Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202210 Verkefnið Römpum upp Ísland teygði anga sína í Borgarnes og nágrenni í síðustu viku. Rætur verkefnisins liggja á höfuðborgarsvæðinu í verkefni sem nefndist Römpum upp Reykjavík en frumkvöðull þess var Haraldur Þorleifs- son. Í Reykjavík var á síðasta ári settur upp 101 rampur til að bæta hjólastólaað- gengi. Það verkefni hefur svo undið upp á sig en Haraldur vinnur nú að því að rampa upp Ísland þar sem stefnt er að því að koma upp eitt þúsund römpum á landsvísu í samstarfi við sveitarfélög- in. Öll sveitarfélög á landinu fengu boð um að taka þátt en Borgarbyggð stökk fyrst á vagninn af sveitarfélögum á Vest- urlandi. Dalabyggð hefur einnig fagnað erindinu og vísað því til umsjónarmanns framkvæmda þar í byggð. Hjólastólaaðgengi misjafnt í Borgarfirði Fimm rampar voru settir upp á tveim- ur dögum í Borgarnesi og á Hvanneyri í síðustu viku. Fertugasti rampurinn á landsvísu var vígður á Hvanneyri sl. fimmtudag við barinn Hvanneyri Pub. Haldin var stutt en hátíðleg dagskrá þar sem Sigrún Ólafsdóttir sveitastjórnar- fulltrúi og Guðveig Eyglóardóttir for- seti sveitarstjórnar tóku til máls og fögn- uðu verkefninu. Sögðu þær að byggingar fyrri tíma kalli oft á miklar framkvæmd- ir til að bæta hjólastólaaðgengi en þekk- ingarleysi væri oft ástæða hægrar þróun- ar og ítrekuðu mikilvægi þess að sækja sér þekkingu. Þórunn Edda Bjarnadóttir klippti svo á borða og vígði rampinn en hún notast við hjólastól í daglegu lífi og segir aðgengi fyrir hjólastóla í Borgar- firði vera misjafnt. ,,Aðgengið hefur ver- ið allskonar. Það hefur snarskánað en má alltaf bæta. Það er orðin svo miklu meiri vitundarvakning í öllu í dag og einnig erum við sem þurfum á betra aðgengi að halda orðin meira áberandi í samfé- laginu og þá sér fólk í hvaða hindrunum við erum að lenda. En það er alltaf rými til að betrumbæta,“ sagði Þórunn Edda. Gekk hratt að koma upp fimm römpum Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildar- stjóri umhverfis- og framkvæmda- mála, stýrir verkefninu hjá Borg- arbyggð. Hún segir verkefnið hafa gengið vel. ,,Ramparnir sem sett- ir voru upp eru á Brúartorgi 4 en þar eru komnir tveir; við Ljómalind og við Brúartorg. Svo er kominn ramp- ur við Hótel Borgarnes, við Rauða- krossbúðina á Brákarbraut og svo einn á Hvanneyri. Við erum búin að setja upp þessa fimm rampa á tveim- ur dögum. Það gekk rosalega hratt og vel fyrir sig að koma römpunum upp. Það eru í rauninni ákveðnar reglur hjá sjóðnum Römpum upp Ísland um for- gangsröðun sem við þurfum að fylgja. Við fórum um bæinn til að skoða og meta þörfina ásamt Hringi Hilmars- syni sem hannar rampana og útfrá því kom þessi röð,“ segir Hrafnhildur um framvindu verkefnisins. Svitnaði við tilhugsunina um þúsund rampa Þorleifur Gunnarsson vinnur verk- efnið ásamt Haraldi Þorleifssyni en hann kom á staðinn til að vígja ramp- inn á Hvanneyri. Tjáði hann blaða- manni hvernig verkefnið hefur geng- ið fyrir sig. ,,Við komum með all- ar græjur, tæki og tól og mannskap. En auðvitað fyrirfram er sveitarfé- lagið búið að vinna mikilvæga undir- búningsvinnu. Ég verð að segja að það er frábært hvernig Hrafnhildur hefur haldið utan um þetta, þetta hefði ekki gengið svona vel ef hún hefði ekki gert það. Við höldum svo ferðinni áfram til Hafnarfjarðar og ætlum að vígja fimmtugasta rampinn eftir viku. Síð- an erum við á leiðinni á Hornafjörð en við erum mest á landsbyggðinni núna. Við tókum 101 ramp í Reykja- vík en þegar Haraldur nefndi hund- rað rampa í Reykjavík á einu ári svitn- aði ég, en svo gerðum við það á átta mánuðum. Svo þegar hann sagði þús- und rampa á landsvísu þá svitnaði ég meira. En þetta byggir á mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau taka okkur gríðarlega vel, skanna staðina og hjálpa okkur við að teikna þá. Svo hafa sveitarfélögin verið svo rausnarleg að bjóða okkur í mat á meðan við erum að vinna. Gríðar- leg velvild fylgir verkefninu og það skiptir okkur miklu máli,“ sagði Þor- leifur. sþ „Sameiginlegt sveitarfélag Stykkis- hólmsbæjar og Helgafellssveitar lýs- ir yfir þungum áhyggjum yfir þeirri grafalvarlegu stöðu sem hefur ver- ið uppi varðandi öryggismál Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs, en Stykk- ishólmsbær hafði ítrekað bent á að bregðast þurfi við þar sem núverandi ferja uppfylli ekki viðeigandi öryggis- kröfur.“ Þannig hljóðar ályktun bæj- arstjórnar frá 23. júní síðastliðinn sem samþykkt var samhljóða. Sveitarfélagið minnir á að 15 mánuðir eru síðan að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélarvana á miðjum firðinum 11. mars 2021 þar sem tók rúman sólar- hring að draga ferjuna í land í Stykk- ishólmi við slæm skilyrði. Í millitíð- inni hefur Breiðafjarðarferjan Baldur tvisvar til viðbótar bilað og/eða orðið vélarvana á Breiðafirði, nú síðast 18. júní sl. Mikil mildi þykir að ekki skildi fara verr í öll þau skipti sem þessar tíðu bilanir hafa átt sér stað. „Stykkishólmur og Helgafells- sveit áréttar að núverandi ferja hefur einungis eina vél, en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjón- ustað svæðið frá 1955 haft tvær vél- ar utan núverandi ferju. Það liggur í augum uppi að ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum ásamt sterkum straumum og úthafs- öldu sýni svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar fyrir ferju á þessari siglingarleið.“ Þá segir í ályktun bæjarráðs að innviðaráðherra og samgönguyfir- völd beri ábyrgð á að öruggar sam- göngur séu um Breiðafjörð. „Langur tími er liðinn frá því að því að núver- andi ferja varð vélavana við hættu- legar aðstæður og enn er beðið eft- ir að gerðar verði viðeigandi ráð- stafanir. Ákvörðun um nauðsynlegar breytingar á hafnarmannvirkjum í Stykkishólmi, Flatey og Brjánslæk og fjármögnun þeirra hefði t.a.m. þurft að liggja fyrir á vordögum 2021 þannig að framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta þessa árs. Með því hefði verið hægt að tryggja að skip sem uppfyllir nútíma öryggiskröfur og þjónar betur hagsmunum samfélags- ins væri farin að sinna ferjusiglingum um Breiðafjörð.“ Bæjarráð leggur þunga áherslu á að engir hagsmunir gleymist þegar verið er að ræða um lausnir í ferjumálum, því allir eiga þeir að vega jafn mik- ið, hvort sem um er að ræða fiskeldi á Vestfjörðum, ferðaþjónustu, eða íbúa í Flatey. Ferja um Breiðafjörð þarf að geta þjónustað allt samfélag- ið í kringum fjörðinn og því er málið í eðli sínu afar mikilvægt byggðamál, ekki síst fyrir þær fjölskyldur sem búa í Flatey og þurfa öruggar samgöng- ur og tryggan flutning á vatni, olíu og öðrum nauðsynjum sem og aðra sem dvelja í eyjunni til skemmri eða lengri tíma. „Alþingi og ríkisstjórn, sér í lagi innviðaráðherra, þarf að mati sveitar- félagsins því tafarlaust að sýna fyr- irhyggju og festu í þessu máli. Tryggja þarf að Vegagerðin hafi skýra stefnumörkun til þess að vinna eftir og fjármuni til þess að bregðast við þannig að tryggja megi öruggar ferju- siglingar um Breiðafjörð næsta haust ef þess er nokkur kostur. Sveitarfé- lagið leggur áherslu á mikilvægi þess að leita allra leiða við að finna hent- ugt skip sem myndi geta hafið sigl- ingar með minniháttar breytingum á hafnarmannvirkjum, á meðan ver- ið er að undirbúa þær breytingar sem hugsaðar eru á hafnarmannvirkjum til framtíðar. Stykkishólmur og Helgafellssveit leggur þunga áherslu á að ef önnur ferja getur ekki hafið siglingar næsta vetur þá þarf viðeigandi viðbún- að í Stykkishólmi til þess að tryggja megi betur öryggi sjófarenda, t.d. dráttarbát staðsettan í Stykkishólmi og efla sjóbjörgunargetu. Er slíkur viðbúnaður jafnframt nauðsynlegur svo hægt verði að byggja aftur upp nauðsynlegt traust á siglingum með núverandi ferju.“ Loks fagnar byggðarráð þeirri skýru framtíðarsýn ríkisstjórn- ar Katrínar Jakobsdóttur, sem inn- viðaráðherra hefur talað fyrir, um að framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð sé að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verð- ur með tilliti til orkuskipta fram- tíðarinnar. Sveitarfélagið leggur hins vegar áherslu á mikilvægi þess að hraða þeirri vinnu eins og hægt er og að nægjanlegt fjármagn verði tryggt í samgönguáætlun þannig að hægt verði að hefja ferjusiglingar á Breiða- firði með þeirri ferju eins fljótt og verða má.“ mm Lokahönd lögð á ramp við Brúartorg. Borgarbyggð tekur þátt í að rampa upp Ísland Fertugasti rampurinn á landsvísu vígður á Hvanneyri Þórunn Edda Bjarnadóttir vígði rampinn við Hvanneyri Pub sem er fertugasti rampurinn í Römpum upp Ísland. Hrafnhildur Tryggvadóttir og Þorleifur Gunnarsson. Þórunn Edda og hellulagður rampurinn. Heimafólk lýsir þungum áhyggjum yfir ástandi Baldurs Baldur dreginn að bryggju eftir síðustu bilun sem varð í ferjunni 18. júní síðast- liðinn. Ljósm. sá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.