Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202214 Nýlega var afgreidd ný búfjársam- þykkt fyrir sveitarfélagið Borgar- byggð, en þar er búskapur stund- aður víða. Í samþykktinni er kveðið á um ýmsa þætti er lúta að búfjár- haldi. Helsta breytingin er sú að nú er lausaganga stórgripa bönnuð í öllu sveitarfélaginu. Umráðamönn- um stórgripa er því skylt að hafa þá í vörslu innan gripaheldra girðinga sbr. reglugerð um girðingar. Í samþykktinni er nú m.a. stað- fest að þeir sem hyggjast halda skepnur utan lögbýla skulu sækja um leyfi til þess til sveitarfélags- ins, heimilt er þó að halda allt að tíu hænsni á lóð hverju sinni en hanar eru með öllu bannaðir utan lögbýla. „Búfjáreigendur í Borgar- byggð eru hvattir til að kynna sér „Samþykkt um búfjárhald“ á vef sveitarfélagsins eða á á vef Stjórn- artíðinda,“ segir í tilkynningu frá Borgarbyggð. mm Í haust kemur út bókin „Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness“ eft- ir sagnfræðinginn og Skagamann- inn Björn Þór Björnsson. Í bók- inni verður saga knattspyrnunn- ar rakin allt frá því Knattspyrnufé- lagið Kári, fyrsta knattspyrnufélag Akraness, var stofnað árið 1922 og allt til dagsins í dag. Um er að ræða veglegt rit í stóru broti prýtt fjölda mynda sem tengist knattspyrnu- sögu Akraness. Útgáfan er í hönd- um Bókaútgáfunnar Hóla. Í bókinni segir frá sigrum og sorgum knattspyrnunnar. Titl- arnir eru margir og sögurnar enn fleiri. Frá úttroðnum hrútspung- um sem notaðir voru sem boltar, baráttu Kára og KA, gullöldum, úrslitaleikjum á Laugardalsvelli og í Indónesíu, yfirvofandi gjald- þroti og bæjarsálinni sem sló í takt við fótboltann. Fjöldi Skagamanna koma við sögu og atvik sem ylja Skagamönnum enn um hjartarætur. Heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) Aftast í bókinni verða baráttukveðj- ur til knattspyrnufólks á Akranesi og þar geta áskrifendur fengið nafn sitt birt. Það er aðstandendum bók- arinnar mikið í mun að sá listi verði sem lengstur og geta menn skráð sig fyrir áskrift að bókinni með því að senda tölvupóst á netfangið: hol- ar@holabok.is eða í síma 692-8508. „Vinsamlegast takið fram fullt nafn (fyrir hverja bók geta verið fleiri en eitt nafn, t.d. hjón og skulu þá allar baráttukveðjur tilgreindar), kennitölu og heimilisfang greið- anda. Verð bókarinnar verður kr. 7.500 og greiðist fyrir fram. Í von um jákvæð viðbrögð! Áfram Skaga- menn,“ segir í tilkynningu. Kafli um Rikka Hér er stuttur kafli úr bókinni sem nefnist Ríkharður Jónsson snýr heim: Allt frá því Ríkharður Jónsson flutti til Reykjavíkur árið 1947 og hóf að spila með Fram höfðu Skagamenn beðið með óþreyju eft- ir því að endurheimta krafta hans. Í lok árs 1950 vildi Óli Örn Ólafs- son kanna hvort Ríkharði þætti ekki tíminn til kominn að snúa aft- ur heim, hann lagði því fram þá til- lögu á stjórnarfundi ÍA. Ríkharður var sjálfur að hugsa á þessum nót- um og horfði til þess að flytja aft- ur heim á Akranes. Þegar Óðinn S. Geirdal, formaður ÍA, setti sig í samband við Ríkharð í desember árið 1950 var Ríkharður þá þegar búinn að ákveða að flytja heim. Haustið 1950 kom hingað til lands knattspyrnuflokkur frá Rínarhéruðunum í Þýskalandi á vegum Fram og Víkings. Í gegnum þau tengsl bauðst Fram að senda út félagsmann til að sækja íþrótta- skóla í Koblenz og æfa með þýsku liði og greip Ríkharður það tæki- færi. „Þarna í Neuendorf, dálítið sveitalegu úthverfi frá Koblenz, rak knattspyrnusamband Rínarhér- aðanna íþróttaskóla, Sportschule Laubach. Á íþróttaskólanum var líf og fjör. Þangað komu 12 til 15 efnilegir strákar í hópum og gistu í skólanum. Þar hafði ég líka her- bergi til umráða. Vinir mínir Horst Störse og Jakob Oden stjórnuðu námskeiðum strákanna og ég var með þeim og lærði hvernig alvöru knattspyrnuþjálfun fer fram,“ sagði Ríkharður þegar hann rifjaði upp veruna í íþróttaskólanum. Á með- an Ríkharður var í skólanum æfði hann með knattspyrnuliðinu TuS Neuendorf. „Þetta voru ágætir knattspyrnumenn margir hverjir og höfðu sýnt það á Íslandi sumarið áður. Ég tók þátt í æfingum liðsins og gleypti í mig vinnubrögð þjálf- aranna [...] Og þar var þýskur agi á hlutunum og menn tóku rækilega á. Fjarvistir voru ekki leyfðar.“ Þegar Ríkharður hafði verið tæpan mánuð í Þýskalandi sett- ist hann niður og skrifaði bréf til stjórnar ÍA. „Þar sem eg hef akveðið að flytja til Akranes aft- ur í vor, hef ég þegar tilkynnt að eg muni spila með ÍA næsta ár,“ svo hófst bréf Ríkharðs áður en hann útskýrði fyrir stjórninni hvað hann væri að fást við í Þýskalandi. „Aðaláhersla er lögð á „teknik“ og „taktik“ og eru æfingarnar sérstak- lega fjölbreyttar og mjög ólíkar því sem við eigum að venjast heima, og aldrei skift upp og leikið á tvö mörk, aðeins það sem getur miðað að því að búa til gott knattspyrnu- lið [...] Þar sem eg hef notið tölu- verðrar reynslu og keppni, ásamt kennslu undan farin ár, og núna þá bestu skólakennslu æfinga sem völ er á í knattspyrnu, leyfi eg mér, að fara fram á að, þjálfa hjá Í.A. þegar ég kem heim að vori. Eg ætla að taka það fram, að ég fór á þennan skóla með það fyrir augum, að get- að hjálpað til að byggja upp góða knattspyrnumenn, á Akranesi, er heim kæmi. Það sem við þurfum að byggja upp heima er það sama og þeir gera hér, áferðarfallega knattspyrnu, með ellefu mönn- um sem geta leikið á öllum stöð- um vallarins, og allstaðar jafn- vel [...] Sem sagt gera knattspyrn- una á Akranesi það góða, að fólki þyki gaman að sjá hana leikna og vilji stuðla að því að hún eflist sem mest. Hér er það metnaður að geta sent sem besta knattspyrnulið, frá hverju bæ, og fólk gerir allt sem hugsanlegt er til hjálpar knattsp. hún er fyrsta skilyrði hér til að lifa,“ ritaði Ríkharður innblásinn frá Þýskalandi. Bréfið er fyrir margt merkilegt, og líta má á það sem eins konar upphaf gullaldarinnar á Akranesi. Ríkharð- ur var fullur eldmóðs fyrir framtíð knattspyrnunnar á Akranesi og ætl- aði sér að gera liðið að því besta á Íslandi. „Það er ekki stærð bæjar- ins sem ræður. Besta knattspyrnulið landsins getur alveg eins komið frá litlum bæ,“ sagði Óðinn S. Geirdal síðar að Ríkharður hafi ritað til sín frá Þýskalandi. Hafa skal í huga að Ríkharður var aðeins 21 árs gamall þegar hann ritar bréfið til ÍA. Ríkharður sneri aftur á Akranesi árið 1951 og samdi ÍA við Ríkharð um þjálfarastarfið. Samningurinn fól í sér að ÍA skuldbatt sig til að sjá Ríkharði fyrir húsnæði en auk þjálf- unar í meistaraflokki átti hann að þjálfa yngri flokka félagsins. mm Hanar úr þéttbýli og nautgripir innan girðinga Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness Bikarmeistarar árið 1989. Jónína Víglundsdóttir lyftir bikarnum. Ljósmyndasafn Akraness. Björn Þór Björnsson sagnfræðingur ritar bókina. Ríkharður Jónsson í leik með ÍA gegn Fram árið 1965. Björn Lárusson er Skaga- maðurinn sem sést fyrir aftan hann. Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.