Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202230 Reynir steinlá Reynir frá Hellisandi átti leik í 4. deildinni á laugardaginn gegn Herði frá Ísafirði. Skemmst er frá því að segja segja að Reynismenn stein- lágu; 0:7 á Ísafirði. Staðan var 0:4 í hálfleik. Sigurður Arnar Hannes- son skoraði fjögur mörk fyrir heima- menn og Felix Rein Grétarsson, Ragnar Berg Eiríksson og Jóhann Samúel Rendall skoruðu eitt mark hver. Reynismenn eru enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar, eftir sex umferðir. Næsti leikur Reynis er sunnudaginn 3. júlí nk. gegn Ísbirn- inum á Ólafsvíkurvelli og hefst leik- urinn kl. 16:00. -se ÍA fær danskan framherja Knattspyrnufélag ÍA tilkynnti í gær- morgun komu Danans Kristian Ladewig Lindberg til meistaraflokks félagsins. Hann kemur frá Nyköp- ing í Danmörku. Kristian er uppalinn hjá Nordsjælland og hefur auk þess leikið með Lyngby, Roskilde og svo með Atletico Baleras á Spáni. Hann er 28 ára gamall og hefur æft með Skagamönnum að undanförnu og var í framhaldinu ákveðið að semja við hann. Stefnan er að Daninn styrki sóknarlínu Skagamanna en eins og greint hefur verið frá hefur Vikt- or Jónsson framherji liðsins átt við bakmeiðsli að stríða og ekkert getað leikið með liðinu í sumar. -se Skallagrímur aftur á sigur- braut Ísbjörninn og Skallagrímur mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á þriðjudaginn í síðustu viku og fór leikurinn fram í Kórnum í Kópavogi. Eina mark leiksins kom sex mín- útum fyrir leikslok þegar Elís Dofri Gylfason tryggði sigur Skallagríms og kom þeim í annað sæti riðilsins. Þrjú lið virðast eins og sakir standa berjast um þessi tvö sæti sem gefa sæti í úrslitakeppninni en ásamt Skallagrími eru það Hvíti riddarinn og Árbær. Þar sem KSÍ samþykkti að fjölga um eina deild sem tek- ur gildi á næsta ári ná þessi tvö lið sem verða í fyrstu tveimur sætun- um þegar mótinu lýkur einnig að halda sér í fjórðu deildinni. Næsti leikur Skallagríms í riðlinum er heimaleikur gegn Herði frá Ísafirði og var hann á dagskrá í gærkvöldi, eftir að Skessuhorn fór í prentun. Á myndinni er Elís Dofri sem tryggði Skallagrími þrjú stig á móti Ísbirnin- um. -vaks Hvað er besta bakkelsið í Bakaríinu? Spurning vikunnar (Spurt í Geirabakarí, Borgarnesi) Ólafur Daði Birgisson ,,Snúður með karamellu að sjálfsögðu“ Katrín Ósk Davíðsdóttir ,,Karamellusnúður“ Gróa Guðmundsdóttir ,,Berlínarbolla“ Katrín Einarsdóttir ,,Vínarbrauð með súkkulaði“ Kolbrún Líf Jónsdóttir ,,Ástarpungur – for sure“ Snæfellsjökulshlaupið fór fram á laugardaginn og mættu 213 kepp- endur til leiks. Lagt var upp frá Arnarstapa, hlaupið yfir Jökul- háls og endað í Ólafsvík. Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki á nýju brautarmeti. Hún hljóp á tímanum 1:42,47. Í karlaflokki fór hinn tvítugi Banda- ríkjamaður Cole Nash með sigur af hólmi en hann hljóp á 1:35,23 klukkutíma. Jörundur Frímann Jónsson kom tæpum tveimur mín- útum á eftir honum í mark og Snorri Björnsson varð þriðji. Hlaupaleiðin er um 22 km. Langstærsti hluti hlaupsins er um malarveg. Fyrstu átta km þarf að hlaupa upp í móti í ca. 700 metra hæð. Síðan tekur hlaupaleiðin smám saman að lækka þar til kom- ið er til Ólafsvíkur. Hlauparar eiga von á að þurfa að kljást við snjó og aur frá fyrsta kílómetra og upp í þann sjöunda á leiðinni, en erf- iðleikastig hlaupsins fer eftir því hversu veturinn var snjóþungur og snjóa leysir snemma. Hlauparar fá hins vegar á leiðinni að upp- lifa einstaka náttúrufegurð og að ógleymdri þeirri orku sem Snæ- fellsjökull býr yfir. Fjórar drykkjar- stöðvar verða á leiðinni á ca. 5 km millibili sem Björgunarsveitin Lífs- björg sér um þær. Að hlaupi loknu fór fram verð- launaafhendingin í Sjómanna- garðinum. Þar fengu efstu kepp- endur í flokkunum sín verðlaun. af Hópurinn sem tók þátt í hlaupinu. Ljósm. þa. Nýtt brautarmet slegið í kvennaflokki Snæfellsjökulhlaupsins Sigurvegarar í karlaflokki nýkomnir í mark. Snorri Björnsson, Cole Nash og Jörundur Frímann Jónasson. Ljósm. af. Andrea Kolbeinsdóttir kemur í mark á nýju brautarmeti. Ljósm. af. Sigurvegarar kvenna; Katrín Ýr Árnadóttir, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir að taka á móti sínum verð- launum. ° Ljósm. af. Hér eru sigurvegarar karla að fá sín verðlaun. Snorri Björnsson, Cole Nash og Jörundur Frímann Jónasson. Ljósm. af. Hákon Þorri Hermannsson kom fyrstur í mark af þeim heimamönnum sem tóku þátt í hlaupinu. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.