrir, lærðum að mála okkur, öll frægu trixin hans við að ganga, setjast á stól og standa upp, hvernig við ættum að vera klæddar ef við skyldum lenda í slysi. Við hlökkum alltaf meira og meira til að hittast og eldast saman. Við erum búnar að fatta hvað það eru mikil forréttindi að tilheyra vinahópi sem hefur haldið saman í öll þessi ár. Við eigum því von á að samverustundir okkar verði fleiri og horfum fram á skemmtilega tíma saman í ellinni – hvenær sem hún nú kemur... Fimmtíu ára samveru fögnum við kátar, þessar fimm fræknu konur og einsk- is eftirbátar. Gleði og vinátta í hávegum eru hafðar, árin hratt þau líða og nýjar sögur sagðar. Við fögnum hverju ári með þakk- læti í huga, og hverri þraut við tökum, því hún mun ei buga. Brosandi og glaðar út í lífið áfram stefnum og saman lífsins njótum – eftir ástæðum og efnum. (ir) Hópurinn skráði. Búið er að gefa út QR kóða þar sem finna má leiðarvísi fyrir væntan- lega stórsýningu um Dali og Vest- firði, en listsýningin nefnist Nr4 Umhverfing. Skessuhorn hefur fjallað um sýninguna fyrr í sumar, en hún verður opnuð 2. júlí næst- komandi. „Þó að leiðarvísirinn sé ekki fullkominn ennþá, þá er þegar hægt að sjá einhvern hluta henn- ar nú þegar og við stefnum auðvit- að á að klára allt fyrir 2. júlí,“ seg- ir Þórdís Alda, einn skipuleggj- andi sýningarinnar í samtali við Skessuhorn. „Auk þess ætlum við að setja upp stóran dúk með logói Umhverfingar á vegginn á Félags- heimilinu Árbliki í Dölum, en dúk- urinn snýr að þjóðveginum. Einnig verða í þessari viku sett upp kynn- ingarspjöld í anddyri Árbliks þar sem fram koma upplýsingar um alla sýnendurna 126.“ mm QR kóðinn fyrir Nr.4 Umhverfingu. QR kóði fyrir Umhverfingu og upplýsingar í Árbliki Fögnuðu fimmtíu ára vinkvennasambandi Tími rúntanna, hótelsins, sveitaballanna, Heiðars snyrtis og Eltons rifjaður upp Vinkonurnar á Galitó í síðustu viku. F.v: Ingunn Ríkharðsdóttir, Droplaug Einarsdóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir, Sólrún Guðleifsdóttir og Rósa Mýrdal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.