Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2022 Framundan eru ýmsar skemmt- anir í landshlutanum; bæjarhá- tíðir og sérhæfðari skemmtan- ir m.a. í Stykkishólmi. Vafalítið verður hvarvetna líf og fjör. Í ljósi veðurs undanfarna daga hvetj- um við fólk til að klæða sig eftir veðri hvort sem stefnan er sett á lopapeysuball, þjóðbúningahá- tíð eða brekkusöng. Í dag verður norðlæg eða breyti- leg átt og áfram dálítil úrkoma fyrir austan fram eftir degi, víða skúrir en yfirleitt þurrt hér á vestlægum slóðum. Á fimmtu- dag verður hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti 8 til 18 stig en svalast við norðvesturströndina. Á föstudag verður norðlæg eða breytileg átt, rigning með köflum austanlands en annars úrkomulítið. Á laugardag verður norðvestanátt og rigning norð- an- og norðaustantil en skýjað með köflum og þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Kólnar heldur. Á sunnudag verður vest- læg átt og víða væta. Hiti 4 til 14 stig og hlýjast syðst. Í síðustu viku spurðum við á vefnum viðkvæmrar spurningar, eða hversu oft fólk hefði fengið hraðasekt við akstur. Flestir, eða 39% aðspurðra, viðurkenna að þeir hafi nokkrum sinnum feng- ið hraðasekt. Rúmur fjórðung- ur, eða 27%, sögðust hafa feng- ið eina hraðasekt. Réttur fjórð- ungur hefur aldrei fengið hraða- sekt. En 6% eru í slæmum mál- um; hafa ekki tölu á þeim fjölda hraðasekta sem þeir hafa greitt í gegnum tiðina. Loks voru 3% stikkfrí, hafa ekki bílpróf. Í næstu viku er spurt: Á eyði- eyju; hvaða drykk tækir þú með þér? Við erum í sumarskapi. Vest- lendingar vikunnar að þessu sinni eru þeir sem skipuleggja og standa fyrir viðburðum víðsvegar um landshlutann, öðr- um og vonandi einnig sjálfum sér til ánægju og gleði. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Fimmtudag- laugardag T I L B O Ð verslunin_bjarg 15% afsláttur af öllum fatnaði og snyrti- vörum fyrir dömur og herra Sértilboð á snyrtivörum og fatnaði Opið: Mánudaga- til föstudaga kl. 10 til kl.18 Laugardaga kl.10.til kl.15. Fylgist með okkur á Facebook Síðastliðinn mánudag var við hátíð- lega athöfn í Hafbjargarhúsinu á Breið á Akranesi kynnt niðurstaða í veglegri hönnunarsamkeppni á um ellefu hektara landsvæði á Breiðinni. Það er Breið þróunarfé- lag sem hélt utan um samkeppnina í umboði Brims hf, sem á megin- hluta landsins sem um ræðir, og Akraneskaupstaðar. Dómnefnd hef- ur nú metið þær 24 tillögur sem sendar voru inn til keppni, en á bak við þessar tillögur eru yfir 50 aðilar, að stærstum hluta alþjóðlegar arki- tekta-, hönnunar- og skipulagsstof- ur. Markmið samkeppninnar var að fá fagaðila til að leggja fram tillög- ur í samræmi við þá framtíðarsýn að svæðið verði íbúðabyggð fyrir ólíka aldurshópa í bland við atvinnusköp- un með áherslu á hátækni, nýsköp- un og sjálfbærni. Framtíðarsýn yrði forsenda breytinga á aðal- og deiliskipulagi svæðisins á næstu árum, en það er nú skilgreint sem hafnar- og iðnaðarsvæði. Guðmundur Kristjánsson for- stjóri Brims og formaður dóm- nefndar kynnti vinningstillögur og afhenti verðlaun. Í hlut verðlauna- tillögunnar falla 15 milljónir króna í verðlaunafé, annað sætið fær fimm milljónir króna og þriðja sætið þrjár milljónir. Einnig ávarpaði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri gesti. Fagnaði hann niðurstöðu keppn- innar: „Við erum mjög spennt fyr- ir möguleikunum sem þessar tillög- ur færa okkur. Nú höfum við unnið síðan í júní 2020 með Brimi að því að efla atvinnustarfsemi við Breiðina og hluti af því verkefni var að fara í gang með hugmyndasamkeppnina.“ Vinningstillagan kom frá Arkþing/Nordic Fyrstu verðlaun í samkeppninni, og sú tillaga sem nú verður áfram unnið með, fékk Arkþing/Nordic í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Tillaga þess nefnist Lifandi samfé- lag við sjó. Önnur verðlaun hlaut tillaga án titils frá finnsku arki- tektastofunni Muuan og þriðju verðlaun hlaut Breiðin til framtíð- ar, frá hollensku hönnunarstofunni Super World VOF. Í umsögn um vinningstillöguna segir: „Lifandi samfélag við sjó, lát- laus og skýr tillaga sem leggur til blandaða uppbyggingu á Breiðinni. Atvinnusvæði er byggt upp ofan við Steinsvör og núverandi byggingar eru endurnýttar. Útisvæði við vörina virkar sannfærandi með veitingasölu og annarri starfsemi. Íbúðabyggðin er fjölbreytt en þróa mætti húsagerð- ir enn frekar með tilliti til þéttleika og skjólmyndunar. Strandstígur liggur umhverfis nýju byggðina og tengist fjölbreyttri uppbyggingu og afþreyingu við sjóinn. Annar stígur liðast í gegnum hverfið frá norðri til suðurs og tengist leiksvæðum, gróð- urhúsi og veitingatorgi. Staðsetning hótels og baðlóns sunnarlega á nes- inu virkjar það svæði vel og býður upp á spennandi þróunarmöguleika. Styrkur tillögunnar er einfaldleiki með skýru samgönguneti og góð- um tengingum við sjóinn. Staðsetn- ing allra lykilþátta er skynsamleg og virðist áreynslulaus. Tillagan er jarðbundin og raunsæ og býður upp á mikla möguleika til frekari þró- unar. Mannvirki við Skarfavör og Steinsvör sem ganga í sjó fram þarf að skoða með tilliti til ágangs sjáv- ar.“ mm Arkþing sigurvegari í hönnunarsamkeppni um Breið á Akranesi Mynd af vinningstillögunni. Guðmundur Kristjánsson ásamt fulltrúum verðlaunahafa fyrir vinningstillöguna. Fjölmenni fylgist með þegar úrslit voru kynnt. Næstu vikur verður hægt að kynna sér tillögurnar sem bárust í keppnina á veggj- um Hafbjargarhússins. Hér ræðast þeir við Einar Brandsson bæjarfulltrúi, Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri og Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.