Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 29.06.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2022 19 SKIPULAGSAUGLÝSING Valfell Borgarbyggð - Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. Júní 2022 eftirfarandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 32. gr. sömu laga: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Valfell í Borgarbyggð. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Breytingin tekur til þess að fella niður skilgreint svæði Félagsheimili, Valfell (Þ14), úr þjónustustofnun í landbúnaðarlandi og gefinn er kostur á fastri búsetu á svæðinu. Stefnt er á stofnun lögbýlis og vera með dúnhreinsun á svæðinu. Valfell er undir 3ha að stærð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu, breytingin samræmist meginstefnu aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram á uppdrætti, kort og greinargerð, Niðurfelling á Þ14 félagsheimilinu Valfell – Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, dags. 27.05.2022. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögunar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda. Sveitarstjórn Borgarbyggðar S K E S S U H O R N 2 02 2 Melahverfi útivistarsvæði Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í að byggja upp útivistar- og samkomusvæði fyrir þéttbýlið í Melahverfi. Verkið skal unnið í tveimur áföngum, sem unnir eru hvor á eftir öðrum. Fyrri áfangi skal unninn árið 2022 og verklok seinni áfanga skal skila 15.06.2023. Helstu verkliðir eru jarðvinna, lagnir, rafkerfi, mannvirki, frágangur yfirborðs, gróður og leiktæki. Verkið skal vinna samkv. útboðs- og verklýsingu, ásamt þeim gögnum sem þar er vísað til. Gögn verða send bjóðendum. Senda skal póst á hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is og tilgreina netpóst sem gögnin verða send á. Tilboði skal skilað í síðasta lagi kl 11.00 miðvikudaginn 3. ágúst 2022. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og fyrirtæki innan þeirra vébanda hafa ákveðið að styrkja þrenn hjálpar- og mannúðarsamtök í Úkraínu um 130 milljónir króna. Upphaflega var tilkynnt um gjöf- ina á ársfundi samtakanna 6. maí en þá lá ekki fyrir hvaða hjálparsamtök yrðu fyrir valinu. „Vart þarf að fara mörgum orðum um hið hörmulega ástand sem nú ríkir í Úkraínu en það er von fyrirtækjanna að gjöfin megi, þótt í litlu sé, koma að gagni. Ekki síst konum og börnum,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þrjú samtök hljóta styrki Samtökin sem styrkinn hljóta eru í fyrsta lagi Caritas hjálparsamtök í Úkraínu. Styrkur til þeirra mun einkum fara til útibús samtakanna í borginni Ternopil sem er skammt frá borginni Lviv í vesturhluta landsins. Styrkurinn mun koma í góðar þarfir á þessum slóðum því þúsundir Úkraínumanna hafa flúið hörmungar í austurhluta lands- ins og leitað til borganna tveggja. Þar er mikill skortur á ýmsum nauðsynjum eins og mat, klæði og húsnæði. Annars vegar hlýtur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, styrk til að sinna börnum og fjöl- skyldum þeirra innan og utan Úkra- ínu, en talið er að allt að 60-70% barna í Úkraínu hafi flúið heimili sín. UNICEF hefur opnað barn- vænar hjálparstöðvar við landa- mæri Úkraínu þar sem fólk á flótta getur fengið mat, rými til að hvíla sig, sálræna aðstoð og nauðsyn- legar upplýsingar. Þar er flóttafólk skráð og fjölskyldur sameinaðar. Samtökin sinna einnig fylgdarlaus- um börnum en talið er að um 4% barna á flótta tilheyri þeim hópi. Þá senda samtökin nauðsynjar til fæðingarheimila í Úkraínu sem starfa við ömurlegar aðstæður. Loks fá UN Women styrk til að sinna neyðaraðstoð og sérstökum þörfum kvenna og jaðarsettra hópa. Eitt verkefna samtakanna snýr að því að styðja konur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi í stríðinu. Samtökin veita konunum athvarf, sálrænan stuðning og lögfræðiað- stoð. Mikilvægt er að koma konum og stúlkum til aðstoðar eins fljótt og hægt er og koma málum þeirra í þann farveg að hægt sé að sækja stríðsglæpamenn til saka. Þau styrkja: Fyrirtækin sem standa að gjöf- inni eru í stafrófsröð: Arctic Fish á Ísafirði, Brim í Reykjavík, Eskja á Eskifirði, G. Run. Í Grundarf- irði, Gjögur á Grenivík, Hrað- frystihúsið Gunnvör á Hnífs- dal, Huginn í Vestmannaeyjum, Iceland Pelagic í Hafnarfirði, Iceland Seafood International í Reykjavík, Ísfélagið í Vest- mannaeyjum, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, Oddi á Patreks- firði, Rammi á Siglufirði, Sam- herji á Akureyri, SFS, Síldar- vinnslan í Neskaupstað, Skinn- ey-Þinganes á Höfn í Hornafirði, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum, Vísir í Grindavík og Þorbjörn í Grindavík. mm Sjávarútvegsfyrirtæki styrkja mannúðarsamtök í Úkraínu Sautján sjávarútvegsfyrirtæki leggja úkraínufólki lið. Meðal annarra G.Run í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.